|
þriðjudagur, janúar 03, 2006
Þá erum við aftur komnar til Seattle eftir æsi skemmtilegt ferðalag í vesturátt. Ferðalagið gekk vel og lentum við í Seattle einungis 30 mínútum á eftir áætlun en lengi vel leit út fyrir að við kæmust ekki á leiðarenda fyrr en á miðvikudag. Flugleiðaflugið gekk stóráfallalaust fyrir sig þótt það tæki næstum heila eilífið að bóka okkur og sannfæra frúnna um að það væri virkilega í hennar verkhring að bóka töskurnar okkur alla leið. Það er eins fallegt að við höfum farið þetta einu sinni eða tvisvar áður annars hefðum við sjálfsagt verið sannfærðar um að best væri að taka töskurnar í gegnum tollinn og hlaupa svo með þær yfir þveran og endilangan flugvöllinn til þess að bóka þær inn aftur. Flugið út var yfirbókað og töluverðan tíma tók að raða saman fólki sem engan vegin gat séð hvort af örðu í þessa klukkutíma sem flugið tekur en þegar þeim hrókeringum var loksins lokið var tekið á loft í rokinu í Keflavík. Í Baltimore beið okkar seinkun, vitlaust veður á vesturströndinni og ekki hægt að lenda. Við Kúkkí stóðum þolinmóðar í röðinni og fylgdumst með viðbrögðum fólks þegar það sá nýju ferðaáætlarnirnar sem gerðu ráð fyrir brottför á miðvikudegi í stað mánudags. Þegar röðin var komin að okkur vorum við enn að velta fyrir okkur hvað við myndum gera í Baltimore fram á miðvikudag en viti menn það birti til meðan stúlkan var að leita að nýrri flugleið fyrir okkur og við flugum í hálf tómri vél einungis 30 mínútum á eftir áætlun. Næsta vél beið svo eftir okkur svo allt gekk þetta vel að lokum. Það var aðeins eitt sem við klikkuðum á, það var nesti. Á leiðinni heim til Íslands höfðum við nefnilega útbúið ´súsí´ bakka til þess að hafa í innanlandsfluginu. Það var ekki boðið uppá neinn mat í innanlandsflugin og styttur tími milli véla svo nesti var nauðsynlegt. Við gerðum samt góðlátlegt grín af þessu og okkur fannst við vera orðnar ansi ameríkanseraðar að vera með nesti en mikið hefði ég nú viljað óska þess að við hefðum gert hið sama í fluginu í gær. Báðar vorum við náttúrulega glorhungraðar þegar við komum í Leifsstöð enda engin tími til þess að huga að nokkru slíku þegar maður er að kveðja ástvini. Eftir langa röð í innritunni var ekki mikil tími í fríhöfninni auk þess sem kaffiterían í bandaríka rananum var líkari eyðimörk en matsölustað, við fengum þó skyr og kleinu. Flugleiðir bauð svo upp á mat en meira fengum við ekki. Bæði í Baltimore og Las Vegas var allt lokað og ekki einu sinni sjálfsalar fyrir kók og prins. Harðfiskur frá Jóa koma sér þá vel. Við vorum nærri aðframkomnar að hungri og þorsta þegar við komum til Seattle en sem betur eru heimamenn Sívætu öllu manneskulegri og hafa sjálfsala sem við nýttu okkur og björguð okkur þannig frá Jakk í kassanum en sú skyndibita keðja vann sér það helst til frægðar að Kurt Cobain fannst borgarnir þeirra helst til subbulegir og neituð að leggja þá sér til munns þó svo hann væri langt leiddur í heróínneyslu. Okkur til mikillar furðu skilaði farangurinn okkur sér og allur í heilulagi nema náttúrulega stór bláberja skyr dós sem ég var með. Það er bara frískandi að þrifa ferðatöskur eftir rúmlega 20 tíma ferðalag. Sem betur fer var ansi margt fleiri bitastætt í töskunum og skápar og skúffur því fullar af góðgæti.
Við erum komnar aftur til Seattle og sendum saknaðar kveðjur heim.
posted by Big Bird a.k.a. BB 3:20 e.h.
|
 |