|
mánudagur, október 23, 2006
Það vill oft verða svo með stóru orðin í upphafi skólaárs að þau verða ekki meira en orð. Þetta er staðreynd sem ég hef fyrir löngu sætt mig við. Ég hét sjálfum mér því til dæmis að skrifa tvær blaðsíður í doktorsritgerðinni minni á viku þetta misseri til þess að létta undir á lokasprettinum. Ég byrjaði af miklum krafti og skrifaði næstum 60 síður á tveimur vikum en hef ekki opnað "thesis" möppuna síðan. Mér reiknast hinsvegar til að þetta stórátak endist mér töluvert fram á næsta ár. Það að heita því að vakna fyrr og frískari er öllu erfiðara, ég vakna fyrr og fer meira að segja á fætur en eitthvað stendur á freskleikanum. En þetta er ekki spurning um frískleika held ég heldur meira að hundgast fram úr og hefur það gengið bara vel, við höfum til dæmis ekki misst einn einasta tíma í pilates. Gæti haft eitthvað með það að gera að við förum tvær og þurfum hvort eð er að fara fram úr til þess að sannfæra hina um að skrópa og þá er það versta hvort eð er yfirstaðið. Flesta morgna hefur ég enga afsökun aðra en þá að ég fór ekki nógu snemma að sofa nema í morgun.... íbúar Seseamestrætis brugðu sér á Gomez tónleika í Moore leikhúsinu. Gomez voru algör snild en upphitunarböndin vöktu ekki síður athylgi. Fyrst á svið voru Rodrigo og Gabriela með tvo klassíska gítara og ekkert annað, þau voru frábær, stemmningin var geggjuð og ég hef aldrei áður séð áhorfendur standa upp og reyna að klappa upp upphitunarband. Geisladiskarnir þeirra seldust upp en hér er slóðin á heimasíðuna þeirra þar sem áhugasamir get skoða upptöku af tónleikum með þeim. Seinna upphitunarbandið var ansi óheppið að vera á eftir þeim, sjálfsagt þokkalegir en máttu sín lítils í samanburðinum við fyrst Rodrigo og Gabrielu og síðan Gomez. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að kynna sig enda lítið gagn í því í þetta sinn. RG eru víst með tónleika á Chop Suey í desember og vonandi tekst mér að næla mér í miða á það.
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:26 e.h.
|
 |