|
|
fimmtudagur, ágúst 28, 2003
Ekki ætla ég að fara að hrella lesendur með hrakfalla sögum í þetta skiptið né heldur segja frá baráttu minn við forritunarmálið Perl. Ekki beint aðlagandi forritunarmál við fyrstu sýn en afskaplega vingjarnlegt þegar þú kynnist því.
Það hefur óneytanlega sína kosti að sitja föst á sama stað allan daginn, ég fel mig bara bak við skjáinn, set upp heyrnartólin og hlusta á tónlist. Í dag er ég búin að renna mér gengum live boxið frá Björk sem mér finnst algert æði, nýja Radiohead og svo náttúrulega Ego og aðra klassík.
Það er skrítið hvað ég heillast alltaf meira og meira af Björk, er það aldurinn ? fjarlægðin ? eða kannski sú augljósa staðreynd að ég hef hingað til ekki gefið mér mikin tíma til þess að hlusta á tónlist.
Ábendingar eru því vel þegnar, mér fannst alltaf eins og ég kæmist aldrei yfir að hlusta á það sem er áheyrilegt í diskasafninu mínu, en ég er ótrúlega fljót að fara hring þegar ég hlusta allan daginn.
Svo er bumbershoot um helgina, stand up næstum allan föstudaginn, tónleikar og kvikmyndasýningar...úfffff ætli ég fríki ekki gersamleg út þegar ég reyni að komast yfir þetta allt saman ?
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:57 e.h.
miðvikudagur, ágúst 27, 2003
I can't do this all on my own, no I know, I'm no superman.
Þó nokkuð til í því, einhverra hlutavegna er þetta lag fast í kollinum á mér. Ég þekki flytandan ekki neitt, Lazlo Bane og lagið heitir víst The Tao of Steve. Þetta stef var hinsvegar í sjónvarpsþáttunum Scrubs. Ég held að þeir séu sýndir heima, algeri snilld. Alltof margir held ég samt að beri Scrubs saman vid ER sem er einsog að bera saman fjólu og íris........hvoru tveggja falleg blá blóm en svo ólík að það er varla nokkur leið að bera þau saman.
Undanfarna daga hef ég verið að búa til script (stutt forrit) á forritunarmáli sem ég kann ekkert í, gaman af því. Þetta reynir hinsvegar sennilega meira á Oscar því hann kann þetta en það hefur sjaldan verið mín sterkasta hlið að taka leiðsögn.
Kannski er undirmeðvitundin að benda mér að tími sé komin til þess að viðurkenna að '' I'm no superman '', batnandi manni er best að lifa ekki satt ?
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:47 e.h.
þriðjudagur, ágúst 26, 2003
Margir íþróttaunnendur er sjálfsagt að furða sig á þeim fréttum að tennisspilarinn, Pétur Samprans, sé að hætta keppni. Ástæða þessa er hinsvegar augljós, í dag stigu Big Bird og Oscar í fyrsta sinn inná tennisvöll með spaða í hönd. Það er því ekki að furða að eldri leikmenn nýti sér tækifærið og hætti að spila, sumir segja að maður eigi alltaf að hætta á toppnum. Það er þó háð því að maður nái honum einhverntíman ekki satt ? Það stefnir allavega í LANGAN tennisferli hjá mér...
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:54 e.h.
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Kúkkí, hún á afmæli í dag !!!!!!!!!!!!!
Stelpan er bara flott á því og ''býður'' þúsundum manna til veislu og fær foo fighters til þess að spila.
Við sendum bara afmæliskveðju frá Seattle til stúlkurnnar, fáum okkur kannski öl í kvöld yfir OC, henni til heiðurs.
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:29 e.h.
sunnudagur, ágúst 24, 2003
Kúkkí er farin heim til Íslands í sumarfrí, snökt, snökt, við Oscar reynum nú samt að bera okkur vel.
Það var ýmislegt sem stóð til að gera þessa helgi og að sjálfsögðu kom ég engu af því í verk. Mér tókst hinsvegar að kaupa mér bæði sólgleraugu og pils sem er þó nokkuð afverk. Í fyrsta lagi hef ég ekki verið þekkt fyrir að ganga mikið í pilsi og svo er ég búin að þræða allar verlsunarmiðstöðvar og stærri verslunarkjarna sem ég þekki í borginni í leit að sólgleraugum, fór meira að segja í næsta byggðarlag án árangurs. Í dag ákvað ég svo að kaupa gleraugu sem ég sá í fyrstu leitinni og eru ein af þessum ''flott en kannski ekki alveg, kíkjum aðeins betur og vitum af þeim'' gleraugum. Það er ekki lítið hvað ég get verið rugluð....ég vona bara að hin gleraugun mín endust. Ef það tekur mig næstum tvo mánuði að finna sólgleraugu hversu lengi væri ég þá að finna önnur gleraugu til að ganga með dags daglega ???? Mennnnn, það myndi taka marga mánuði, ætli Oscar sé ekki fengin að ég noti linsur ?
Svo þó svo skrifarinn á tölvunni virki ekki, niðurstöðurnar séu ennþá óskiljanlegar og spesol-myndinar á skrifborðinu þá tókst mér að kaupa sólgleraugu og helgin því vel heppnuð.
Á aðfaranótt laugardags dreymdi mig að flestir Íslendingarnir hérna í Seattle væru að fara eitthvað og ég átti að passa krakkaskrílinn. Ég vaknaði því út úr stressuð yfir því að hafa ekki hugmynd um hvernig ég ætti að hafa ofan af fyrir þeim......svo áttaði ég mig á því að þetta var víst bara draumur. Krakkana hitta ég svo alla um helgina, Jóhann og ''Ei Bí'' (kanarnir geta ekki sagt Aðalbjörg) komu og vökvuðu garðinn fyrir mig og í dag droppuðu Gunnar og Evgenía við í Cider með strákana sína. Það er alltaf gaman að fá gesti !!!
Draumurinn rætist því að hluta nema það sjálfsögðu þurfti ég ekkert að hafa fyrir þessum elskum, það eru allir velkomnir í strætið. Oscar heldur að þetta sé eggja hljóð að dreyma börn, hummm veit ekki hvað skal segja.
Oscar gerði geggjaðan pastarétt á fimmtudaginn svona til þess að tryggja að Kúkkí myndi koma aftur til okkar og einsog námsmönnum sæmir var hann kláraðuð þó hann endist nokkrar máltíðir. Í kvöld var svo komin tími á grillið og kjöt, afvelta af kjötáti ætlum við svo að leggjast yfir endursýninguna á formúlunni.
Þið sem voruð búin að kjafta í mig úrslitunum er fyrirgefið enda vonlaust fyrir ykkur að vita að upptakan hafi klikkað í nótt, þó ég viti ekki nákvæmlega hvernig hún fór heyrist mér stefna í góða keppni !!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 8:49 e.h.
|
 |