|
|
laugardagur, júlí 05, 2003
Ég er komin heim í heiðadalinn, ég er komin heim með slitna skó !!!!!
Það er meira að segja eitthvað pínulítið til þessu, mínir ástkæru Sambas skór voru nefnilega úrskurðaðir ónýtir eftir ferðlagið en hvað um það. Nú er svo langt síðan að ég skrifaði nokkuð að ég veit vart hvar skal byrja ? Ég reyni að finna einhverja byrjun en ælta þó að segja strax að ég geri varla ráð fyrir að geta komið þessu frá mér þannig að úr verði samfeld, skiljanleg frásögn.
Ég er sem sagt ný komin heim til Seattle eftir þriggja vikna frægðarför til Evrópu. Fyrsta stop var náttúrulega miðpunktur alls, í miðju Atlantshafi, hið ástkæra Ísland. Ég ákvað nú samt að kynna mér lítillega nokkra flugvelli fyrst og fór því héðan til höfðurstaðarins, D.C. og svo gengum London til Íslands. Vissu þið að það er hægt að komast í sturtu í biðsalnum í London ? Alger snilld skal ég segja ykkur, það er eiginilega akkúrat það sem ég þurfti allavega þegar ég kom þangð. Eins og oft vill verða með mig var ég ögn sein fyrir í upphafi þessarar ferðar, á íslensku: ég vaknaði við sjálfvirka símhringingu frá leigurbílastöðinni sem tilkynnt mér að bílinn væri mættur, gaman af því.
Annars fann ég alveg skotheldaleið til þess að næla mér í karlmann á þessu ferðalagi mínu. Þannig var að ég tók með mér rafmagnsgítar fyrir frænda Kúkkí's og það virtist svínvirka. Endalaust voru karlmenn að koma upp að mér að ræða um gítarinn. Í London, til dæmis var ekki svefnfriður þá rúmu fimm klukkutíma sem ég beið þar, í hvert skipti sem ég var við það að dotta pikkaði einhver í mig, is this your gitar ? Verst ég veit ekki neitt um hljóðfærið og var því eiginileg afskaplega feginn að við slökuðum á öllum strengjunum fyrir ferðina, það hefði verið frekar hallærislegt ef í ljós hefði komið að ég veit vart hvernig á að halda á gripnum.
En nú er sem sagt planið að kaupa sér gítartösku. Eitthvað var Oscar að tjá sig um að kona með bassa væri ennþá flottari en kona með gítar en ég veit ekki hvað skal segja, ég myndi ekki þekkja muninn á töskunum allavega.
Á Íslandi heimsótti ég gamlar slóðir, settist inní Tæknigarð og endurmenntunarstofnu á ráðstefnu um vetnissamfélagið og flest það sem tengist því. Að mörguleiti áhugaverð ráðstefna. Oft líka skemmtilegt að hlust á gömlu prófessorana síðan í efnafræðinni halda fyrirlestur á ensku. Skemmtilegasti og sjálfsagt gagnlegasti hluti ráðstefnunnar voru samt matar og kaffihlé auk barferða á kvöldin. Mér fannst það raunar orðið svolítið sorglegt þegar ég fór út á kaffihús með Stínu kvöldið áður en ég fór út aftur að eina fólkið sem ég þekkti voru einmitt útlendingar af ráðstefnunni.
Þótt ráðstefnan hafi vissulega tekið stóran hluta af tíminum heima gafst smá tími til þess að hitta vini og kunningja, þó voru alltof margir sem ég náði ekki að sjá...............sé ykkur vonandi í næstu heimsókn. Kínafararnir héldu uppá 10 ára afmæli, það er alveg ótrúlegt að hugsa til þess að það séu tíu ár síðan ég var í Kína, eins og ég er barnung ??? Svona líður tíminn hratt stundum.
Ég stoppaði sem sagt í tæpa viku heima og fór síðan á spesol ( Special Olympics ) á Írlandi í tvær vikur. Það var í alla staði frábærlega heppnuð ferð og ætla ég að segja betur frá henni síðar, kannski bara þegar ég er búin að fá einhverjar myndir.
Hér í seseamestræti eru hlutirnir að komast í fastar skorður aftur, Kúkkí er komin heim frá Miami og byrjuð í sumarkúrsunum sínum, það stefnir í stíft misseri hjá henni. Oscar er að fara í generals í lok júlí sem er einn stæðsti prófsteinninn í doktorsnáminu svo hann hefur nóg að gera líka. Ég er hinsvegar bara að dúlla mér í þessu sama og undanfarið, er það ekki yndislegt ?
jæja farin í bíó á þessu yndæla laugardagskvöldi, ég held að það sé einhver hasarmynd sem við stefnum á en það kemur allt í ljós.
kveðja
BB
posted by Big Bird a.k.a. BB 8:08 e.h.
|
 |