{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{fimmtudagur, febrúar 02, 2006}

 
Upp á fjall ég fór og kom niður aftur. Það er ekki amaleg að eyða fallegu miðvikudagskvöldi á bretti að bruna niður flóðlýstarbrekkkurnar. Engar raðir nema í "atvinnumanna" lyftuna og opið til tíu svo ég fékk að renna mér meira en nóg og hafa hinir ýmsu vöðvahópar minnt mig á það í dag.

Lífið á labbinu gekk ögn betur í dag en í gær, þ.e. ég braut ekkert en bætti lítið og gerði mörg kjánaleg mistök en ég ætla ekki að útlista það neitt frekar hér. Hinsvegar var ég rétt í þessu að lofa mér í sundkörfubolta í kvöld og ekki bara einhvern leik heldur í skólakeppnina fyrir hönd efnaverkfræðinnar. Ég hef aldrei heyrt minnst á þessa íþrótt áður en veit að ég verð í kút og bikini.....þar sem ég gleymdi sundbolnum mínum á Íslandi. Um reglurnar veit ég þetta, sex í liði, þrjár stelpur og þrír strákar og svo má ég skvetta á þann sem er með boltann. Nafnið gefur svo til kynna að einhverstaðar sé karfa en meira veit ég ekki.
Ég hef mikla trúa á að þetta verði ofsa gaman, kannski ekki beint heitipotturinn sem allur líkami minn hefur verið að kalla á í allan dag en þó í áttina. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer fram en ekki síður spennandi að vakna á morgun með enn meiri strengi en í dag.

...meira og meira, meira i dag en í gær?

posted by Big Bird a.k.a. BB 5:42 e.h.



{miðvikudagur, febrúar 01, 2006}

 
Miðvikudagurinn fyrsti febrúar verður héðan í frá hátíðisdagur í mínu lífi, í dag fékk ég "atha görl" á grúppufundi. Ykkur finnst þetta sjálfsagt ekki merkilegt en leyfið mér að útskýra. "Atha görl" er mesta hrós sem mér hefur hlotnast á grúppufundi og er meira að segja skráð í fundargerðina og alles. Þessi nafnbót er aðeins gefin þegar vel hefur til tekist og hef ég einu sinni deilt þessum heiðri með Lauru sem vinnur með mér á labbinu, það var þó ekki skjalfest. Þetta telst því mín fyrsta "atha görl" á rúmlega 4 árum. Dagurinn byrjaði því vel !!!!!!!!!!
En hefur legið ansi hratt niður á við síðan, einu og hálfum klukkutíma síðar var ég búin að tæta kerfið mitt allt í sundur í tryllingi því allsterk sýra hafði hellst þar sem hún mátti alls ekki vera. Eins og lög gera ráð fyrir þegar hlutirnir eru rifnir í sundur í flýti passa þeir alls ekki saman aftur. Eins og dagurinn byrjaði vel virðst allt brotna í höndunum á núna, ég hef því ákveðið að fara snemma út af labbinu, draga djúpt inn andann og fara á skíði.

heyrumst, sjáumst, skrifumst á morgun

posted by Big Bird a.k.a. BB 3:09 e.h.


spacer