laugardagur, apríl 08, 2006
Það er nú eins og oft áður að þegar ég á að sitja við skriftir og á að töfra fram ritgerð að heilinn hreinlega neitar að einbeita sér. Jamm.....ég skil hann alveg þar sem greyið hefur þurft að hugsa og hugsa streit í ca 10 klst. Þannig ætli sé ekki best að gefa honum smá pásu og skrifa eitthvað rugl hér.
Ekki dettur mér í hug að þreyta ykkur með umfjöllun um ritgerðarefnið en verð samt að tjá mig um kómíska hliðar skriftanna. Þeir sem mig þekkja vita að oftar en ekki er langur aðdragandi að meginatriði þess sem ég vil koma til skila og á það bæði um mælt og ritað mál. Núna eru það greyið nefndarmeðlimirnir mínir sem munu líða fyrir það að láta mér í té spurningar sem eru yfirgripsmiklar og geta hleypt skrifum um víðan völl. Í spurningu 2 í þessu blessaða general prófi báru þau upp einfalda bón. "Segðu okkur hvaða rannsóknarspurning liggur til grundvallar eigindlegahluta rannsóknarinnar sem þú vilt gera og berðu saman tvær eigindlegarrannsóknaraðferðir sem eru vel til þess fallnar að svara spurningunni." Með þessu fékk ég leiðbeiningar um að ritgerðin mætti ekki vera lengri en 20 bls. Einföld fyrirmæli ekki satt? En hvað geri ég, jú ég byrja á að segja þeim allt um áfengisneyslu unglinga á Íslandi, hvaða forvarnarstarf er þar í gangi og hvar útbóta er þörf. Nú svo vind ég mér í að fjalla um heimspekileg viðhorf mín til sannleikans og hvernig þau stýra rannsóknaraðferðunum. Næst á dagskrá var að segja frá því hvað það væri sniðug hugmynd að blanda saman megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum og svo loksins eftir fjóra blaðsíður kom ég með rannsóknarspurninguna. En ég snéri á þau með því að hafa hana mjög yfirgripsmikla og gat svo röflað áfram á hálfri blaðsíðu hvernig henni bæri að skipta í tvennt og nota seinni hlutann til grundvallar eigindlega rannsóknarhlutanum. Hehehhe já þarna náði ég þeim og hefndi mín grimmilega á þeim en það áttu þau skilið fyrir að neyða mig til að skrifa ca 40-50 bls fyrir eitt skrambans próf.
Hehehehhehe........til lukku með að komast í gengum allt þetta röfl (þ.e. er þú gafst ekki bara upp og skippaðir niður að þessum parti) . Já ok þetta er þokkalegur aulahúmor hjá mér að röfla svona hérna og svo er meginatriðið ekkert merkilegt. Ég gat bara ekki staðist freistinguna :Þ
Kannski verð ég með uppbyggilegri færslu næst, en þar sem heilinn er í akkorðsvinnu er aldrei að vita hvaða vitleysa lítur dagsins ljós hér af minni hálfu. Ef þið hafið einhverjar bótbárur þá er best að senda póst á BB og biðja hana að leggja eitthvað uppbyggilegra til máls á Strætið.
Þar til næst, hafðu það einfalt!
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:17 e.h.
þriðjudagur, apríl 04, 2006
"Under pressure" sungu Freddie Mercury og David Bowie á sínum tíma og hef ég raulað þetta fyrir munni mér undanfarna daga. BB minntist á það að ég væri að vinna að general prófinu mínu þessa dagana og er það aðalástæða fyrir því að þessi textabútur límdist á heilann. Þeir sem mig þekkja vita að oftar en ekki söngla ég sama textabútinn aftur og aftur og aftur og aftur og því er gott að ég er ein í Strætinu þessa dagana. Annars er ég hrædd um að einhver hefði sagt mér að þegja eða halda áfram með lagið :Þ
General prófið samanstendur af 3 spurningum. Tveimur fyrstu skal svarað með 20 bls ritgerðum en sú þriðja krefst aðeins 12 bls. Fyrstu ritgerðinni átti ég að skila í kvöld fyrir kl 22 og eins og sönnum Íslending sæmir sendi ég hana rafrænt kl 21.54...hheheheheheh já alveg ástæðulaust að vera að skila löngu fyrir deadline. Svo á morgun eftir skóla hefst undirbúningur fyrir næstu ritgerð.
Nú vendi ég kvæði í kross. Undanfarnar vikur hef ég skoppað spennt í póstkassann þar sem ég á von á póstkorti frá Söngvaranum í Vín. Þannig var að Söngvarinn stóð fyrir keppni á heimasíðu sinni og lofaði 1000ndasta gesti sínum póstkorti ef hann lét vita af heimsókn sinni. Ég var víst númer 1003 en heppnin var með mér þar sem hinir sem á undan komu höfðu ekki látið vita af sér. Svo Söngvarinn sendi mér verðlaunapóstkort. Það er víst enn að synda yfir Atlandshafið eða kannski er anti-hryðjuverkanefnd Bandaríkjamanna enn að reyna að ráða í skrifin til að grafast fyrir um hvort Íslendingar séu að plana eitthvað stórtækt. Hvur veit? Hins vegar var óvæntur glaðningur í póstkassanum í gær. Jú ég fékk bréf frá vísindalegu tímariti sem tilkynnti mér að handrit sem ég sendi þeim í nóvember hefði verið samþykkt til birtingar. Þar með er ég víst formlega orðin nörd.
Ég læt þetta nægja í bili en þar til næst,
Insanity laughs under pressure we're cracking Can't we give ourselves one more chance Why can't we give love that one more chance Why can't we give love give love give love give love give love give love give love give love give love 'Cause love's such an old fashioned word And love dares you to care for The people on the edge of the night And loves dares you to change our way of Caring about ourselves This is our last dance This is our last dance This is ourselves Under pressure Under pressure Pressure
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:03 e.h.
|