{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{þriðjudagur, júní 07, 2005}

 
Þar sem ég var að enda við að skrifa komment hjá Mistu systur og kvarta yfir stuttum færslum er eins gott að ég skrifa eitthvað á Strætið núna. Já ég hef ekki látið heyra í mér lengi lengi og er helst tvennu um að kenna. Í fyrsta lagi eru prófessorarnir sem kenndu mér þetta kvarter sannfærðir um það hver fyrir sig að þeirra fag sé það langmikilvægasta. Trúir þessari sannfæringu setti hver þeirra fyrir bílfarm af lesefni og verkefnaskil í hverri viku. Humm.........er það ekki aðeins og mikið? Í annan stað var ég boðin í brúðkaup Erlu vinkonu þann 28. maí og hreinlega varð ég að mæta þar sem við höfum fylgst að í gegnum lífið í brátt 21 ár. Svo að ég mátti gjörasvovel og lesa alla bílfarmana og vinna verkefnin á 8 vikum í stað 10 vikna því ég varð að skrópa síðustu 2 vikurnar í skólann. Púfff....þetta var lengsta kafsund til þessa en núna er ég búin að skila öllu verknefnum og tæknilega komin í frí fram til 22.júní.

Íslandsförinn var snilld og yrði alltof langt mál að rekja hana hér. Þar sem að ég stoppaði bara í eina viku var ekki hægt að komast yfir að heimsækja alla sem ég þekki en úr því mun bætt í enda ágúst er ég kem aftur heim í frí. Reykjavík skartaði sínu fegursta þessa viku og blóðrautt sólarlag kvöld eftir kvöld styrkti enn frekar ákvörðun mína um að Ísland er fallegast í heimi og hvernig annars staðar vil ég búa þegar ég verð stór. Erla vinkona er núna orðin heiðvirt kona og gekk allt að óskum í athöfninni sem og veislunni. Erla fær þó nokkur rokkprik (já já þetta er stolið frá þér Mista) fyrir að bjóða veilsugestum upp á bestu súkkulaðiköku sem ég hef á ævinni smakkað. Nammmiiinaaammmmm...

Á stefnuskránni næstu tvær vikur er að búa til gestalista fyrir þrítugsafmælið mitt og reyna að ákveða allt um framkvæmd þess atburðar. Allar hugmyndir lesenda eru vel þegnar, sérstaklega ef þið vitið um sal sem fæst fyrir lítinn pening.
hehehehhe ég verð nú samt ekki tvær vikur að gera listann svo að eitthvað fleira er áætlað að gera á næstunni.
Við BB erum að fara í kvöld að sjá íslensku myndina Næsland á alþjóðakvikmyndahátíð Seattle. Það verður eflaust gaman. Próflokaafsleppelsi er áætlað á föstudaginn og á sunnudaginn ætla ég að gerast leiðsögumaður fyrir japanska skólasystur mína og keyra hana í Morfeus um allt. Stelpugreyið hefur varla farið út fyrir campus þessa 9 mánuði sem hún hefur búið í Seattle. Svo það er Kúkkí til bjargar...tadarrraaa!
Nú svo á þriðjudaginn fjölmenna íslenskir námsmenn á Crocodile café til að hlusta á Emiliönnu Torrini.....það verður gaman. Og á miðvikudagsmorgun kl 7 verð ég mætt um borð í bát til að sigla til Victoria eyju í Kanada að heimsækja aðra skólasystur mína. Jamm, námsmannalífið er ljúft á stundum ;Þ

En þetta ætti að nægja af rugli í bili,
þakka þeim sem hlýddu.

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:19 f.h.


spacer