|
þriðjudagur, júlí 26, 2005
Átta merki þess að þú hafir verið of lengi í útlöndum:
þú þakkar kurteislega fyrir þig og segist hafa fundið allt í bónus sem þig vantaði án þess að á þig hafi verið yrt þú er hálf móðguð þegar þegar flugfreyjar spyr þig hranalega: ,,vildir þú ekki kaffi eða hvað ?" án þess að hafa boðið það áður þú brennir þig á heita vatninu í krananum því það er jú heitt þú tekur örstutta sturtu til þess að kafna hreinlega ekki úr brennisteinslykt og sennilega bara ískalda á morgun þú þarft að fylgja skiltunum á nýju gatnamótum sem verður til þess að þú kemur við í mósó á leiðinni í hafnarfjörð eða svo gott sem þér er hrósað í hástefjan þegar þú getur mannst erlendu símanúmersrulluna hjá vodaphone meðan vinir þínir hlæja af klaufalegum tilburðum þín til þess að segja/muna það á íslensku. þú átt fullt í fangi með að fylgja eftir fólkinu sem strúnsar um í Kringlunni. þú dettur ósjálfrátt inní að hlusta á samtöl á ensku en tekur ekkert eftir þeim sem eru á íslensku.
ohhhh hvað er gott að vera komin heim, það var svo sannarlega komin tími til þess svo ég breyttist ekki endanlega í kana.
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:36 e.h.
|
 |