{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{mánudagur, desember 04, 2006}

 
Jamm Mista, nú skal bætt úr bloggleysinu á Strætinu. Það er nú eitt sinn þannig að maður getur fundið sér ýmislegt til dundurs annað en að blogga. Ég vona nú að lesendur misskilji mig ekki hrapalega og haldi að doktorsritgerðin sé skrifuð og allt klárt. Nei nei hefur eitthvað minna farið fyrir þeim skrifum að undanförnu en hins vegar hef ég verið afar dugleg við að huga að heimferð. Já og í þetta sinn er það meira en bara jólaferð sem stendur fyrir dyrum. Það er komið að því að Kúkkí flytji með annan fótinn heim til Íslands. Doktorsnefndin samþykkti að leyfa mér að vera heima frá desember fram til mars en svo fer ég aftur til Seattle á vorkvarteri 2007 og ætla mér þá að verja doktorsritgerðina og útskrifast, og hananú!
Ég hef því undanfarnar vikur verið að pakka dótinu mínu niður í kassa þar sem ég fékk að troða því með í gám hjá Mæju og Gunna og fór hann af stað á miðvikudaginn. Það sorglega við að pakka niður er að þá kemur í ljós hvað það er sem maður í raun á. Til að gefa ykkur innsýn inní hvað ég á eftir 4 ára dvöl í Seattle þá fór ég með 14 kassar fullir af bókum og möppum, 1 kassa með DVD og CD diskum, 1 kassa með myndum, styttum og öðrum skrautmunum og 1 kassa með fötum en þar fékk nýja Aveda sjampóið mitt að fljóta með (ekki í orðsins fyllstu merkingu samt). Held ég verði bara loksins að viðurkenna að ég er ekki eins lítið nörd og ég hef alltaf haldið fram.

En talandi um gám Mæju og Gunna þá gleður það mig að segja frá því að ég var hækkuð í tign fyrir hlaðningu á gámi þeim. Upphaflega hafði Gunni hugsað sér að biðja mig að passa Gunnar Magnús á meðan hann og Mæja væru úti í gám að stjórna uppröðun eins og best væri á kosið. Okkur var uppálagt að hlaða gámin á 2 tímum á miðvikudeginum en að þeim tíma liðnum yrði gámnum lokað og tekinn í burtu. Það var því ekkert annað í stöðunni en að æfa uppröðunina í stofu G & M á þriðjudeginum. Ég mætti galvösk í Radfordið á þriðjudagseftirmiðdegi til að hjálpa til. Fljótlega fór ég að sýna mitt rétta andlit og fór að skipta mér af því hvernig raða skildi húsgögnum og kössum svo best færi í "tilraunagámnum" í stofunni. Eftir að hafa frekjast og raðað næstum í hálft rýmið í stofunni sagði Gunni: "Kúkkí, ég vissi ekki að þú værir með svona rosalega rýmisgreind, ég vil núna að þú verðir í gámnum að stjórna röðuninni og ég verð hér inni að stjórna því hvað strákarnir bera út." Já þarna græddi ég heldur betur á því að vera með ofurskipulagsþráhyggju og frekjuskap :Þ Ef þið skrollið aðeins niður á heimasíðu Mæju (hlekkur ofar í færslu) þá getið þið kíkt á mynd af flutningsteyminu í gámnum. Ef lesendur vilja fá að nýta þessa gríðarlegu rýmisgreind þá er þeim hér með bent á að panta tíma hjá mér með tölvupósti. Fyrirspurnum verður ekki svarað í réttri röð :0)

Á föstudaginn 1. des fór ég svo á bandaríska herstöð í annað sinn á ævinni. Fyrra skiptið var þegar allur 10. bekkur í Vogaskóla fór í lífsleikniferð á Keflavíkurflugvöll og fengum m.a. að skoða F16 orustuþotu og fá ammeríska hamborgara. En í þetta sinn var ég mætt á herstöðina Ft. Lewis til að fylgjast með þegar Lori vinkona mín væri hækkuð um tign, þ.e. úr major í lieutenant colonel. Ég var rosalega spennt að sjá svona athöfn með eigin augum en þar sem Lori er að klára Ph.D. þá tilheyrir hún tækilega séð ekki neinni herdeild. Því var athöfnin fyrir hana eina og mátti hún ráða stað og stund. Athöfnin fór fram í sal bókasafnsins á herstöð í nágreni Seattleborgar (athugasemd höfundar: Lori bað mig að halda nafninu leyndu þar sem ég var víst þarna í leyfisleysi en gleymst hafði að sækja um leyfi fyrir komu minni til yfirstjórnar sjúkrahússins. Ekki vil ég að stelpan verði bendluð við að hleypa "furrenners" á herstöðina svo ég bið þá sem hafa lesið þennan pistil áður að gleyma nafni herstöðvarinnar og spítalans hið snarasta.)
.

Á mynd 1. má sjá Captain sem vinnur á hjúkrunarrannsóknasetri spítalans lesa nýju fyrirskipanir forseta US þar sem kemur fram að frá og með 1. des er Lori orðin lieutenant colonel. Á mynd 2. má sjá Lori sverja hollustu við forseta Bandaríkjanna og herinn og á mynd 3. má sjá Tim, eiginmann Lori, og Nancy Woods, sem er rektor hjúkrunarskóla UW, næla silfurlauf í einkennisbúning Lori í stað gulllitaðra laufa sem eru einkenni fyrir major stöðuna er hún bar áður.
Eftir athöfnina fengum við svo spínatsalat, samlokur og gingerale float. Þetta var í fyrsta sinn sem ég smakka gingerale með vanilluís fljótandi úti og verð ég að játa að það er ekki eins ógeðslegt og það hljómar. Kannski ég bjóði upp á þennan drykk í næstu afmælisveislu......hver veit. Svo þegar við höfðum étið á okkur gat þá fengum við að fara í skoðunarferð um sjúkrahúsið og þar sem Nancy Woods rektor var með í för fengum við að extra fína skoðunarferð. Madigan er 3ja tæknivæddasta sjúkrahúsið í Bandaríkjunum og litli nördinn varð alveg frá sér numinn að fá að sjá tölvuvaktara sem skrá hjartslátt, hjartalínurit, súrefnismettun og hvað annað beint í rafræna sjúkraskrá skjólstæðinga. Allar röntgen myndir eru á digital formi og fara beint inn í skrárnar líka. Svo ef skjólstæðingurinn þarf að fara t.d. í sjúkraþjálfun eða vegna annarra erinda út af stofunni þá er hann tengdur við lítinn "flakkara" sem hleður öllum þessum upplýsingum niður og svo bara færir maður þær yfir í skrá sjúklingsins þegar hann kemur til baka. Brilljant alveg hreint.....ég verð svo að viðurkenna að heilinn fór á flug og ég gat ekki hætt að spekúlera í því hvernig hægt væri að nota allar þessar upplýsingar til að gera hin og þessi tölfræði módelin. Peeewwww......ætli þetta séu varanlegar heilaskemmdir hjá mér?

En núna fer ég að ljúka máli mínu og koma mér að verkefni kvöldsins sem er að horfa á einn ER þátt sem ég missti af vegna Þakkargjörðarhátíðar. Svo rétt í restina vil ég vísa ykkur á afar skemmtilegan leik. BB var veik heima í dag greyið en var svo heppin að Oscar fann þetta til að stytta henni stundir. Sem stendur á BB metið í Strætinu, 66 stig!!! húrra húrra húrra húrra. En hversu góð/ur ert þú í landafræði?

Þar til næst, sjálfið er ekki eitthvað sem maður finnur, Sjálfið er eitthvað sem maður býr til.

posted by Big Bird a.k.a. BB 6:38 e.h.


spacer