|
föstudagur, maí 06, 2005
Þetta voru sjálfsagt eftirminnilegustu Snowpatrol tónleikar sem ég hef nokkurntíman séð, helst eru þeir eftir minnilegir fyrir það að ég sá ekki Snowpatrol. Pínu ruglingslegt ? Örvæntið eigi því ég mun útskýra þetta betur.
Forsaga málsins er sú að fyrir allnokkru keypti Armin fjóra miða á Snowpatrol í forsölu. Ég heyrði fyrst í Snowpatrol á Deck the Hall tónleikunum í Keyarena og leyst svo vel á piltana að ég varð mér út um diskinn þeirra. Ég var því meira en til í að fara á aðra tónleika með þeim þar sem þeir voru aðalbandið. En........örlaga daginn mikla þegar Þorri bróðir og Huginn komu í heimsókn barst mér tölvupóstur frá mínum besta óvini, miða-meistaranum; forsala á miðum á tónleika Mobies var að hefjast. Ég hef lengi verið heilluð af Moby, það er eitthvað við tónlistina hans sem grípur mig gersamlega. Nánast að tryllast úr spenningi hringi ég í Armin og segja honum fréttirnar: Moby er að koma. Og þá kom áfallið, Moby var að spila ekki bara sama dag og Snowpatrol heldur á nákvæmlega sama tíma og um það bil tíu mínútna gangur milli tónleikahúsanna. Hvað gera bændur nú ? Mér fannst þetta augljóst, við seljum bara Snowpatrol miðana og förum á Moby :) en því miður eru ekki allir eins hugfangnir af snilligáfu Mobies og ég og 'sumum' finnst hann meira að segja bara hálf ruglaður. Ég sá því fram á að aftur myndi ég missa af Moby, því ég get augljóslega ekki verið á tveimur stöðum í einu. Svo kom miðvikudagurinn fjórði maí og við héldum af stað á tónleikana, ég, Kúkkí, Armin, Lorna, Matt félagi Armins og tvær ammerískar kvennsur. Ég, Kúkkí, Armin og Matt hittumst á litlum veitingarstað rétt hjá Paramount theather til að fá okkur drykki og sushi. Við vissum af eigin reynslu að þetta var fyrirtaks staður til þess að hittast á fyrir uppákomur í Paramount en þetta kvöld var Moby í Paramount en um það bil tíu mínútna gangur þangað sem Snowpatrol átti að spila. Yndislegur veitingarstaður en kannski full mikill skepnu skapur að velta mér svona uppúr því að ég væri að missa af Moby allavega fannst mér það. böt eníhá Eftir ósköpin öll af sushi og sennilega tvo litra af kók á mann var haldið af stað. Við vorum rétt komin út af veitingarstaðnum þegar Armin réttir mér miðan minn og bendir mér að fara í hina áttina. Ég tók miðan stakk honum í vasann og gekk á eftir Armin sem hélt áfram að tuðu um að ég ætti að fara í hina áttina. Ég botnaði ekkert í þessum brandara hjá strákum og lét því bara einsog ég heyrði ekki í honum. Svo fór Kúkkí að tuða um að ég ætti að kíkja á miðann minn ?? Svo ég hlýddi..........Moby stóð á miðanum mínum, ég gersamlega missti andlitið. Jammmm Armin hafði sem sagt í samráði við Kúkkí, keypt miða fyrir mig, Kúkkí og Lornu á Moby en var sjálfur að fara á Snowpatrol. Það tók mig að minnst kosti 2 mínútur að átta mig á hvað var að gerast. Ég var að fara að sjá Moby eftir allt saman !!!!!!!!!!!!!!!!!!
Moby var geggjað góður, þar sem ég hafði ekki hugmynd um að ég væri að fara á tónleika var ég ekkert búin að kynna mér nýja diskinn hans en það var bara betra. Hann var alveg geggjaður, oftar en einu sinni fékk ég gæsahús niður allt bakið þegar hann byrjaði spila lög sem sendu mig aftur nokkur ár í tíman. Mikið rosalega getur tónlist verið öflug, GEÐVEIKT.
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:30 e.h.
miðvikudagur, maí 04, 2005
ég veit, ég veit, ég er engan vegin ad standa mig í stykkinu, Bono er bara svo glæsilegur að ég fæ mig vart til þess að ýta honum neðar með einhverjum bull skrifum. Enga síður, Sesamestrætisbúar hafa delúxað ýmislegt síðan þeir valhoppuðu út af U2-tónleikum í síðustu viku. Helgin var til að mynda mikil Íslendinga helgi. Á föstudaginn hittust, Gunni, Mæja, Kári, Kúkkí, BB og Armin á Ívars, tilgangur hittingsins var að spjalla um heima og geyma, borða á sig gat og 'vökva lífsblómið' eilítið. Endaði svo hópurinn á Sunset bowl þar sem BB sýndi en og aftur hvernig halda eigi heildarskori í lágmarki. Radfordarnir, Pétur og Ólöf bættust í hópinn í keilusalnum enda veitti Radfordurunum ekki af þeim liðsauka gegn geysisterku liði Sesamebúa. Leikmenn kvöldsins komu þó báðir úr liði Radfordara, María var leikkona kvöldsins enda sú eina sem hafði kjark til þess að syngja í karíókí.....ég veit við erum algeralega huglaus. Leikmaður kvöldis var Gunnar fyrir að takast að ógilda í keilu og það oftar en einu sinni..............ég hélt að það væri ekki hægt en alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Flest stig hlaut hann í þessu kjöri fyrir einkar glæsilega 'sels-fellu' en svo er það kallað þegar leikmenn renna sér á maganum á eftir kúlunni......þessi tæki ku þó vera ólögleg, hence enn einu sinni ógilt.
Sunnudagurinn var ansi þjóðlegur og hófst með kleinu bakstri undir dyggri leiðsögn Péturs Radford. Eftir að hafa bakað nokkra Hagkaupspoka® af kleinum, pungum og pörtum var haldið í boð til íslenska sendiherrans í bandríkjunum. Undirritaður, BB, lét sig þó vanta í þá samkomu en nýtti tíman ferkar til andlegs undirbúnings fyrir Settlers sem átti að spila síðar um kvöldið. Það var greinlegt að aðrir Sesamestrætis búa voru ekki eins vel undirbúnir fyrir átökin og svo fór að Radfordarar unnu nauman sigur.
Frábær helgi að baki og heilvika af skemmtileg heitum framundan. Snowpatrol tónleikar í kvöld :)
posted by Big Bird a.k.a. BB 8:53 f.h.
|
 |