|
|
föstudagur, október 03, 2003
Halló halló allir saman!! Jú ég er er víst enn á lífi þó að ekki hafi heyrst frá mér hér í langan tíma. Þannig var að ég skrapp heim til Íslands eftir helvískan sumarfjórðung í sól og 30 stiga hita sem einkenndi sumarið í Seattle. Já ég fór heim á landið bláa til að sækja þangað orku og endurnæringu en um leið hafði ég mikil áform um að sinna skrifum um tilvonandi mastersrannsókn mína. Allt fer hins vegar ekki eins og áformað er og ætluðu æðri máttarvöld mér annað og mikilvægara verkefni á Íslandi. Að vera til taks fyrir vini sína er þeir missa barn sitt er ein af þeim raunum sem hefur beytt viðhorfi mínu til lífsins og hvernig því skal lifað. Ávallt mun minning Dagmarar Hrundar lifa með mér og hafa áhrif á það hvernig ég lít á lífið. Blessuð sé minning hennar.
Þessi skrif eru á sorglegu nótunum í dag en mikilvæg engu að síður....því ef allt er geymt innra með hleðst það upp þar til einn daginn verður gos og hver veit hver verður fyrir valinu að taka við því.
Svo ég ætla að enda þetta á geðslegu nótunum: tjáðu alltaf hug þinn......það léttir á hjartanu (enginn höfundur, bara hugrenningar)
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:32 f.h.
Íbúar Sesamestrætis hafa verið óvenju árrisnir þessa vikuna. Hvort það er vegna þess að við séum smátt og smátt að breytast í kana eða vegna þess að viðmiðið var orðið frekar slæmt. Það er nefnilega stundum þannig þegar maður hefur alveg frjálsan vinnutíma að þá fer maður að mæta seinna og seinni í skólan.
Ég var til dæmis alltaf að vakna á svipuðum tíma en kúrði bara aðeins lengur og tók mér lengri tíma í sturtu og morgunmat.
Nú þarf ég víst að mæta í tíma á morgnanna, raunar ekki fyrr en 1030 sem fer gersamlega með morguninn ef ég mæti ekki snemma. Svo eru fyrirlestrarnir náttúrulega allt annarsstaðar á campus svo þangað er eins og 10-15 mínútna ganga. Heima myndi maður varla láta það hvarfla að sér að ganga heldur stökkva frekar út í bíl og bruna þetta á nokkrum mínútum. Hér tekur það sennilega 15-20 mínútur að tölta út á bílastæði og svo fara nú venjulegar góðar 5 mínútur í að rifja upp hvar ég lagði bílnum. Það er því engin tímasparnaður í því.
Til þess að geta gert einhverjar tilraunir á morgnanna þyrfti ég sennilega að mæta um miðja nótt svo í staðinn vöknum við snemma til þess að fara í ræktina. Var ekki einhver sem hélt því fram að best væri að æfa á morgnanna ?
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:11 f.h.
þriðjudagur, september 30, 2003
Eitthvað hefur heimsóknum gæfu mannanna fækkað en í staðinn eru kongulærnar komnar aftur. Ég verð að játa að ég hef ekki hætt mér út um fram dyrnar í töluverðan tíma svo ég veit ekki hvernig staðan er þar, síðast þegar ég gáði var hún frekar slæm. Það verður því engin þörf á hrekkjavökuskreytingu.
Í morgun var hinsvegar fjallmyndleg, marglit skvísa búin að koma sér fyrir í eldhúsglugganum. Heppilegur staður að mörguleiti. Glugginn kemur í veg fyrir að hægt sé að smella af henni sómasamlegri mynd og henni tekst að vekja á sér athylgi með að varpa skugga á þá sem sitja fyrir innan. Það er ekki á hverjum degi sem ég get snætt morgunmat í skugga af konguló.
Hégóma kongulóin hefur ekki enn látið sjá sig. Hún spinnur vef á hverri nóttu í hliðarspegilinn á bílnum. Sjálfsagt fær hún eitthvað út úr því að horfa á glæstar hreyfingar sínar í speglinum en hefur enn ekki öðlast nægt sjálfstraust til þess að leyfa okkur að sjá hana. Kannski hún ætti að fara í meðferð til Kúkkís.
Við bara áfram hryðjuverkastarfseminni, bæði færum og skemmum vefinn á hverjum degi allavega þangað til þær fara að borga hlut í leigunni.
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:25 e.h.
sunnudagur, september 28, 2003
Kúkkí er komin til Seattle, frá mér séð ætti ég náttúrulega að segja Kúkkí er komin heim enda lengra síðan ég var heima. Það er stundum skrítið að eiga svona tvö heimili.
Annars hefur helgin verið rógleg, það er glamandi sól og sumar og við reynum að nýta tíman sem best í að gera sem minnst, það er nauðsynlegt stundum. Í dag er svo formúlan og lýst heimilsmönnum svona misvel á það. Sjúmagher aðdáendur eru því miður í meiri hluta hér svo ég reyni bara að láta mikið fara fyrir mér til þess að vinna upp fólksmuninn.
Svo er bara að halda áfram að sleikja sólina því skólinn byrjar víst á mánudaginn.......þetta sumar hefur liðið alltaf fljótt.
Ég er ekki en búin að laga USB tengin á tölvunni og nota það óspart sem afsökun fyrir að vera ekki búin að setja inn myndir en nú á ég svo sætar myndir af gestunum sem komi í gær að ég verð eiginilega að fara að gera eitthvað í þessu.
Þar sem ég var fyrst að setja við tölvuna eftir formúlana ætla ég að nýta mér það, formúlan var hundleiðinleg.........Afhverju þarf alltaf allt að klikkja hjá mínum mönnum ?????
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:36 f.h.
|
 |