|
|
laugardagur, janúar 18, 2003
Hitinn er komin á og við því komin úr ullasokkunum og búin að taka niður húfurnar. Að því tilefni skunduðum við yfir í scan house í partý. Þangað fórum við Íslendingarnir og miss Tampa, hún kom með í námsleiðangur og sóttist námið bara mjög vel. Að sjálfsögðu var boðið upp á allan þann vibba sem íslensk og dönsk ''drykkjumenning,, hefur upp á að bjóða, brennivín, hvannarótarvín og fleira. Í dag er hinsvegar einn af þessum sjálfskipuðu frídögum, bara hanga og gera sem minnst. Kannski maður hengi uppúr eins og einni þvottavél eða bíður bara með það til morguns það er líka möguleiki...... svo eru víst ógerð heimadæmi og ólesnar greinar á flestum borðum hér innan dyra, bara gaman af því.
posted by Big Bird a.k.a. BB 4:22 e.h.
föstudagur, janúar 17, 2003
Ég held ég neyðist víst til þess að segja örfá orð um körfuboltaleikinn, er það ekki ? Þetta byrjaði náttúrulega vel því liðunum var ætlað að mæta í samlitum búningum og það gerðum við. Fyrir mótherjana reyndist það hinsvegar of flókið svo annað liðið varð að vera í þessum skemmtilegu gulu vestum. Dómarinn valdi okkur bara svona að handahófi þó að við værum öll í sama lit, já við sáum strax í hvað stemmdi, dómarinn var okkur ekki hliðhollur og því fór sem fór. Við steinlágum ! Það gæti hafa verið hinu liðinu til framdráttar að þau virtust vita hvað þau eru gera, voru með skipulag og svo skoruðu þau í nánast hverri sókn. Ætli ég verði ekki bara að játa að við áttum ekki séns, það var þá ekki dómurunum að kenna heldur voru þau bara miklu betri.
Það var hinsvegar ferlega kósý að komast heim eftir leikinn, Oscar var búin að kveikja upp í arninum og Kúkkí komin með snakkið fyrir ER. Eg skildi nú ekkert hvernig stóð á öllum þessu kósí heitum hélt reyndar að ég hefði gleymt afmæli eða eitthvað en nei svo gott var það ekki. Kyndingin er komin í síðbúið jólafrí, það er því svona útilegu/sumarbústaða stemmning í gangi. Teppi, föðurland, ullasokkar (eins gott að þeir komu með) og sennilega bara húfa. Hvað ætli verði svo kalt í nótt ? Skemmtilegastu verður þó morguninn, maður er nú nógu stirður fram úr samt.
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:49 f.h.
fimmtudagur, janúar 16, 2003
Við fórum í íslendinga bíó í gær, reyndar var það út í Fjarskanistan en við lét það nú ekki á okkur fá, "bússinn,, kom okkur á staðinn. Það var sem sagt verið að sýna Í skóm drekans, leikstjórinn, aðal persónan og móðir hennar (sem einnig leikur stórt hlutverk í myndinni ) komu á sýninguna. Ég hafði heyrt að myndin hefði fengið misjafna dóma heima en ég var nú bara ánægð með hana. Skemmtilegt að fá smá kynningu á þessum feguðar bransa og það er alltaf gaman þegar kunnulegum andlitum/stöðum bregður fyrir.
Í kvöld er hinsvegar fyrsti körfuboltaleikur co-ed liðsins, þ.e. blandað lið karla og kvenna. Þetta verður ekki auðvelt því að við mætum sigurvegurunum síðan í fyrra í fyrsta leik. Við mætum nú samt óbanginn til leiks allavega reynum við að láta líta út fyrir það. Stráka liðinu tókst að vinna sinn fyrsta leik svo við verðum að minnsta kosti að reyna.
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:09 e.h.
miðvikudagur, janúar 15, 2003
Það hlýtur að vera lægð yfir Seattle þessa dagana, því svona gömul erum við ekki orðin !!!! Það er þó ögn á skjön við þá kenningu að hér er heiður himinn og blanka logn, furðulegt. Það var sem sagt ekkert sérstaklega hátt á okkur risið þegar við loksins drösluðumst heim þó klukkan væri ekki nema rétt um átta. Það er ekki eins og maður sé neitt geðveikt aktívur ætli það sé ekki einmitt málið. Ef maður færi oftar í ræktina og þá gæti maður kannski vakað lengur frameftir og verður ferskari á morgnanna. Annars er kaninn bara ansi hreint ferskur á morgnanna, smiðirnir í nýbygginunni beint á móti okkur voru byrjaðir að bera og djöflast fyrir allar aldir langt á undan vekjaraklukkunni minni allavega.
Ef það eru einhverjir sem vita ekki enn hvað settlers er það er það sem sagt snildar borðspil, Settlers of Catan, er víst til á dönsku, þýsku, ensku og nú nýlegar á íslensku. Hér er þetta spilað alla mánudaga í sesamestreet og ég held að Oscar sé orðið húkk´d líka, nú er bara að reyna að plata Elmo til þess að spila með okkur þá eru komnir 4 spilara !!!!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:11 f.h.
þriðjudagur, janúar 14, 2003
hehemmm, það átti víst að koma í minn hlut að skrifa hér í gær en vegna mikilla anna þá fórst það nú eitthvað fyrir ;o) heheheheheh nei nei ég er bara að plata ykkur, það var ekki mikið að gera hjá mér í gær þó svo að planið fyrir daginn hafi verið gott. Jú jú, ég fór á fætur fyrir allar aldir þar sem að enn hefur okkur ekki tekist almennilega að komast yfir tímamismuninn, já sofnum fyrir kl 21 á kvöldin og upp kl 8, og það átti heldur betur að massa lesturinn um hina ýmsu líkamlegu kvilla sem geta hrjáð okkur mannfólkið. En ekki byrjaði þetta vel, ég var búin að opna bókina (sem er á netbókasafni skólans) er fyrsti vinurinn signaði sig inn á MSN-ið og þá var ekki aftur snúið. Ég pikkaði frá mér allt vit til kl 15 er hávært garnagaulið var farið að trufla svo einbeitingu mína við ,,kjaftavaðalinn'' að ég bara hreinlega varð að fara niður og fá mér að borða. Þá allt í einu mundi ég að nokkur voru verkefnin og m.a. ætlaði ég að finna CVið mitt til að öppdeita það og þá gerðist það!!!!!! Já helv.... tölvan bara faldi það fyrir mér. Ég smellti á ,,Skjölin mín'' til að finna allt, og þá meina ég allt sem ég hef verið að vinna að rafrænt síðustu 3 árin, og shit, ég greip í tómt. Jamm ekkert var í þessari möppu og í gegnum huga mér flugu þessi orð: Hvað hefur helv.... tölvan gert núna? Þetta kann að hljóma frekar undarlega þar sem að ég á ættir mínar að rekja til tölvusénís sem hefur oftar en ekki talað um það við kvöldmatarborðið hvað Notendur eru vitlausir að halda að tölvan geri eitthvað sjálf, hún gerir bara það sem þeir segja henni að gera. Og nú var ég allt í einu stödd í martröð Notandans, allt horfið og ég hafið ekki hugmynd um hvernig, ekki var ég að messa neitt í tölvunni!!!! Ég rétt náði að forða oföndunarkastinu sem allt stefndi í og opnaði MSN-ið til að kalla á hjálp. Og viti menn, var það ekki bara BB sem bjargaði Kúkkí, já hver segir að samfélagið í Sesame stræti sé ekki bara sjálfbært? Við reddum öllu, tölvuvandræðum, heilsufarsvandamálum af öllum toga, leiðum fólk um völundarhús efnafræðinnar og meira segja kunnum við að elda ;o) En málið var víst að helv.... tölvan hafði skemmt sér við að setja alla ,,Skjölin mín'' möppuna í leyniástand og var það leiðrétt hið snarasta. Hummm, ætli ég verði svo ekki að fara að ráðum móður minnar og taka bakköpp af öllu, jú mig minnir að það hafi oftast fylgt með í sögum af Notendum hvað þeir voru vitlausir að eiga ekki bakköpp. En glaðir voru svo Sesame strætisbúar sem um kvöldið spiluðu nýja Sæfara Settlers við Lobos Marenges og Miss Tampa. Við skulum nú ekkert tala um það hver vann, nei nei við bara æfum okkur.
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:47 f.h.
mánudagur, janúar 13, 2003
Þá er helgin búin og mánudagur framundan sem er hið besta mál. Helgin hefur bara verið mjög góð þó ekkert sérstaklega afkasta mikil en eiga helgar nokkuð að vera það hvort eða er ???? Við drifum okkur þó í Costco með skagfirðingum og kóngulóamanninum, maður gerir nú alltaf reifara kaup í Costco. Við eigum því vonandi kaffi á könnuna næstu tvær vikur enda var fjárfest í eins og 1 galloni af möluðu kaffi sem gerir ansi mikið uppáhelt kaffi. Þeir sem mæta fyrstir í kaffi til okkar gætu jafnvel fengið danskan ost með, ummmmmm.
Það eru komnir nýir Íslendingar hingað og í kvöld fórum við í smá kynninga leiðangur í scanhouse og fleira, þau rata því nú orðið á helstu staði, í skólan, scanhouse, Big time, sesamestr og safeway..........þarf nokkuð fleira ?
Við minnum á nafnaleitina sem hófst í gær, ég veit ekki hvað H og A finnst um að vera kallaður I og II eða öfugt ?????
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:28 f.h.
|
 |