|
|
laugardagur, desember 21, 2002
Já riddarinn verður víst að koma til Reykjavíkur, ég þorði náttúrulega ekki í Settlers en tapaði bara í Hættuspili í staðinni, ég fer að hallast að því að ég sé hreinlega léleg, ekki bara óheppin í spilum???? Hinsvegar er ég ekki óheppin á öllum sviðum í kvöld, serverinn hefur nefnilega rankað við sér svo mér ætti ekki að leiðast fram undir morgun....
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:06 e.h.
Það er nú lán í óláni að serverinn í skólanum úti virðist liggja niðri í bili ég hef þá allavega afsökun til þess að fresta vinnunni í nokkra klukkutíma í viðbót. Ég veit nú ekki hvort það er af hinu góða ég hefði í sjálfum sér ekkert á móti því að koma þessu frá en það er líka hægt að hafa þetta eins og svo margt annað allt á síðustu stundu :)
Annars var jólaglögg í efnafræðinni í gær, við enduðum náttúrulega í bænum og á Hverfisbarnum, það var nú komin tími til að ég kæmist þangað. Fínn staður og fullt af kunnulegum andlitum, það er þó gott að vita að það breytist allavega ekkert djamm á Íslandi verður alltaf djamm á Íslandi.
Í morgun var svo jólavakning, lítla frænka mín kom inn til mín rétt um 8, ekki til þess að vekja mig heldur til þess að pikka í mig og sjá hvort ég væri nokkuð sofandi. að sjálfsögðu eru frænkur ekki sofandi klukkan 8 á morgnanna þó sér í lagi þegar þær eru ennþá stilltar inn á Sesame tíma ???
En kaffi gerir kraftaverk í dag eins og svo oft áður.....
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:19 f.h.
föstudagur, desember 20, 2002
Við erum mættar heim og vaknaðar, allavega ég. Eins og við var búist var flugið heim náttúrulega stór skemmtilegt, hvad er annað hægt en hafa gaman af tvisar 5 tíma flugi ég bara spyr. Þetta byjraði náttúrulega vel þegar afgreiðslu stúklan tilkynnti okkur með bros á vör "you have been selected". Það lifnaði náttúrulega yfir okkur enda gaf allt lágbragð konunnar það í skyn að við mættum vera hæðst ánægaðar með þetta. Þessi lottó vinningur fól sem sagt í sér að fá að bera töskurnar okkar örlítið lengar og bíða í þremur nýjum röðum. Já, extra öryggis tékk voru verðlaunin ekki amalegt það.
Okkur til mikilar undruna komust við athugasemda laust í gengum allar hindranir bæði ferðatöskurnar okkar og handfarangurinn. Ég veit ekki hvort maður eigi nokkuð að fara út í smá atriði þessara ferðar enda flest það sem gerist er auðveldlega skýrt/afsakað með svefngalsa.
Í gærkvöldi fórum við hinsvegar á Coldplay tónleikana, maður verður að játa að maður var ferkar framlarg svona til að byrja með en Coldplay lagaði það allt saman. Geggjaðir tónleikar alveg. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa þeim enda myndi sú lýsingar aldrei komast i hálfkvist við lýsingu kúkkís á Preal Jam tónleiknum.
Í dag og næstu daga liggur svo fyrir að reyna að hitta sem flesta og gera sem minnst, er að ekki það sem jólin ganga út á ????
posted by Big Bird a.k.a. BB 8:57 f.h.
miðvikudagur, desember 18, 2002
Hehehehehehe, það var tekið eitt loka Settlers í kvöld og getið hver vann, jamm það er rétt Kúkkí var það heillin og er núna með 3 vinninga í röð. En BB fór í prófið í morgun og kom svo loksins heim kl 17 eftir miklar útréttingar. Á meðan var Kúkkí bara að slæpast í verslunarmiðstöðinni með Lobos. Svo voru allir íbúarnir í Strætinu komnir heim um kl 17 og þá hófumst við handa að færa til húsgöng og koma öllu í stand fyrir nýju íbúana sem eru væntalegir á nýju ári. Það var hent niður í tösku á mettíma og svo buðum við Lobos, Ms.Tampa og Boney M í Settlers. Bakaradrengurinn lét líka sjá sig er líða tók á kvöldið til að klára að pakka inn jólagjöfunum sem við ætlum að vera svo elskulegar að koma til Íslands í hendur ástvina hans. Bakaradrengurinn tók líka áskorun Lobos og skipti um peru í útiljósinu hjá okkur svo að við höfum stimplað okkur inn í keppnina um flottustu jólaljósaskreytingarnar hér í götunni, humm en ég held nú samt að við séum gjörsamlega að tapa í þeirri baráttu.
Við leggjum af stað héðan úr Strætinu kl 5.30 í fyrramálið og ekki víst að við sofum neitt fram að því enda kannski bara fínt þar sem að nægur tími gefst til þess í vélunum sem við þurfum að sitja í á leiðinni til ykkar. Ekki er víst að við komumst í netsamband á ferðalaginum svo mín ágiskun er sú að næst er hér verður ritað eitthvað þá verðir það í beinni frá Íslandi.
Þar til þá, Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:23 f.h.
þriðjudagur, desember 17, 2002
Eitthvað er tæknin að stríða mér í augnablikinu en þetta lagast allt af sjálfum sér vonandi. Bara að vera þolinmóð eins og yfir afsakið hlé í sjónvarpinu hér áður fyrr.
ha ha það virkaði ....
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:48 f.h.
mánudagur, desember 16, 2002
Þá er óðum að styttast í heimkomu okkar og allt að verða til reiðu. Dagurinn gekk nú ósköpvenjulega fyrir sig framan af. BB fór í skólann og kom svo heim til að læra fyrir prófið sem er á dagskránni á morgun. Dagurinn hjá mér fór hins vegar í það að hanga á netinu og tala við alla sem voguðu sér að koma inn á MSN-ið. Skemmtileg tilbreyting það, að geta loksins smellt á alla bara til að kjafta. Undir þessu spjalli var svo hlustað á FM 957, svo rétt til að koma mér í rétta fílinginn áður en heim er komið. Mér skilst að hér í Strætinu jafnist það við dauðasynd að hlusta á þessa stöð en: Mér er sama, ég geri það sem ég vil. Hehehehehe auk þess voru þeir að spila svo mikið af jólalögum að ég hef verið að raula í allan dag: jólin eru koma!!!
Svo bar til tíðina í kvöld, jú viti menn, Bakaradregurinn mætti í ullarpeysunni með risa bakpoka á bakinu. Ja ef ég hefði ekki vitað betur þá hefði ég haldið að þetta væri Jólasveinninn mættur með jólapakkana. Humm, eins og siðuðum konum ber þá var Bakaradrengunum samstundis boðið inn og viti menn hvað var hann ekki með í bakpoka sínum. Jú ekki nema heilt kíló að piparkökudeigi, aaahhhaaaahhttttjjjjúúúúúú!!! Það var glatt á hjalla í Strætinu er hann flatti þetta út og smám saman hækkaði staflinn af gómsætum piparkökum hjá okkur. Í fyrstu var notast við mót til að skera út í deigið en svo tók listamaðurinn völdin og Piparkökudrengurinn skar út Ísland. hehem, það vandaðist nú samt málið er baka átti landið, það komst nefnilega ekki allt fyrir á plötunni. En við leystum landsbyggðarvandann og skárum bara Vestfirðina af, býr nokkur þar hvort eða er lengur? Nú svo hefur Sesame Stræti fengið sína fyrstu jólagjöf, já Piparkökudrengurinn gaf okkur deig og BB skar út svo listilega tölustafina okkar, já 58 sem nú bíða þess að verða málaðir og hengdir upp með rauðri jólaslaufu.
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:38 e.h.
sunnudagur, desember 15, 2002
Hversu mikið er hægt að kaupa og hversu mikið getur rignt á einum degi? Eftir því sem við komumst næst eru engin takmörk á hvoru tveggja. Loksins erum við komnar heim í Strætið kl 23, hundblautar og með næstum því eins marga pinkla og í gær. Bíddu, var ekki allt keypt í gær? ja allvega þá var hægt að eyða peningum líka í dag.
Þegar við biðum eftir strætó í upphafi verslunarleiðangursins í dag vorum við að spjalla á okkar ástkæra móðurmáli og bar þar að gamlan mann. Hann sat og hlustaði á okkur um stund en tók loks á sig rögg og spurði hvaða mál þetta væri. Nú íslenska var svarað um hæl og þá sagði maðurinn: ohhh, I have heard that all people in Iceland have a remarkable collection of books. Okkur setti hljóða um stund en loks brostum við út að eyrum og þökkuðum gamla manninum kærlega fyrir hrósið. Í stætó fórum við að hugsa nánar um þessa athugasemd gamla mannsins og komumst að því að þarna liggur einmitt hluti af hundinum grafinn. Við höfum á undanförnum vikum verði að velta fyrir okkur menningarmun milli Íslendinga og Bandaríkjamanna og þessi elskulegi gamli maður kom bara með svarið. Niðurstaða okkar BB í málinu er sem sagt að þjóðarsál Íslendinga gerir kröfur á að æska landsins sé VEL lesin, allir sem einn verða að lesa Íslendingasögurnar og Nóbelsskáldið. Þannig vaknar áhugi á frekari lestri og Íslendingar hafa enn þann stimpil erlendis að vera vel lesnir. Hér í Bandaríkjunum virðist því miður öldin vera önnur. Unga fólkið les frekar reyfara eða hangir í tölvuleikjum eða öðrum tilgangslausum afþreyingum. Bara einn og einn þorir að bjóða tölvuleikjum byrginn og les Íslendingasögurnar í enskri þýðingu. Well, við reynum að bera út fagnaðarerindið en það mun taka tíma.
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:26 e.h.
Misserið endar á sama hátt og það byrjaði, jamm hver hefði getað giskað, stelpurnar eru enn á kojufyllerí og hafa gaman af. Við erum búnar að leysa heimsins gátu og ef einhver vill vita svarið þá endilega sendið okkur tölvupóst og við munum íhuga hvort við deilum því með ykkur. Humm, við verðum samt að taka fram muninn á upphafi og enda, það er enginn litur hér í kvöld og þið getið gengið að því vísu að hitta okkur með rót niður að eyrum og hrikalega SÍTT að aftan er við lendum í Kefló. Og annað sem vert er að taka fram, misserið er tæknilega séð ekki á enda, humm það vill svo til að BB á eftir eitt próf en það er á þriðjudaginn svo ekki skal því kvíða strax.
En þá að afrekum dagsins, þeir sem hafa fylgst með hér á Strætinu vita það að í dag var jólagjafaleiðangurinn mikli. Og hvílik frammistaða hjá stúlkunum, bara komum heim með óteljandi poka og pinkla, meira segja haft orð á því er við gengum út úr verslunarmiðstöðinni. Við hittum lítill snáða sem sagði: boy you must have a big family !!!! Hvað, hefur hann aldrei séð Íslendinga að versla fyrr, nei líklega ekki. Við gengum meira að segja fram af vinum okkar sem eru þó eru kenjum okkar vanir. Við enduðum verslunarferðina hér í Sesame stræti, BB eldaði ljúffengan kjúkling svo meira segja Lobos og Ms.Tampa voru yfir sig hrifin og þorðu að smakka. Svo var að sjálfsögðu tekið eitt Settlers og viti menn, BB er farin út að slá grasið svo Riddarahesturinn hafi eitthvað að borða er Riddarinn kemur en Kúkkí VANN í kvöld svo ætli riddarinn hennar hafi ekki villst af leið.
Eitt að lokum, okkur finnst við hæfi að splæsa saman nokkrum gullmolum úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran (ok, ég veit að við erum klikk).
Þið talið, þegar hugsanirnar nægja ykkur ekki lengur. Og þegar þið getið ekki lengur dvalizt í einveru sálarinnar, farið þið að lifa á vörunum, og orðin verða ykkur afþreying og skemmtun. Og margt í ræðu ykkar hálfdrepur hugsunina,því að hugsunin er fugl, sem í búri orðanna kannað blaka vængjum, en getur ekki flogið.
góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 4:28 f.h.
|
 |