|
|
miðvikudagur, maí 21, 2003
Vera mín hér hef stór aukið virðingu mína fyrir starfsgrein meindýraeyða. Þegar vorar fer fjölfætlingum mjög að fjölga og allskyns vefir virðast vera hreinlega út um allt. Hingað til hefur verkefnaskipting verið mjög skýr í þessum málum og er til viðmiðunar notað hlutfall af stærð. Þessi skipting hentað mér mjög vel, enda margar köngulær ansi vígalegar og teljast því hlutfallslega alltof stórar fyrir mig. Aumingja Oscar.........
Síðustu daga hafa hinsvegar furðuleg, pínulítil kvikind verið að koma sér fyrir í örðum garðstólnum okkar. Þetta eru brúnleit kvikindi, pínulitil og virðast spinna vefi næstum á ljóshraða. Það versta við þær er náttúrulega að manni klæjar allsstaðar eftir að berjast við þær, manni finnist þær hreinlega vera út um allt, þó svo ég efist stórlega um að nokkur þeirra hafi komist lífs af úr síðustu árás minni.
Tréin skarta sýnum fínasta og hafa meira að segja sett um marglita, hreyfanlega skrautmuni. Ekki vissi ég að þúsundfætlur gætu orðið svona stórar...
Annars er náttúrulega tilvalið að hafa smá pöddusögu núna, mamma er nefnilega mikil skordýra vinur eða þannig, en hún er einmitt að koma hingað á morgun. Henni tekst því sjálfsagt að renna augnum yfir þetta áður en hún leggur af stað.
Já hún getur þá hlakkað til að fræðast um skordýraríki framandi landa.
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:16 e.h.
þriðjudagur, maí 20, 2003
Lang þráður þriðjudagur er upprunnin og það sem meira er langt komin. Í dag hélt ég einmitt fyrirlesturinn fyrir masters prófið, þetta er eitt af því sem ég hef hlakkað lengi til, þ.e. að vera búin. Það er ótrúlegt hvað það getur verið lýgjandi að hafa svona nokkuð hangandi yfir sér en nú er það afstaðið. Ég, og sjálfsagt aðrir íbúar sesamestrætis, geta því dregið andann ögn léttar.
Það er samt hálf fúlt að þegar maður er búin með prófið dregur sólin sig í hlé og það fer að rigna í staðinn, er það annars ekki alltaf þannig að góða veðrið er akkúrat meðan maður er í prófum.
Annars eru fréttir vikunnar í mínum vinahópa að Gunni varð fyrstur okkar spila/leik félaganna til að verða pabbi. Æðislega sæt stelpa, Arndís Dúna, fædd í Californiu á þjóðhátíðardegi norðmanna, 17 apríl.
Til hamingju Gunni og Solla : )
posted by Big Bird a.k.a. BB 7:44 e.h.
sunnudagur, maí 18, 2003
Það hlaut að koma að því að við færum á djamm.
Laugardagurinn fór róglega af stað, ég og Kúkkí höfðum boðið okkur fram í að svara spurningum bandaríkskranema sem voru á leið til Íslands, ýmist í nokkrar vikur eða heilt ár. Að loknu því spurningarflóði vorum við enn sannfærðari en áður um að kanarnir eru klikk.
Umræðan snérist mest megnis um verðlag og áfengi. Menn ræddu sín á milli hvernig smylga mætti áfengi og hversu mikinn mat og þá aðallega Raman nudels menn ætluðu að taka með sér. Við reyndum að benda þeim á að Raman nudels og ýmislegt annað matarkyns væri til á Íslandi og að fyrir tveggja vikna dvöl í Reykjavík myndi tollurinn sjálfsagt duga meðal kananum. Svo er líka hægt að fara í ÁTVR. Spurningar um stúdenta afslætti og slíkt komu ekki mikið á óvart en meira þó sá misskilningur karlmanns milli tritugs og fertugs að hann gæti fengið Íslendinga til þess að bjóða sér í glas ef hann talaði um Ísland við þá. Hann verður sjálfsagt fyrir vonbrigðum þegar hann kemst að því að Íslendingar eru almennt ekkert sérstaklega gjafmildir á vín.
Eftir að hafa skipað könunum að fara í sundlaugarnar og á hestbak fórum við að búa okkur undir partý helgarinnar. Evgenía átti nefnilega afmæli og boð til heljarinnar grillveislu að því tilefni. Þar var glatt á hjalla eins og jafnan þegar Íslendingar koma saman. Árni mætti með gítarinn og Sofía var búin að taka saman söngtexta svo það var ekki tekið sem gildi afsökun að kunna ekki textana. Eftir að hafa sungið um blá skugga, beljurnar á bjarnastöðum, ljóman og fleira var haldið í Scan house. Einhverra hlutavegna virðast partý oft enda þar þó svo upphaflega partýið hafi verið í hinum enda bæjarins.
Gleðin í scan house endist fram undir morgun eins og svo oft áður svo við vorum rétt sofnuð þegar tími var komin á sólbað.
Það er komið sumar, sól í heiði skýn..........
sólbrennd og sæt erum við svo sest fyrir framan tölvurnar og nú á víst að gera eitthvað í vinnutapinu frá í gærkvöld.
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:06 e.h.
|
 |