{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{föstudagur, nóvember 21, 2003}

 
Það er til siðs hjá Íslendingum er þeir hittast á mannamótum að hefja umræður oftast á löngum spekúlasjónum um veðrið undanfarið og hvernig það muni líklega haga sér næstu daga, vikur, mánuði, ár. Þar sem að ég er að fara á Skandínavískt mannamót síðar í dag langar mig aðeins til að æfa mig hér í veðurumræðunni.

Undanfarna viku í Seattle hefur veður verið með eindæmum mislynt. Vikan hófst á mánudegi með mikilli rigningu og varð Oscar á orði við BB er við sóttum hana á flugvöllin að þetta væri leið Seattle til að bjóða hana velkomna heim (já ég veit, ég má ekki segja heim um Seattle). Þetta var svona alvöru útlensk rigning, mjög þétt og stórir dropar sem féllu lóðrétt niður. Við ákváðum að fara snemma í skólann á þriðjudegi og lögðum af stað á Morfeusi u.þ.b. einum klukkutíma fyrr en vanalega, hverjum datt það nú eiginlega í hug? En þessi ákvörðun að vakna snemma sem tekin var í óráði varð okkur til happs á þriðjudagsmorgninum. En rigndi í Seattle, bara syndaflóðs rigning "if you know what I mean" og okkur til mikillar undrunar varð hún til þess að mikil umferðateppa varð þennan morgun. Við heyrðum svo í fréttunum síðar að ástæðan hefði verið sú að það flæddi yfir eina af hraðbrautunum og þvi voru allir að reyna að komast til vinnu eftir öðrum götum en vanalega.
Á miðvikudaginn var ekki skárra veður. Það var kaldar ef eitthvað var og enn rigndi eins og hellt væri úr fötu. Damn, hvað það verður ógeðslega kalt í rigningu og ca 3-5 stiga hita. Rigningin og rakur kuldinn smegir sér einhvern veginn inn í beinin og afar erfitt er að hita sig upp aftur. Það voru því blautir og kaldir Sesame strætisbúar sem drógust heim á miðvikudagsefirmiðdegi og fóru beinustu leið undir tepp í stofunni til að reyna að hita upp heilasellurnar fyrir verkefni kvöldsins. Og þá gerðist það, það brast á með hagléli.................hvílíkur hávaði!!!! Haglið buldi á súðinni hjá okkur og við heyrðum ekkert í Friends þættinum sem við vorum að horfa á. Við stukkum upp til handa og fóta, rukum út og nutum þess að standa og horfa á hvítar flyksur falla til jarðar. Humm....merkilegt hvað maður saknar þess sem áður var bölvað.
Í gær fimmtudag var hrikalega kalt að koma út um morguninn. Við urðum að láta bílinn ganga aðeins áður en lagt var af stað til að ná móðunni af rúðunum og það gekk á með skúrum framan af degi en hitinn var stöðugur í u.þ.b. 3-4 gráðum. Um kvöldið fór svo aftur að rigna og allt í einu brá fyrir blossa í stofuglugganum í miðjum Scrubs þætti og bbaaammmmmmmmmmm,.........kom ekki bara brjáluð þruma. Úff ég hélt í fyrstu að hún hefði bara lent í garðinum hjá okkur en fljótlega komumst við að því að svo var ekki. Mikill léttir var það nú.
En þetta er ekki alveg búið, í morgun vöknuðum við aftur snemma til að fara í skólann og okkur til mikillar undrunar var snjóföl á pallinum okkar. Hvílík snilld að stíga á hana og heyra marrið.....svei mér þá ef það hljómar ekki bara nákvæmlega eins og þegar maður hlustar á brjósthimnubólgu með hlustunarpípu :o) En hvar var Morfeus?.....jú hann var þarna úti í garði þakinn í snjókrapa......jibbí loksins gat ég sett á mig 66°Norður lúffurnar og ráðist í að skafa bílinn. Jamm, það kemur sé vel að vera Íslendingur í þessum veðurham.............við kippum okkur ekkert upp við þetta, bara tönglumst á þvi við kvörtunarsama Kana: "it´s simple, just dress warmly"

Hummmmm, haldið þið að það verði nóg ef ég fer með þessa samantekt á mannamótinu í dag?

en þar til næst, góðar stundir

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:05 f.h.


spacer