|
föstudagur, apríl 06, 2007
Jæja Hrabba hér kemur ný færsla loksins! Svona er þetta víst þegar maður þarf að skrifa doktorsritgerð...þá kemst fátt annað að á listan. En ég segi bara núna eins og Júlíus Cesar sagði á sínum tíma: Alea iacta est eða teningnum er kastað. Ég skilaði doktorsritgerðinni til nefndarinnar á fimmtudaginn og þau fá næstu tvær vikur til að kynna sér efni hennar. Að þeim tíma liðnum verða þau að ákveða hvort ég sé tilbúin að verja herlegheitin og ef af því verður þá er stefnt að vörn 18. maí nk. En nóg um það í bili.
En sem sagt, hér í landi hinna frjálsu fær engin trú meiri athygli en önnur og því ekki gefið frí yfir páskana eins og heima á Íslandi. Því vildi þannig til að ég sendi ritgerðina til nefndarinnar á Skírdag og mætti fersk í vinnuna á Föstudaginn langa. En eftir skil á fimmtudaginn ákvað ég að halda upp á áfangann með því að skella mér í miðbæ Seattle og athuga hvort ég gæti ekki keypt mér eitthvað í tilefni dagsins. Ekkert varð úr stórkaupum í þetta sinn en ég stóðst ekki mátið er ég arkaði í gegnum Nordstrom að setjast í förðunarstólinn hjá stúlku sem var að reyna að pranga alls kyns fegrunarvörum inn á saklausar stúlkur sem áttu leið hjá. Hún gerði mig svakalega fína og ég arkaði út með brons um allt andlit, augnskugga, gloss á vörum og gel í augabrúnunum. Mér fannst ég auðvitað svakalega fínt og brosti móti öllum sem ég mætti. Stökk ég beint út úr Nordstrom og upp í næsta strætó sem fór upp í skóla. Þar þurfti ég að skipta um vagn sem fór í Fleygskóga. Þarna beið ég á stoppustöðinni og einbeitti mér að vera sæt og þá bar til tíðinda. Eftir skamma stund kom upp að mér maður sem var ca á sextugsaldri og hélt á pappakassa fullum að dóti í fanginu. Hann lagði kassan frá sér og heilsaði mér með virktum. Svo hóf hann að segja mér brandara sem ég hló kurteisislega að. Hann færðist allur í aukana og spurði mig hvaðan hreimurinn væri og hvað ég væri að gera. Þegar kom í ljós að ég væri að læra við UW spurði hann mig hvort ég væri ekki til í að setjast með honum yfir kaffibolla og segja nánar frá högum mínum! Þegar þarna var komið sögu var ég farin að hugsa: "OK þessi málning er ekki að draga að sér athygli hjá rétta aldurshópnum" en þarna á stoppustöðinni var fullt af ungum háskólastrákum að bíða eftir sínum strætó en enginn þeirra gaf mér auga. Ég náði að stama út úr mér að ég bara hefði alls ekki tíma fyrir kaffi þar sem ég væri að fara heima að vinna í ritgerðinni (ok, ég var búin að skila en hvað átti ég að gera). Þá spurði hann hvort hann gæti bara ekki fengið símanúmerið mitt og hann mundi hafa samband við mig og bjóða mér út á morgun eða hinn. Díses....ég skal viðurkenna það að þarna þurfti ég að grípa til þess ráðs að skrökva að manngreyinu. "Ha nei veistu ég er bara að fara að verja í næstu viku og svo er ég farin heim til Íslands" Pewww......hann keypti þetta og sagði að það væri verra því þá væri Seattle að missa fallegasta doktors-geðhjúkrunafræðinginn sem hefði gengi hér um götur í langan tíma. (hehe ég hugsaði með mér að ekki væri ólíklegt að hann hefði þurft á hjálp geðhjúkka að halda nokkrum sinnum í lífinu svo hann ætti að vita um hvað hann var að tala í þessum efnum). Svo hneigði hann sig með virktum, tók upp kassann sinn og fór í næsta strætó. Ég dreif mig hins vegar heim í Fleygskóga til að þrífa framan úr mér málninguna svo ekki kæmu fleiri furðufuglar að máli við mig þann daginn :Þ Það verður bið á því að ég setjist í förðunarstól í departement store aftur :)
Og já eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir hér að ofan þá fór ég "heim í Fleygskóga" og var það ekki prentvilla. Já það má segja að það hafði orðið nokkrar framkvæmdir í Sesamestræti og íbúum götunnar hefur verið skipt upp og er Strætið því á tveimur stöðum sem stendur. BB er enn í Ballard og býr þar með kærastanum en Dr. Gunni og fjölskylda voru svo væn að taka mig undir sinn verndarvæng og þar fæ ég að kúra þar til vorkvarterið er búið og ég vonandi útskrifast. Já all good things must come to an end......veraldleg sambúð okkar BB er búin í bili allavega en segir mér svo hugur að við munum búa áfram saman hér á Strætinu. Mig langar að nota þetta tækifæri til að þakka BB af heilum hug og hjarta fyrir sambúðina sl 5 ár, mikið og margt hef ég lært af þér á þeim tíma :) hehehe ég ætla ekki að segja meira enþetta því annars er líklegt að e-r fari að stríða mér á því að vera orðin ofurvæmin eins og ammeríkanarnir.
En þar til næst gef ég Sting orðið:
When you're down and they're counting When your secrets all found out When your troubles take to mounting When the map you have leads you to doubt When there's no information And the compass turns to nowhere that you know well Let your soul be your pilot Let your soul guide you He'll guide you well
posted by Cookie Monster 11:33 e.h.
|
 |