|
|
föstudagur, desember 13, 2002
Það er komið nýtt albúm á linkinn MYNDIR svo endilega athugið það!!!!!!!!!!!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:04 e.h.
fimmtudagur, desember 12, 2002
ja tad er haett vid ad dagarnir eftir svona geggjada tonleika virdist frekar atburda snaudir en eg aetlad nu samt ad reyna ad setja eitthvad nidur a blad. Tad sjalfsogud ytti madur verkefnunum a undan ser eins og svo oft adur en nu er tad vist ekki haegt mikid lengur. Fyrir liggur eitt stykki ekta bandariksritgerd, ritgerd um sjalfan mig skrifud af sjalfum mer........ eg skil ekki hvernig er haegt ad aetlast ad madur setist nidur og skrifi ritgerd um eigid agaeti. Tessir kanar eru klikk, nog fannst manni um rulgid sem madur setti nidur a blad tegar madur sott um skolann, en teir vilja meira. Tad er to bot i mali ad proffinn sagid mer ad eg skildi reyna ad halda mig innan tveggja bladsida tad er to skilydri sem eg get audveldlega uppfyllt.
Annars let eg undan pressunni i gaer og for ad sja tyska kvikmynd her a campus. Tad er sem sagt seria af tyskum myndum sem hefur verid i gangi herna og einn bekkjabrodir minn hefur lagt mikla aherslu a ad vid kaemum ad sja tetta. Malid er bara ad tetta hafa oft verid eldgamlar og frekar tungar myndir en i gaer var tad der kroger und die keiserin, (tetta er alveg orugglega vitlaust skirfad samt). Allavega bara fin mynd eftir sama leikstjora og gerdi run lola run. Fin mynd og pilturinn getur ekki lengur sagt ad vid viljum aldrei gera tad sem hann stingur upp er tad :)
Tetta var synt i halfsgerdri skolastofu svo hallinn a golfuni var ekki ykja mikill. Ad sjalfsogdu var stor og staedilegur piltur sem settist i fremstu rod fyrir midju, fyrir aftan hann var svo annar piltur og svo kom eg. Eins og flestir sem einhverntiman hafa sed mig hafa sjalfsagt tekid eftir ta er eg ekkert serstaklega havaxin og tessi uppstilling tvi ekkert ykja hagstaed. Eg sa tvi ekki nema hluta af textanum sem ad sjalfsogdu var a ensku. Eg hlustadi tvi a tyskuna, tyddi hana i huganum yfir a islensku og tadan yfir a ensku til tess ad bera saman vid texta brotid sem eg sa, eg verda ad jata ad tad var pinu lyjandi. Nu eru sjalfsagt einhvernir ad velta fyrir ser afhverju eg var ad hafa tetta millistig yfir a islensku.........eg reyndi ad tyda beint yfir a ensku en komst fljotlega ad tvi ad menntaskola tyskan min er einungis tengd islensku malstodunni i kollinum mer, mer fannst eg nu samt bara god ad geta almennt fylgst med textanum.
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:25 f.h.
þriðjudagur, desember 10, 2002
ÓTRÚLEGT!!!!! já hreint ótrúlegt, ekki datt mér í hug fyrir 4 árum er ég lenti undir morgun í tónlistarsögu 201, þar sem kennarinn fjallaði um tilurð bestu hjómsveitar sem Seattle hefur alið, að ég ætti eftir að flytja til þeirrar borgar og vera með miða í höndum á tónleika með þessari flottustu hljómsveit. En sem sagt ég og BB fréttum að væntalegum tónleikum Pearl Jam fyrir u.þ.b. mánuð síðan, við vorum staddar í hópferð á tónlistarsafnið hér í borginni er ein vinkona okkar kom inn móð og másandi og tilkynnti: I got them I got them!!! Við vorum eitt spurningarmerki og spurðum: hverja? svarði kom um hæl: nú miðana á Pearl Jam tónleikana en það er uppselt svo þið skuluð ekki gera ykkur vonir. Við BB litum hvor á aðra og tárin blikuðu á kvörmum. En sem betur fórum við í miðasöluna strax eftir þetta og viti menn, þessir höfðingjar í Pearl Jam ákváðu að þar sem að salan á styrktartónleikana fyrir sunnudagskvöldið 8.des gekk svona vel þá væri bara málið að halda aðra 9.des., svo hver sá sem heldur því fram að þetta séu hjartlausir grungarar geta bara étið hatt sinn. Við vorum svo heppnar að fá eina af síðustu miðunum á seinni tónleikana, svo í gær var stóra stundin og af stað var haldið með strætó í Key Arena í gærkvöldi kl 18.
Við vorum mættar kl 19 á slaginu og fundum sætin áfallalaust. Við hlið okkar var par sem hafði greinilega hugsað sér að skemmta sér vel það sem að þu höfðu smyglað inn vodkaflösku og hófu strax að þjóra. Fljótlega tóku upphitunarhljómsveitirnar við að spila og svo kl 21.15 slökknuðu öll ljósin í þessari 17.000 manna höll og tónar tóku að berast út í loftið, fyrst gítarinn svo bættust trommur og bassinn við og loks já loks röddin, já þessi rödd er ótrúleg, svo hrjúf en samt svo mjúk, svo ólýsanleg. Pearl Jam var mætt á sviðið. Á dagskránni var flott blanda af nýjum lögum af nýju plötunni (sem by the way allir ættu að eignast) og gömlum perlum. Áhorfendurnir voru með á nótunum, stóðu upp við fyrstu tóna og settust ekki aftur. Vedderinn byrjaði rólega en sótti í sig veðrið er á leið, hreinlega magnað hvernig hann nær óskiptri athygli áhorfendanna og það er hreinlega ómögulegt að slíta af honum augun. Stöku sinnum steig hann til hliðar á sviðinu, lagði hendur í kross og lét mögnuðum gítarsólóum það eftir að baða sig í aðdáuninni. Eftir mikið daður við áhorfendur sína renndu Pearl Jam sér í lokalagið og hvílík ferð, úff úff bara ekki hægt lýsa þeim magnaða seyð sem endaði með því að Vedderinn braut grítarinn sinn á sviðinu, tók bútana og rölti að fremstu áhorfendunum og afhenti þeim þá til minja um þessa mögnuðu tónleika. En áheyrendur voru ekki til í að sleppa PJ heim svo þeir hófu að stappa og klappa (nema parið við hlið okkar sem var dautt áfengisdauða alla tónleikana) svo undirtók í höllinni, eftir ca 15 komu svo PJ aftur á sviðið og það var ekkert verið að taka eitt eða tvö auka lög, nei nei þeir renndu sér í gegnum 6 lög, og áheyrendur voru við það að tryllast. Vedderinn bað svo um þögn og hóf að lesa upp alla þá sem myndu njóta góðs af þessu góðgerðartónleikum og það voru um 14 samtök og verkefni, hehehehe, já þetta eru góðir gæjar. Síðan sótti hann 3 pappaspjöld og hóf upp raust sína. Það tók okkur smá tíma að átta okkur en svo heyrðum við: I don't believe in christmas I don't believe in christmas í viðlaginu og gátum ekki annað en brosað út í bæði. Getur Vedderinn ekki ákveðið sig hvort hann er góði eða vondi gæinn. Hehehehehe, kannki bara eins og röddin, hrjúfur en samt mjúkur. Anyhow, ótrúlega mikil snilld þessir tónleikar og við í Sesame stræti bjóðum upp á fría gistingu fyrir þann sem vill hingað koma til að upplifa það að hlusta á grungið í vöggunni.
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:36 e.h.
mánudagur, desember 09, 2002
manudagur 9 des, mer fannast alltaf eins og tad vaeri svo langt langt i burtu, en nu er komid ad tvi.........Pearl Jam tonleikarnir !!!!!!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:58 f.h.
sunnudagur, desember 08, 2002
Dagurinn í gær var frídagurinn þessa helgi. Við lágum fyrir framan sjónvarpið fram eftir degi eða þangað til Lóbos mætti til þess að draga okkur í verslunarleiðangur. Við gátum náttúrulega ekki neitað stráksa um það enda ýmislegt sem okkur langaði að kaupa. Afköstin voru nú ekkert sérstaklega mikil enn þó styttist jólagjafalistinn, eitt skref i einu. Í gærkvöldi sátum við svo og spiluðum Settlers fram eftir kvöldi. Eftir ótrúlega slappa framistóðu við spilaborðið í gær sé ég fram á að þurfa að halda utan um laufin og kannski safna saman smá grasi og þurrka. Draumprinsinn hlýtur að fara að mæta.........og þá er eins gott að það sé til hey fyrir hvíta hestinn.
Á eftir letidögum eins og í gær kemur oftast dagur mikilla afkasta, já í dag verðum við víst að gera allt að sem við ætluðum að gera í gær plús það sem lág fyrir í dag. Það gengur samt alveg furðu vel að komast yfir það enda vaknaði maður alveg úthvíldur og fínn. Mesta til hlökkunar efni dagsins er þó að klára að safna saman laufunum sem ekki komust í tunnuna síðast, ekki mikið verk en þarf að gera það enga að síður svo er víst aftur orðið ljóslaust hjá áttfætlingunum. Ætli ég reyni ekki að plata Kúkký í það, henni fórst það svo vel úr hendi síðast.
posted by Big Bird a.k.a. BB 4:15 e.h.
|
 |