{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{laugardagur, maí 06, 2006}

 
Þá er að segja fréttir af Theodór Snar og hans fjölskyldu. Að morgni 21.apríl s.l. varð mér litið út á svalir og sá þá 3 íkornaunga vera að leika sér fyrir framan hreiðuropið en pabbi og mamma voru hvergi sjáanleg. Ungarnir voru orðnir stálpaðir og að öllum líkindum ekki mjög langt þangað til þeir færu að heiman út í hinn stóra heim. Því fór ég að fylgjast með hreiðrinu reglulega og loksins í enda þessarar viku var ég orðin þess allviss að allir væru fluttir að heiman svo ég hafði samband við leigusalann og bað hann að grenslast fyrir um það hvernig æskilegt væri að bera sig að við að fjarlæga hreiðrið svo að BB geti grillað í sumar. Eftir að vera látin hringja hist og her náði hann sambandi við e-n sérfræðing í dýragarðinum sem er allfróður um íkorna í Washington fylki.
Hann sagði okkur að öllum líkindum væri Theódór svo kallaður Western Gray squirrel sem eru stæðstu íkornarnir í Washington fylki en eftir að hafa skoðað myndinar á þessari síðu og borið saman við myndan hér til hliðar sem tekin var af Theódór rétt eftir innflutning þá held ég að hann sé frekar Eastern Gray squirrel. Theódór er greinilega með brúnan lit á andliti og ef vel er að gáð er líka smá brúnt í skottinu. Hér stendur svo að Theódór sé af nagdýraætt og haldi sig að mestu í trjám. Þar kemur einni fram að kven- og karldýrin byggi saman hreiðrið sem er gert úr laufum og greinum. Þessir íkornar gjóta (vonandi gjóta íkonar :) svo tvisvar á ári, fyrst að vori og svo aftur seint að sumri. Dýragarðsmaðurinn sagði að íkornarnir noti ekki endilega sama hreiðrið í seinna skiptið en það væri um að gera að hreinsa það af svölunum núna þar sem Snar fjölskyldan væri farin í bili. Nú ég dreyf mig því af stað í morgun og setti upp gulu gúmmíhanskana sem reyndust svo vel í baráttunni við kóngulærnar í gamla Sesamestræti og fór út á svalir.

Það er greinilegt á seinni myndinni að það hefur reynt nokkuð á Theódór að ala upp ungana sína og hefur hann leitað huggunar á botni flöskunnar eins og svo margir aðrir ;Þ

Og hér er allt búið, hreiðrið komið í hvíta ruslapoka og sambúð okkar Theódórs lokið. Vil ég fyrir hönd Sesamestrætisbúa þakka kærlega fyrir samfylgdina og óskum við Theódór og fjölskyldu alls hins besta á komandi árum. Hver veit nema að leiðir okkar eigi eftir liggja saman í framtíðinni en tíminn verður að leiða það í ljós.

Þar til næst, öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir

p.s. það eru líka komnar tvær nýjar möppur í "nýjar myndir", þar má sjá nokkrar myndir sem ég tók í Whistler í vorfríinu og svipmyndir frá ferð á norðvestasta tanga Washingtonfylkis sem farin var í gær. Njótið vel!


posted by Big Bird a.k.a. BB 1:09 e.h.



{miðvikudagur, maí 03, 2006}

 
Það er löngu komið sumar á Íslandi og ég hef ekki orðið vör við él síðan á mánudag. Sól hækkar á lofti og morgnunloftið verður frískandi í stað þess að vera ísskalt. Ég hef verið að gera ýmislegt af mér undanfarið annað en að vinna og ríða út. Ég dreif mig til að mynda í leikhús og á tónleika með Eivör, Ragnheiði Gröndal og sinfó, stór skemmtilegt hvoru tveggja.
Ég var alltaf að bíða eftir að eitthvað stórkostlega skemmtilegt eða sniðugt gerðist til þess að skrifa um það hér en í staðinn ætla ég bara að lýsa þessum skemmtilega degi sem þó er vart farinn af stað.
Dagurinn hófst samkvæmt venju, klappa hundinum, fara í sturtu, sinna hundinum, morgunmatur, kveðja hundinn og arka í strætó. Engin tími fyrir kaffi heima þennan morgun en ég var vel vopnum búin, debet kort í jakkavasanum og klippi kort fyrir Kaffitár í þjóðarbókhlöðunni.
Þegar vagninn staðnæmist hjá Þjóðminjasafninu var ég komin með nettan koffíntremma og horfði öfundaraugum á konurnar sem sátu yfir kaffibolla fyrir innan gluggan, þangaði ætlaði ég svo sannarlega að fara.
Fyrsta hurð er þessi venjulegi inngangur að kaffihúsinu, hún var læst svo ég ákvað að arka bara inn á þjóðminjasafn og þar í gegn. Ég gekk að rennihurðinni, skynjarinn blikkaði mig góðlátlega en lét vera að opna hurðina. Ætli þeir hafi bara aðra hurðina virka út af vindáttinni hugsaði ég með mér og gekk að næstu hurð. Fyrir innan héldu konurnar áfram að þamba kaffi og hópur af gargandi krökkum var augljóslega að skoða safnið. Þessi hurð vildi heldur ekki opnast, eftir að hafa staðið eins og Mr. Bean fyrir utan dyrar í nokkra mínútur gafst ég upp. Ég helli mér bara uppá express á skrifstofunni.
Í frískandi morgun golunni tölti ég yfir í Hjarðarhagan og inn á skrifstofu, kveikti á expressóvélinn og lagaði mér ljúfengan tvöfaldan expressó, ummmmmmmmm ef bara að hann hefði verið heitur !!!!
skvetta að heitu vatni gerði lítið gagn en ískalt kaffið rann furðanlega vel niður. Jæja ef dagurinn ætlar að byrja svona skemmtilega er um að gera að fara róglega í gang og tékka bara póstinn sinni, öll þrjú netföngin. Háskóla netfangið var fullt af spennandi verkefninum til þess að leysa, gmail hafði lítið sem skipti máli og hotmail fullt af auglýsingum þar á meðal Whistler tilboð. Væri ég í Seattle gæti ég farið á skíði í Whistler fyrir 29 $ kanadíska á dag, þetta væri öllu skemmtilegri póstur ef hátturinn væri annar t.d. ég er í Seattle og get farið.......
Allavega fyrir ykkur sem eruð í Seattle og langar að prófa að fara á skíði í stuttermabol þá kostar það 29 kandíska á dag ef þú ert með egde kort eða átt vin sem er með slíkt kort.
Annars skilst mér að Theódór Snar sé komin með fjöldskyldu en Kúkkí og Hrabba vita meira um það mál

posted by Big Bird a.k.a. BB 3:13 f.h.


spacer