|
þriðjudagur, september 13, 2005
Það mætti halda að engar nettengingar væru til á Íslandi ef tekið er mið af skrifum hér á Strætinu undanfarið. Humm.....stelpurnar ekki alveg að standa sig enda margt annað sem átt hefur hug allan í Íslandsdvölinni. BB situr við skriftir fræðigreina en hefur náð að vísitera aðeins í kaflaskiptum. Hún leggur svo að af stað aftur í Sesamestræti á miðvikudaginn og geri ég ráð fyrir að það verði nokkuð kærkomið að hitta Viggo aftur :Þ
Eins og komið hefur fram náði ég að verða árinu eldri og komast á fertugsaldurinn án teljandi vandræða. Var það mikill mannfagnaður og kann ég öllum hinar bestu þakkir sem litu við eða sendu kveðju. Mér skilst svo að veislan hér teljist ekki með í ammeríkunni og verð ég því að öllum líkindum að baka köku og bjóða heim í Strætið er út kemur. Ef engin veisla verður haldi í Seattle er líklegt að ég staðni bara á þrítugsaldrinum þar......hummm, er það kannski góð hugmynd? Að öðru leyti hef ég verið að dunda mér við að mæta á fundi út í bæ og kanna möguleika á að fá fólk til samstarfs varðandi doktorsrannsókn. Nokkrar blikur eru á lofti en vil ég leyfa þeim að þróast betur áður en skýrt verður frá áætlunum. Svo stay tuned! Marga góða vini hef ég hitt undanfarið og verð ég að segja að það er alltaf jafn frískandi að eiga langt spjall við vin. Fer ég því rík af minningum og góðum ráðum út aftur í hinn stóra heim eftir 9 daga. Jebb allt hefur sinn endi og á það líka við um þessa heimsókn....en eins og kær vinur benti mér á þá eru jólin handan við hornið og verð ég því komin aftur á klakann áður en ég veit af.
Þar til næst, vinur skaltu vinum vera
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:10 f.h.
|
 |