|
|
föstudagur, maí 16, 2003
Nú er ég alveg hætt að skilja. Ég vaknaði í morgun um það bil 5 mínútum áður en Lóbós kom að sækja mig og náði því að slá út eldra met í sturtu hraða. Það met átti ég að sjálfsögðu sjálf enda verð ég seint sökuð um að vera mjög árrisinn nema að brýnni nauðsyn. Oscar er hinsvegar farinn að þekkja sitt heima fólk og vissi að það myndi sjálfsagt vekja mikla lukku að hella uppá kaffi þennan morgun. Ég held svei mér þá að ég hefði ekki komist niður stigan í morgun ef ekki hefði verið fyrir kaffi ilminn sem tók á móti mér.
Ástæðan fyrir þessum geysi mikla ferskleika er í fysta lagi sá að ég er með harðsperrur dauðans. Ég lét gabba mig í skvass á miðvikudaginn og þar sem ég vildi náttúrulega ekki hætt fyrr en ég væri yfir og andstæðingurinn mun betri en ég tók þetta um það bil 2 tíma. Ég var því gersamlega útkeyrð þegar ég fór að sjá Matrix.....ég bara varð að koma því að !!!!!
Það var bara ekkert föstudagsskap í gangi í morgun heldur, frekar svona miðvikudagur. Sennilega er það bara óskhyggja, miðvikudagar eru nefnilega svo skemmtilegri. Væri ekki hægt að sameinast um það að hafa bara miðvikudag í dag svo við græðum öll tvo daga ?
Það fær allavega mitt atkvæði.
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:22 e.h.
miðvikudagur, maí 14, 2003
Halló allir saman!!!!
Ég var að vafra á netinu áðan, jamm bara að eyða tímanum þar til ég fer að sjá Matrix reloaded og ég brá mér inn á geðræktarheimasíðuna. Já ég bara hreinlega verð að setja hér á síðuna heilræði þeirra fyrir vikuna......humm er það ritstuldur?
Geðkorn vikunnar: Reyndu að sjá skoplegu hliðina á málunum
Það er mikilvægt að taka sig ekki of hátíðlega og vera fær um að sjá skoplegu hliðina á sjálfum sér. Að geta hlegið af sjálfum sér getur komið í veg fyrir að við gerum of mikið úr smámálum. Hafðu húmor fyrir sjálfum þér en gættu jafnframt að því að gera ekki grín að öðrum.
Góðar skoplegar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 7:15 e.h.
Það eru komnar fleiri nýjar myndir !!!
Það mætti jafnvel halda að ég nennti ekki að gera heimadæmin mín fyrir morgundagin : )
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:14 f.h.
þriðjudagur, maí 13, 2003
Ýmsir hafa veitt herraklippingu Oscars athygli ( fyrir þá sem aldrei sáu hið marg um rædda tagl er bent á eldri myndir á þessari síðu eða persónulega síðu Oscars. Svo fræg er þessi klipping orðin að aðrir blöggar hafa gert hana að umræðuefni, það gerði allavega Danmerkur búinn Sammi.
Við Kúkkí höfðum hinsvegar ekki farið í klippingu nýlega enda getur það verið mjög áhættu samt hér í landi. Margur hefur farið illa út úr viðskiptum sínum við misfærar hárgreiðsludömur hér. Mín fyrsta reynsla endaði til dæmis með sítt að aftan, vel blásna vængi og púffaðan topp...............já það var stórglæsilegt, minnti einna helst á Leiðarljós eða húsmæður úr hjólhýsahverfum ''Kentöký''. Það var því mitt fyrsta verk þegar ég kom heim til Íslands að láta kippa því í lag, nánast hvert hár á hausnum fékk að fjúka í þeirri björgunaraðgerð. Þar sem oft líða margir mánuðir milli ferða til Íslands verður maður víst að spila með í þessu klippihappdrætti, allavega virðist Oscar hafa fundið stað vænlegan til vinnings svo það er aldrei að vita nema maður taki áhættuna áður en maður hættir alveg að sjá út.
posted by Big Bird a.k.a. BB 4:44 e.h.
mánudagur, maí 12, 2003
Það eru komnar nýjar myndir.......segið svo að maður vinni ekki best undir pressu ; )
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:22 f.h.
sunnudagur, maí 11, 2003
Mér finnst stundum pínu gaman að hugsa út í hvað það er sem er ólíkt hér og heima. Fyrir utan það augljósa eins og tungumálið og veðrið eru það aðallega allir þessu litlu hlutir. En það er ekki bara okkur sem finnst kanarnir stundum skrítnir heldur finnst þeim við alveg stórfurðuleg á köflum. Hinn sígildi ágreiningur um hvort sé furðulegra að setja sultu og brauðost á brauð eða sultu og hnetusmjör en nokkuð sem ég tel að við komust aldrei til botns í. Lobos bara gapti og sagðu nei takk þegar Kúkkí var búin að bjóða honum heim í plokkfisk og útskýra fyrir honum matreiðsluna. Svo er þetta með soðnu kartöflunar sem við virðumst að minnst kosti eiga sameiginilegt með dönum en kannski ekki mörgum öðrum. Af þessum ástæðum og reyndar nokkrum fleirum erum við oft kallaðar ,,crazy icelandars'' (einhverra hluta vegna sleppur Oscar við þann frekar vafasama titil ?? ) og erum við alveg hættar að kippa okkur upp við það. Í dag er ég til dæmis að ýta ennþá frekar undir þennan orðróm, þar sem ég sit inni á skrifstofu á sólríkum sunnudagi er að vinna og hlusta á Megas.
Mörgum Íslendingum finnist það sjálfsagt nógu skrýtið en hvernig ætli Megas hljómi í eyrum Indverja ???? Indversk dægurtónlist hljómar allavega mjög furðulega fyrir mér og þó held ég að skrifstofufélagi minn hlusti á svona ,,fm'' indverska dægurtónlist en Megas held ég verði seint spilaður á fm eða x-inu.
Að lokum bara að setja smá pressu á sjálfan mig ætla ég hér með að lofa að fara að setja inn myndir fljótlega, maður er eiginilega alveg búin að gleyma síðahárinum á Oscar en fæstir hafa þó séð það. Allavega það fara að koma myndir fljótlega.
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:16 e.h.
|
 |