|
mánudagur, maí 15, 2006
Undanfarna daga og þá sérstaklega í dag hafa fleyg orð Hrannars bróður míns hljómað aftur og aftur í huga mér. Hann var töluvert yngri en hann er í dag eða ca 3-4 ára þegar þetta gerðist ef minnið hjá mér brestur ekki. Hrannar var að útskýra eitthvað svakalega einfalt að honum fannst fyrir föðursystur sinni þennan dag og þá gerðist eftirfarandi. Sagan segir að hann hafi litið á frænku sína eftir að hafa reynt að útskýra sitt mál nokkrum sinnum og sagði með miklum hneykslunartón: "Soffía, hugs hugs" og benti með vísinfingri á höfuð sér til merkis um það hvaða líffæri hún ætti að nota til þess.
Já í dag hef ég verið að einbeita mér að því að búa til glærurnar fyrir munnlegaprófið sem verður 22.maí og þegar heilinn neitar samstarfi, sem oft hefur verið raunin í dag, banka ég í hann með vísifingri og segi hátt: "Helga, hugs hugs". Vonandi að allt þetta hugs dugi til sigurs.
Þar til næst, hugs hugs.
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:23 e.h.
|
 |