{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{fimmtudagur, október 06, 2005}

 
Hummm þá er Kúkkí mætt aftur í Sesamestræti og lífið komið í samt lag að mestu leyti. Já kvarterið byrjar bara með látum þar sem að ég lenti um miðnætti aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku og var bara mætt í tíma kl 09 að morgni þriðjudags. Svo las ég greinar fyrir miðvikudaginn þar til tímamismunurinn bar mig ofurliði snemma um kveldið og var mætt í skólann kl 9.30 á miðvikudegi. Pewww....já hver segir að námsmannalífið sé létt? :Þ Ok ok ég skal samt viðurkenna að það hefur ekki bara verið strit í þessar tæpu tvær vikur sem liðið hafa. Jú eins og glöggir lesendur hafa fattað þá skelltum við okkur á Sigur rósar tónleika á miðvikudaginn og svo var það Franz Ferdinand á laugardaginn. Ekki nenni ég að lýsa laugardagskvöldinu í smáatriðum og benti fólki bara á að kíkja á Mæju eða Gunna til að sjá myndir og lesa frásögnina.

Annars er það helst að frétta úr Strætinu að Bakaradrengurinn er fluttur út og þakkaði fyrir gestrisnina undanfarinn rúman mánuð með því að elda fyrir okkur BB. Töfraði hann fram hvern dýrindis réttinn á fætur öðrum (reyndar með hjálp Ballard Markaðar) og fóru þar fremst í flokki pönnusteiktar rækjur í rjómasósu. Jú ég sver það að BB borðaði þær með bestu list :Þ Við Sesamestrætisbúar (þ.m.t. Aragon) þökkum Bakaradrengnum kærlega fyrir veruna. Í Axfjörð fjölskyldunni er það vel þekkt vandamál að þegar ein húsatu... yfirgefur verustað sinn (athuga skal að það telst afar sjaldgæft) þá er varla hægt að snúa sér við áður en önnur er komin í hennar stað. Og skv. nýjustu fréttum handan hafs stefnir allt í að þannig verði málum háttað í Strætinu innan skamms. Eins gott að sú húsatu... kunni að elda jafngóða rétti og Bakardrengurinn :) Þeim sem vilja minnast okkar með matar eða nammi sendingum er bent á að afla sér upplýsinga um núverandi íverustað húsatu...nnar og koma á hana pökkum. ORA grænarbaunir eru vinsamlegast EKKI afþakkaðar!

þar til næst, gefstu ekki upp, lífið er langhlaup!

posted by Big Bird a.k.a. BB 12:12 f.h.


spacer