{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{fimmtudagur, janúar 19, 2006}

 
Halló gott kvöld og gleðilegt nýtt ár!!

Já loksins kem ég mér að því að skrifa eitthvað smá á Strætið. Alveg hrikalegt hvað tíminn flýgur áfram. Mér finnst við BB rétt lentar en svo áttaði ég mig í morgun er ég krossaði gærdaginn af dagatalinu að það væri kominn 19. og janúar á nýju ári alveg næstum því búinn.
Það er samt ekki svo að skilja að ég sé ekki að fylgjast með hvaða dagur er....jú jú ég passa upp á það að vera búin að lesa allt fyrir tímana á þriðjudögum, lesa verkefni nemenda minna fyrir miðvikudaga og sinni öðrum skólaverkefnum á réttum dögum. En þetta eru bara dagar og hefur númer þeirra í sjálfu sér haft litla þýðingu fyrir mig undanfarna mánuði. Hins vegar eru það amk 4 dagsetningar í janúar sem hafa átt hug minn allan undanfarið og dettur mér í hug að segja ykkur frá þeim (ok ok það er nett gúrkutíð í fréttaflutningi strætisins......vonandi virðið þið viljan fyrir verkið ;)

3. jan 2006
Doktorsnefnind mín var formlega stofnuð þennan dag.....sem þýðir að 4 mánuðum síðar má ég taka General Exam, nokkurs konar stöðupróf í doktorsnáminu. Þar á ég víst að sýna og sanna hvað ég hef lært á öllum þessum tíma hérna, hvernig ég get komið því frá mér skriflega og hvernig ég hyggst nota þekkinguna til að vinna doktorsrannsóknina. Jamm, eftir að þessu prófi er náð má ég hefjast handa við að vinna doktorsrannsóknina.

23. jan 2006
Fyrsti doktorsnefndarfundurinn minn er áætlaður þennan dag. Þar verður rætt um hvort ég þurfi nokkuð að taka fleiri kúrsa sem og rætt um hvernig General Examið skuli framkvæmt.

25. jan 2006
Cold Play tónleikar í Key Arena - sem að öllum líkindum verða fimmtu Cold Play tónleikarnir mínir. Af öllum þessum tónleikum eru Parachutes tónleikarnir í Laugardalshöllinni í mestu uppáhaldi........textabrotið "look at the stars, look how they shine" for you ætti að skýra málið fyrir þeim sem mig þekkja. Næst bestir voru tónleikarnir í Gorginu í góðum félagsskap.....uss ég gat næstum gert það sem fimmtug frænka mín vildi eitt sinn gera við Chris Martin. Og það er ekki það sem þig haldið :)

29. jan 2006
Áætlaður komutími Gallapagusar! og hefur mér hlotnast sá heiður að fá að vera í móttökunefndinni. Jibbbbíí...jei

Svo er bara að krossa fingur og vona að allt planið haldi sér!

Þar til næst,
In a haze, a stormy haze, I’ll be round
I’ll be loving you always, always.
Here I am and I’ll take my time
Here I am and I’ll wait in line always
Always.

posted by Big Bird a.k.a. BB 9:27 e.h.


spacer