|
föstudagur, ágúst 12, 2005
Kúkkí fór í bæinn og gettu hvað hún sá?
Strák í strætó sem brosti svo smitandi brosi að Kúkki komst ekki hjá því að brosa. Stúlku sem seldi vindspil en þegar betur var að gáð var hún óuppgötvaður rithöfundur. Gamla konu sem gætti barnabarna meðan dóttirin gramsaði í útsölukössunum. Unglinga sem greinilega voru fárveikir af únglíngaveikinni. Heimilislausa ólétta stúlku sem bað um pening fyrir mat. Afgreiðslustúlku sem gaf vinkonu sinni skýrslu um stefnumót gærkvöldsins.
Hummmm já það er margt að sjá í miðbæ stórborgar.
Datt bara að hug að setja inn nokkrar línur hérna en greinilega er ekki mikið vit í stelpunni í kvöld. Reyni að gera betur næst. Nei bíddu já ég ætlaði að monta mig aðeins. Ég var alveg búin að gleyma því þar til í gær að ég er að fara á Cold Play tónleika á þriðjudaginn. Alveg merkilegt að ég hafi gleymt því....eins og ég er mikill aðdáandi. Humm.....tja tónleikarnir verða örugglega bara betri fyrir vikið. Ég gef Chris þá bara orðið:
Trying hard to speak and fighting with my weak hand driven to distraction its all part of the plan when something is broken and you try to fix it trying to repair it any way you can
I dive in at the deep end you become my best friend i wanna love you but i don't know if i can i know something is broken and i'm trying to fix it trying to repair it any way i can ...
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:30 e.h.
|
 |