|
|
föstudagur, apríl 04, 2003
Föstudagur og enn ekkert plan komið fyrir helgina. Reyndar kom upp sú hugmynd að bregða sér í dýragarðinn og skoða týgrisdýra ungana, svona litlar sætar bröndóttar kisur með stórar vígtennur. Einhver talaði um softball æfingu og svo þetta venjulega maður ætti sjálfsagt að vera að vinna. Svo á Oscar náttúrulega afmæli á sunnudaginn svo við gerum okkur sjálfsagt daga mun þá líka. Þvílíkt þversögn við höfum þéttskipaða dagskrá fyrir helgina sýnist mér bara.
Annars var enn ein litunar samkoman á miðvikudaginn, í þetta skiptið tók Ragnhildur þátt í gleðskapnum og ég held barasta að okkur hafi tekist ágætlega upp. Í gærkvöldi fórum við svo á söngleikinn Vesalingana, þetta var stór skemmtileg sýning í alla staði. Þetta var líka í fyrsta skipti sem ég fer eitthvað í þessu landi þar sem ég sé fólk almennt uppá klætt og margir hverjir meira að segja bara nokkuð vel til fara. Ég var hinsvegar lúði samkomunnar með skólatöskuna á bakinu, já það var víst á dagskráninni að vinna eitthvað þegar maður kæmi heim.
Ég er alveg hætt að skilja dress kódan hérna, þú ferð í bíó, á kaffihús og á djammið bara eins og þú stendur. Fólk mætir beint úr skólanum í partý svo ekki er mikið lagt uppúr fínerí heitnum þar. Þegar við fórum og sáum Fríðu og Dýrið voru fæstir eitthvað uppá klæddir en í gær voru það allir. Ætli það hafi eitthvað með sýninguna að gera eða er það byggingin, maður fer alltaf þokkalega til fara í Þjóðleikhúsið en kannski ekki eins fín í Loftkastalan eða hvað ?
Já ég bíð bara spennt eftir Stomps sem ég held að sé á sama stað og Sigurrósar tónleikarnir voru á sínum tíma. Þá minnti klæðaburðurinn ansi mikið á götur London sem var mjög viðeigandi svo kannski verður Charles Dickens thema á Stopms, maður veit víst aldrei.
Annars voru ansi sniðugar leiðbeiningar í leikskráni sem við fengum í gær, ekki tala eða syngja með, taktu bréfið utan af hálstöflunum fyrirfram, slökktu á gsm símann og stilltu ilmvatni og rakspíra í hóf því margir hafi ofnæmi fyrir slíku. Allt saman góðar og gildar ábendingar en hefði ekki verið sniðugt að benta á þetta aðeins fyrr. Ég fann til dæmis enga sturtu aðstöðu fyrir þá sem höfðu ''gluðað'' á sig fullt af ilmvatni áður en þeir komu ???
Bara svona að velta þessu fyrir mér.....
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:21 f.h.
miðvikudagur, apríl 02, 2003
Það var ýmislegt á dagskráni fyrir daginn í gær en eitthvað varð nú lítið úr því. Skýrslan mín kláraðist ekki enda tveir dagar og tvær nætur þar til ég þarf að skila henni svo ekkert liggur á.
Við hefðum líka getað gert aðra atrennu að kvikmyndahátíðinni en eftir æilega útreið á mánudaginn var ákveðið að fara frekar á softball æfingu. Já trúi því hver sem vill, ég og Kúkkí erum í softball liðinu, hvernig ætli sá leikur virki ? Er þetta ekki einhverskonar kíló með kylfum eða hvað.........
Við fórum sem sagt ekki á æfinguna enda myndum við vonandi vita út á hvað þetta gengi ef við hefðum gert það, það var nefnilega rigning og það réðum við ekki við. Fórum frekar og sprikluðum aðeins í ræktinn eða fórum í gufu, gufa er líka líkamsrækt ekki sagt.
Í gærkvöldi kveikti Oscar svo upp í arninum og við sátum í stofunni, drukkum kaffi og spáðum í spil. Um spádómana verður lítið sagt en það er ljóst að ég á mér ekkert lif ekkert fólk eða ferðalög í mínum spilum haldið þið að það sé púkó.
Annars er staðan 1-1 í baráttu Oscars og áttfætlinganna, einni tókst nefnilega að blikka hann í gær svo hann bar hana út á örmum sér hin var með kjaft og fékk því að kenna á því.
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:17 f.h.
þriðjudagur, apríl 01, 2003
Við ákváðum í gær að gerast menningarleg og fara á Nordisk film festval. Það áttu víst að sýna tvær heimildamyndir, eina danska og aðra norska. Sú norska varð fyrir valinu einfaldlega því hún var sýnd seinna. Þegar við vorum komin á staðinn var okkur hinsvegar tilkynnt að norska myndin hafi ekki borist en í staðin væri sýnd finnsk mynd. Það sem við vorum komin á staðin og í menningar hug ákváðum við að láta slag standa og kíkja á finnsku myndina.
Því líkt og annað eins.............. eftir á að hyggja var ekkert skrítið að kynnirinn hafi ekki getað mælt með myndinni heldur lét okkur það alveg eftir að dæma hana. Ég held sveim mér þá að bæði leikstjórinn og handritshöfundurinn hafi verið á ansi góðu sýru trippi allan vinnslutíman og sjálfsagt lengur. Annars held ég að samferða félagar mínir, Kúkkí, Oscar og Ragnhildur séu betri til frásagnar enda gat ég ekki einu sinni haldið mér vakandi allan tíma. Svo var Kúkkí eitthvað að reyna að halda því fram að hún hafi eitthvað skilið í þessu rulgi, ég stór efa að nokkur maður hafi gert það.
En soundtrakið var ''æðislegt'', teknó og euróvision tónlist að ógleymdu '' don't turn around now because you are not welcome any more'' laginu á finnsku !!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:13 f.h.
|
 |