|
|
miðvikudagur, mars 26, 2003
Mér datt það nú í hug í gær þegar ég var að tala segja vinum mínum frá myndinni sem ég fór að sjá á sunnudaginn að ég gleymdi alveg að segja ykkur frá því að áður en myndin hófst var sýnd stuttmynd sem heitir: The final flight of the Osiris. Þegar grænir stafirnir fóru að flæða á skjánum var ekki laust við að ég missti andann um stund. Já lengi höfum við þurft að bíða eftir nýrri Matrix mynd en sú bið er á enda í Maí skilst mér og hvílík gleði verður þá. Þetta tölvugerða myndbrot bara æsti upp eftirvæntinguna.
Þetta höfðu snillingarnir á mbl.is um myndina að segja:
Lokaflug Osiris er nokkurs konar forleikur að "The Matrix Reloaded" og er ekki að spurja að því að þeir sem séð hafa halda varla vatni yfir mikilfenglegri umgjörð og spennandi söguþræði.
Mér skilst að það verði framleiddar 9 stuttar teiknimyndir sem ganga undir samheitinu "The Animatrix" til að stytta okkur stundir þar til í maí. Svo þorir þú að taka rauðu pilluna og kíkja á þær myndir sem eru komnar á netið eða viltu bláu pilluna og vera í öryggi vissunnar um að það sé allt sem sýnist?
What is the Matrix.......?
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:01 e.h.
þriðjudagur, mars 25, 2003
Já nú er fokið í flest skjól þykir mér....hvað haldið þið? jú ég bara vaknaði annan daginn í röð kl 9 að morgni í fríinu mínu. Þetta er auðvitað ekki hægt...í gær vaknaði ég snemma til að keyra prófessorinn á flugvöllinn og í morgun hringdi einhver sölumaður kl 9. Já þið getið nú rétt ímyndað ykkur hvort ég var ekki alveg til í að kaupa eitthvað rugl af honum. NEI Ó NEI ég gerði það nú ekki og bað nú manninn að líta á klukkuna sína næst er hann hringir á vesturströndina. Ætli þeir kunni ekki á klukku þarna á austurströndinni? ja allavega víla þeir það ekkert fyrir sér að herja á okkur svefndrukknu vesturstrandarbúa um miðja nótt, já það er mið nótt kl 9 að morgni...hihihi. Hingað til hef ég nú getað skriðið aftur upp í rúm eftir svona truflun og sofnað fast til hádegis en það var bara ekki að gerast í dag.....mér detta í hug orð vina minna sem oft kenna ellinni um breytingar í lífi sínu. Já ætli ég sé bara að verða gömul? Annars sagði ég nú alltaf að maður gæti sofið þegar maður verður gamall en það er greinilega ekki svo héðan í frá ætla ég að nýta hverja þá stund sem ég get til svefns.
Í gær var ég ferðamaður í eigin borg. Ég byrjaði ferðamennskuna á því að fara á Háskólalóðina til að sjá gömlu Kirstuberjatrén sem skarta sínu fegursta núna og í sólinni í gær var tilvalið að fara og njóta þeirra. Þau eru kræklótt og með stóra laufkrónu og núna blómsta þau fölbleikum blómum svo minnir á litla ljósbleika bómullarhnoðra. Ekki var laust við að mig langaði til að leggjast í eina krónuna og vera þar. ooohhh, það er svo erfitt að koma þessu í orð þannig að þið verðið bara að sjá þetta sjálf. Já fallegt finnst þér ekki?
Svo tók ég strætó niður í International district sem er Kína hverfið hér í Seattle. Þar rölti ég um og fór svo inn stórmarkað sem þar er. Hihihi, mér finnst alltaf jafn fyndið að fara inn í svona matarbúðir, þar er fullt af vörum sem maður hefur aldrei séð og til að kóróna þetta allt er það allt merkt á útlensku. Ég fór þó út með eitthvað smotterí í poka, ávöxt sem ég veit að er góður en get með engu móti munað hvað heitir og svo kókóshnetumjólk til að setja út í bréfasúpuna sem ég keypti til að prófa. Humm, sjáum hvort Oscar er til í að prófa þetta. Já og svo fór ég bara heim undir lágnættið og dundaði mér við að skrifa tölvupóst og surfa netið.
Og nú er ég farin aftur af stað, nokkur söfn sem ég þarf að skoða.
Þar til næst, Góðar Stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:08 f.h.
sunnudagur, mars 23, 2003
Ja BB stóð við orð sín og tók rigninguna með sér, alla vega þegar ég vaknaði í morgun skein sólin og hvergi ský að sjá á himni. Kærar kveðjur sendi ég þér BB en jafn framt minni ég þig á að skilja hana nú eftir, ekki pakka henni í töskuna og koma með hana aftur hingað. Þess ber þó að geta að eins og Íslendinga er siður þá breyttist áætlunin smávegis því prófessorinn fór ekki með í ferðalagið í morgun heldur varð að fresta för sinni um einn dag og verður nú að segjast að það setti nú strik í reikinginn hjá mér. Já eitthvað var ég búin að hóta því að nota tímann minn vel og dansa nakin í stofunni en varð víst að fresta því um óákveðinn tíma þar sem ég er ekki ein í húsinu. Svo að ég bara fór í miðdegisbíó með Miss Tampa. Hummm, ég ætla nú aðeins að leiðrétta smá misskilning sem að ég veit að föðurfjölskyldan heldur um mig: Ég þjáist ekki af ÁVals Heilkennunum sem versna í Ný-Sjálensku loftslagi......nei það var Miss Tampa sem vildi fara á ódýru miðdegissýnguna!!! ;) Þetta var hins vegar athyglisverð mynd unnin upp úr bók eftir Stephen King.....og hann klikkaði ekkert í þessari sögu....öll dularfullheitin voru á sínum stað og svona nettur geimveru fílingur í myndinni. Já bara hreinlega hin ágætasta afþreying fyrir námsþreyttan heila.
Svo fór ég nú bara heim í Strætið til að undirbúa mig fyrir Óskarsverðlaunahátíðina sem þrátt fyrir ófriðartíma var haldin með glans í kvöld. Það vantaði ekkert upp á glamúrinn og fallega fólkið en mest spennandi fannst mér að fylgjast með því hvort allir myndu ,,Hlýða'' og vera ekki með neinar athugasemdir um stríðið í Írak. Því í ,,Landi hinna frjálsu'' má jú ekki tala um það sem maður vill ef að það er í beinni útsendingu. Hátíðin fór vel af stað og enginn minntist orði á stríðið en svo kom að því að veita verðlaun fyrir bestu heimildarmyndina og verðlaunahafinn fór upp á sviðið, bauð öllum hinum heimildarmyndatökumönnunum með sér á sviðið og svo bara dissaði hann Forsetann og gáfnafar hans. Já og eina sem Akademian gat gert var að hækka í tónlistinni og draga hljóðnemann niður.....ég meina við hverju bjóst fólk af heimildarmynda-gerðarmönnum, að þeir bara væru til í að stökkva inn i glansmyndapakka Hollywood og láta sem ekkert sé? Já ég verð að segja að ég ber virðingu fyrir þessum mönnum að standa við sannfæringu sína, ekki allir sem þora því hér í ,,Landi hinna frjálsu''. Hins vegar fannst mér Adrien Brody, óskarsverðlaunahafinn fyrir besta karlhlutverkið standa sig vel þegar hann bað hvaða þann æðri mátt sem fólk í heiminum tryði á að hjálpa okkur núna....já oft er þörf en nú er nauðsyn.
Og með þetta allt í huga fór ég að glugga í nokkur ljóð og rakst á eitt eftir Stein Steinar sem fékk mig til að hugsa og læt ég lítinn bút fylgja með hér
Hin mikla gjöf
.... margt getur skeð. Og nú er heimsstríð háð, og hönd hvers manns er kreppt um stál og blý. En eitt er til, sem ei með vopni er náð, þótt allra landa herir sæki að því.
Það stendur af sér allra veðra gný í annarlegri þrjózku, veilt og hálft, með ólán sitt og afglöp forn og ný, hinn einskisverði maður: Lífið sjálft.
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:32 e.h.
|
 |