{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{þriðjudagur, apríl 05, 2005}

 
Úff, litla systir heimtar nýtt blogg og þá er eins gott að bregðast skjótt við. Þögnin undanfarið á Strætinu er í engu samræmi við það sem hefur verið í gangi hjá okkur. Það fer jú stundum þannig þegar maður kemst í frí frá skólanum að ekki hefur maður minnstu löngun til að setjast niður fyrir framan tölvuna og skrifa. Og þar sem BB er bókstaflega á kafi að skrifa Almenna prófið (general exam) sitt þá hefur hún heldur ekki haft tíma til skrifta.

En skólinn er byrjaður aftur og mér því ekkert að vanbúnaði að eyða mörgum klukkutímum fyrir framan tölvuna...já þið eruð heppin skal ég ykkur segja.
Þar sem að það eru 20 dagar frá síðustu færslu mundi það æra óstöðugan að lesa nákvæma skýrslu um það sem hefur gerst á þeim tíma. Vegna fjölda óstöðugra lesenda þessarar síðu mun ég því bara stikkla á stóru í þetta sinn.

Heilunarnámskeið
Já þú lest þetta rétt, ég Kúkkí hin Göldrótta skellti mér á heilunarnámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga þann 19. mars og kom til baka 23. mars. Námskeiðið var haldið á eyju sem heitir Orcas og er hluti af eyjaklasanum San Juan. Á eyjunni eru búðir sem kallast Indralaya og þar fór námskeiðið fram. Nánari upplýsingar um hvað ég lærði þar verða aðeins gefnar upp undir fjögur augu og mjög líklega gegn því að ég fái að æfa mig á viðkomandi :Þ

Heimsókn Þorra og Hugins
Þorri litli bróðir BB kom ásamt Hugin vini sínum í páskaheimsókn til Seattle. Þeir mættu til Seattle 22.mars og hélt Huginn upp á afmælið sitt daginn eftir og fóru allir út að borða í tilefni dagsins á veitingastað sem er efst upp í Geimnálinni. Næstu tveimur dögum var eytt í skoðunar- og verslunarferðir, í mismiklum mæli þó. Á föstudagskvöldið sjáum við Seattle Super Sonics bera sigur út bítum í framlengdum leik gegn New York Knicks. Síðan á laugardegi var förinni heitið til Kanada eða nánar tiltekið til Whistler þar sem þremeningarnir sýndu öðrum fjallaförum hvernig á að bera sig að á snjóbretti (eða borði eins og sumir kalla það :) Einmenningurinn hafði það gott á meðan í litla skíðabænum en afrekaði samt að fara í kláfi lengst upp á fjall.....lofthræðsla hvað!!!!
Við héldum svo heim á mánudag og skólinn byrjaði á þriðjudag auk þess sem að BB hóf ritgerðasmíð fyrir alvöru. Næstu daga, fleiri búðir og smá skoðunartúrar. Kíktum á djammið á föstudagskvöldið og strákarnir tóku svo hefðbundna ameríska karlbonding stund á laugardagskvöldið með pizzuveislu og körfuboltasjónvarpsglápi. Á sunnudagskvöldi var svakalega sjávarrétta veisla í Strætinu þar sem allir áttu hönd í bagga. Já Tveir Fiskar hvað!!! Nú svo keyrði BB strákana á völlinn á mánudaginn og höfum við fyrir því áreiðanlega heimildir að þeir hafði komist í gegnum tollinn og séu í þessum skrifuðu orðum að berjast við flugþreytu.

Önnur skólavikan á þessu kvarteri er hálfnuð á morgun og stefnir í að verða jafnvel verri en á síðasta kvarteri.....bara gaman að því ;o) BB skrifa eins og óð væri og mun hún afhenda eintak af ritgerðinni á mánudaginn komandi og verja svo allt heila draslið 23.apríl.

Að síðustu langar mig að láta lesendur vita að ég mun óvænt koma heim til Íslands 26.maí og verða fram til 2.júní. Þannig er mál með vexti að Erla vinkona mín er að fara að ganga í hjónaband og því má ég ekki missa af. Sem betur fer var skattmann hér í USA svo elskulegur að gefa mér fyrir Flugleiðamiðanum en flugið til og frá San Fran er fjármagnað af styrktaraðila í Breiðholtinu en sá aðili hefur óskað nafnleyndar.

Þar til næst...The brain is not, and cannot be the sole or complete organ of thought and feeling.

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:25 e.h.


spacer