|
|
föstudagur, janúar 24, 2003
Wedderinn er svo flottur, ég sit inn á labbi og reyni að láta nýja Pearl Jam diskinn yfirgnæfa lætinn i vaccum dælunum og gengur bara vel. Pearl Jam er víst að fara að túra (athyglisvert sagnorð sem flestir skilja en allir vita að er tóm vitleysa og afskræming á okkar annars fallega máli...læt það flakka samt ) fljótlega en engin dagsetning i Seattle ennþá. Við erum náttúrulega búnar að sjá Wedderinn á sviði en ég myndi nú sjálfsagt fara aftur ef tad væri í boði.
Annars er labbið heimili mitt þessa dagana, ég missti meira að segja af ER i gær því ég var að "tilraunast,,. Það var nú samt bara endursýning sem betur fer en ég vissi það ekki og fannst mér ég vel helmingi duglegri fyrir vikið. Nú er superball á sunnudaginn en ég verð að játa að handboltaleikurinn við þjóðverja hljómar meira spennandi, ætli maður fari nú samt ekki og horfi á auglysingarnar lika. Það er nefnilega svo furðulegt ad superball virðist ekki ganga út á fótbolta hérna heldur alveg eins auglysingarnar. Þeir neita ekki einu sinni þegar maður spyr þá hvort þeir ætli að horfa á leikinn eða bara auglysingarnar og replay ef eitthvað gerist...þetta eru nú meiri furðufulgarnir !!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:14 f.h.
miðvikudagur, janúar 22, 2003
Tilraunadagur a labbinu i dag, ta hefur madur allavega nogan tima fyrir framan tolvuna medan kerfid er ad koma ser i gang. Ad tvi tilefni skodadi eg allar dagbaekurnar sem vid hofum tengla a. Uffff tad eru ansi margir aumingja bloggarar tar a medal, nefnum engin nofn. Hinsvegar eru komnar nyjar myndir a siduna hja Hildi og Eva og Torfi (this webside is in English even) standa sig vel med nyju myndavelina. Tad er alltaf svo gaman ad skoda myndir kannski madur kaupi ser svona digital vel tegar madur verdur rikur ? Hvernig er tad annars, nu er eg med olikendum leleg vid ad taka myndir, haldid tid ad tad skani nokkud vid ad fa ser digital vel ???????
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:29 f.h.
þriðjudagur, janúar 21, 2003
Það er komið nýtt veggfóður í sesamestræti, veggfóðrið í stofunni hefur löngum verið umtalað, (síðan hans Andra) en nú höfum við Kúkkí bætt um betur, það er komið kort af Ameríku á vegginn. Þetta er ekkert smá kort og þekur eina lausa vegginn hérna á efri hæðinni, fylkinn eru lituð í mismunandi litum til þess að auðvelda okkur verkið, já nú skal læra fylkin. Það er sem betur fer ekki komin prófdagur ennþá en hvað vitið þið um USA ? Stæðast og minnst fylki Bandríkjanna (kúkkí vildi hafa stórt B og er sjálf skrifuð með lítlu í staðin) til dæmis ? Þar sem að við erum byrjaðar að hvetja ykkur til að auk þekkingu ykkar á US þá er líka tilvalið fyrir ykkur að kíkja á tölfræði upplýsingar um borgina sem við búum í. Oft höfum við verið spurðar um íbúafjöldan hér í Seattle og viti menn, Oscar tók sig til í dag og fann allar slíkar upplýsingar hér. Eitt erum við þó hrikalega fúl með, já þess er hvergi getið á þessari síðu að Íslendingar búi í Seattle og leyfum við okkur að fullyrða að þeir séu all margir. Hvað er það, vilja borgarbúar halda því leyndu? erum við ekki nógu merkileg á alþjóðavísu? vita Þeir ekki að við Íslendingar RÚLUM? Iss piss þetta eru bara vitleysingar, hvað þarf maður að gera til að komast í þing hér? hum veit einhver það? ég skal koma okkur Víkingum á blaðið!!!!
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:10 e.h.
mánudagur, janúar 20, 2003
Í dag er Martin Luther King dagurinn hérna í USA, hvað þýðir það, jú frí í skólanum á mánudegi. Ekki að það skipti okkur öllu máli en það er samt gott að vita af því. Helgin var annars bara með róglegra móti fyrir utan föstudaginn kannski ?? Okkur tókst þó að klára mest allt það sem við höfðum ætlað okkur, þvo húsið og þvottinn og slappa pínu af. Eftir skoðunarferð á ströndina á laugardaginn fórum við til að mynda í ''mission,, út á vídeóleigu og tókum þar þrjár myndir: K19 (stjörnu ''preformance,, hjá Ingvari Sigurðssyni og Harrison Ford), Signs (spennandi mynd en diskurinn rispaður í mestu spennuatriðunum) og John Q. Það tók náttúrulega töluverðan hluta af helginni að horfa á þetta allt saman en sum okkar (undirrituð nánar tiltekið) notaði dauðtímann í myndunum vel til þess að vinna upp tapað svefn. Ætli maður sé að verða svona gamall eða hvað???
Nú er hinsvegar ný vika framundan og nóg að gera, væri ekki skynsamlegt að fara að byrjað á hverju í hrúgunni....það gengur víst lítð á hana örðuvísi ;)
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:52 f.h.
|
 |