{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{laugardagur, desember 07, 2002}

 
ví ar þe tjampjóns, ví ar þe tjampjóns, ví ar þe tjampjóns nó tæma for lúsers kors ví ar þe tjampjóns.....
Við unnum sem sagt útslitaleikinn við mikinn fögnuð viðstaddra. Eftir glæstan árangur á flag football vellinum var haldið í danskan júlefúrkost. Já Steen og Bo eiga sko hrós skilið fyrir æðislegan mat, síld, fleskasteik og rísalamand með möndlu. Ég held ég þurfi svo sem ekkert að fara út í smáatriði, fullt hús af skandinövum "jú kan dú þe maþ"
happs happs happs nú skal ví hav snaps, endurtekið nokkum sinnum. Ég veit ekki nákvæmlega hversu oft þetta var sungið en þetta var maður allavega að raula í morgun þegar maður vaknaði og verður sjálfsagt næstu daga.

posted by Big Bird a.k.a. BB 5:52 e.h.



{fimmtudagur, desember 05, 2002}

 
Þá er þessi dagur á enda og við komnar heim í Strætið. Fórum í bíó og svo heim í ER. Ekkert merkilegt gerðist í dag sem vert er að tala um svo þar með líkur þessum pistli. Vonandi verður eitthvað merkilegra að segja á morgun. Þar til þá, Góðar stundir.

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:42 e.h.



{miðvikudagur, desember 04, 2002}

 
Kúkkí hefur aðlagast miklu hraðar en ég og er strax farin að sinna góðgerðarstörfum, ég sit hinsvegar heima og slæpist í tölvunni, það er nú ekki eins og ég siti fyrir fram tölvu allan daginn eða hvað ? Að minnst kosti ekki í dag. Það kæmi mér ekki á óvart ef við værum á forsíðu á morgun (kæmi sennileg öllum örðum á óvart en hvað um það). Við vorum sem sagt að spila undan úrslitaleikinn í flag football á HUSKY stadium og öllum að óvörum vinnum við. Jamm ótrúlegt en satt, hópur lúðalegra graduate-nema í efnaverkfræði komst í úrslit. Það var náttúrulega ferlega gaman að spila á alvöru stadium, bara eins og atvinnuleikmennirnir, ég held samt að þeir heyri meira af fagnaðarlátum heldur en bergmáli ?
Annars er mikil bjartsýni í gangi fyrir morgun daginn, fimmtudagur er sem sagt eini dagurinn sem ég þarf ekki að fara í tíma og get því fræðilega séð mætt þegar mér sýnist. Á morgun er hinsvegar ókeypis sneak preview á Analyse That, það eina sem ég þarf að gera er að mæta nógu snemma til þess að fá miða. Miða"salan" opnar hinsvegar klukkan 8 am, já það er fyrir hádegi. Þið sjáið sjálfsagt strax í hvað stefnir, það er ekkert sérstakleg líklegt á að mér takist að mæta fyrir átta en ekki nokkur spurning um að ég reyni. Svo sennilega þegar ég mæti eru miðarnir allri búnir og skrifstofufélagar mínir sitja uppi með mig skapstygga og syfjaða það sem eftir lifir degi, heppilegt fyrir þá að ég þarf sennilega að vinna frameftir ; ) Svo er náttúrulega hægt að vera bjartsýn og gera ráð fyrir að ég fái miða handa okkur eða bara ég fái kaffibollann minn, það gerir kraftaverk. Það væri ekki svo slæmt að fá miða, þetta er sjálfsagt ágætis skemmtun og harla ólíklegt að maður myndi borga sig inn á hana en fyrst hún er ókeypis þá verður náttúrulega allaveg að reyna er það ekki ??

posted by Big Bird a.k.a. BB 10:03 e.h.



{þriðjudagur, desember 03, 2002}

 
Það er helst til afreka í dag að Strætisbúar komust í skólann og aldrei þessu vant þurftum við að ferðast með almenningssamgöngutækju Seattle búa. Þannig er að Lobos Marenges fékk þá fáránlegu hugmynd að heimsækja fjölskyldu sína á Þakkargjörðarhátinni og lagði hann upp í langferð. Eitthvað hefur hann misreiknað sig og bókaði því flug heim í dag, hvað á það að þýða? skilja okkur bara eftir í reiðileysi. Já þetta verður seint fyrirgefið. Við komumst heim úr skólanum við illan leik og höfum eytt kvöldinu i að læra. Próf á morgun hjá BB og Kúkkí var að skila einu lokaprófi eftir rafrænum leiðum. En nú er nóg komið! við nennum ekki að læra og ætlum að gæða okkur á ís yfir Bad Boys, já syngdu með: bad boys, bad boys, what u gonna dú ven ðei komm for jú..............

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:20 e.h.



{mánudagur, desember 02, 2002}

 
Nú bara skrifa ég tvo daga í röð, það er naumast slæpelsið á minni núna. Nei annars ég er búin með verkefnalistan fyrir daginn og því leyfist mér að skrifa tölvupóst og líka á þessa síðu.

Það gerðist nokkuð athyglistvert i dag skal ég segja ykkur. Já ég og BB vorum að sörfa á síðum vina okkar eins og við gerum á hverjum degi og duttum við þá ekki um fyrri part vísu og voru lesendur beðnir um að botna hana. Nú þar sem að við erum Íslendingar í útlöndum þá fannst okkur að við ættum að vera konur til verksins og hófum við að yrkja. Það kom þó fljótt á daginn að fyrri parturinn var engan vegin vel úr garði gerður. Já þessir Verslíngar kunna ekkert um stuðla og höfuðstafi. Svo ekki var nóg með að við botnuðum þetta heldur leiðréttum við það líka. Okkur fannst með ólíkindum hvað skáldskapurinn kom auðveldlega hjá okkur en á endanum skildum við hverju var að þakka. Það er jú svo ef litið er á söguspjöld Íslendinga í útlöndum að merkustu skáld okkar hafa lifað við hungurmörk í Danaveldi og öðrum framandi löndum. Því er það skoðun okkar að sultaróráðið sem þessi Íslendingar hafa þjáðst af komi af stað þessum ótrúlega breinstormi en afleiðingar slíkra storma má lesa í rituðum perlum íslenskrar bókmenntasögu. Þar sem að sutlarólin hér í Sesame stræti er vel hert þessa dagana vegna óviðráðanlegs styrkst til ónefnds flugfélags er að von og vissa okkar að frekari kveðskapur Stætis búa mun líta dagsins ljós. Við munum vera svo indælar að deila bestu perlunum með ykkur.


Lifið heil.

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:13 e.h.



{sunnudagur, desember 01, 2002}

 
Loksins loksins get ég tekið mér smá tíma til að rita hér nokkur orð. Það er búið að vera frekar strembið að undanförnu hjá mér í lærdómnum, mörg verkefni og svo lítill tími. En ég er loksins búin að koma verkefnalistanum í ákjósanlegt horf svo það verða fleiri lausar stundir á næstunni.

Ég hef frá mörgu að segja svo ég byrja bara. Mér var líka boðið til Jims í Þakkargjörðarmat og byrjaði daginn þar. Ég náði að verða vitni að því er kalkúnninn fór í djúpsteikingarpottinn og smellti nokkrum myndum af því líka. Þær fara svo að sjálfsögðu hér á vefinn er búið verður að framkalla þær. En svo var ég sótt til Jims og fór til fjölskyldu sem við (ég, mamma og pabbi) kynntumst er við áttum heima í Miami fyrir 18 árum. Það var yndislegt að hitta þau aftur og ég fékk ekta ameríska Þakkargjörðarmáltíð með öllu tilheyrandi. Svo voru gamlar myndir dregnar upp og gvö... hvað allir hafa breyst. Merkilegt að hugsa til þess að mamma og pabbi voru á mínu aldri er þau voru hér í námi, hihihihihihihihihi, já fer ekki sagan alltaf í hringi? Mér sýnist það. Það vill svo skemmtilega til að heimilisfaðirinn vinnur hjá FBI og hann ,,yfirheyrði´´ mig um útstáelsi okkar BB hér í Seattle. Það var mér mikil ánægja að segja honum frá því að við værum sko rosalega sniðugar stelpur er kæmi að því að velja djammstaði, já við förum bara á gay-næturklúbbana, svona til að vera öruggar fyrir árástum frá brjáluðum karlpening. Hann var mög sáttur við þetta en bætti því við að ef við færum einhvern tíman á skrall í Pioneer Square hverfið þá myndi hann hringja í pabba. :Þ Jamm, hver er ber að baki nema FBI mann þekki.

Í gær voru íbúarnir í Strætinu mjög duglegir að læra en svo kom að því að við fengum nóg og héldum fund um hvað æskilegt væri að gera til slökunar. Viti menn! við erum sannir Íslendingar enn, því okkur datt ekkert uppbyggilegra í hug en að fara með strætó í verslunarmiðstöðina. Þangað mættum við vel vopnaðar kredidkortum en okkur til mikillar furðu var ekki svo margt um manninn um kl 19 á laugardagskvöldi. Ætli allir hafi ekki drifið sig á föstudagsmorgun kl 6 er búðir opnuðu eftir Þakkargjörðina, jamm Kaninn er stórskrítinn, opna búðir seint á fimmtudagsnóttu eftir Þakkargjörðina til að hefja jólaverslunaræðið SNEMMA!!!!! En nóg um það, við þræddum búðirnar í leit að jólagjöfum handa vinum og ættingjum en viti menn, við bara fundum ekkert handa ykkur, bara okkur!!! Svo núna förum við alla vega ekki í jólaköttinn,hehehehe. En verið alveg róleg, við finnum eitthvað handa ykkur áður en við komum heim. Þeir sem mig þekkja vita að jólaskapið kemur ekki auðveldlega og ekki líklegt að mannmargar verslunarmiðstöðvar hjálpi þar til en viti menn í gær gerðist kraftaverk. Já kannski bara lítið jólakraftaverk, það var verið að spila lagið sem hljóðar svo: skreytum hús með grænum greinum, lalalalal...lalal.lalalal..la. og stelpan lagði við hlustir. Fyrst kom auðvitað gamla Skrúts tilfinningin: Það er ekki komin des og helv... Kaninn er byrjaður að spila jólalög en svo gerðist það! Ég fór inn í eina búð og þeir voru að spila, Last Christmas með GM og stelpan bara komst í jólaskap, hehehe, ekkert eins og að heyra þetta væmna jólalag. Og stefnar er því tekin í Sænsku búðina hér í Ballard til að kaupa jóladagatalskertið, allt til í Ballard.

posted by Big Bird a.k.a. BB 3:19 e.h.


spacer