|
þriðjudagur, mars 08, 2005
Ja gúddag eins og sumir fjölskyldumeðlimir mínir myndu segja! Hvað er títt?
Héðan úr Strætinu er allt við sama heygarðshornið þar sem stelpurnar keppast við að skrifa ritgerðir í sitt hvoru horninu og hafa lítinn tíma til að sinna sjálfum sér og öðrum á meðan. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Til að halda mig við þemað sem hefur verið ríkandi hér á Strætinu undanfarið ætla ég að útskýra þessa afleiðu mína á geðslegunótunum.
Jú sko eins og þið flest vitið þá er það mín helsta dægradvöl að finna upp og líma geðgreiningar á vini og vandamenn, þeim ýmist til gleði eða ama. Hingað til hef ég skilgreint nokkur heilkenni og sem dæmi má nefna valkvíðaröskun. Valkvíði byrjar oft á unglingsaldri og helstu einkenni er að geta ekki fyrir sitt litla líf valið. Segjum sem svo að einstaklingur sem væri með valkvíða færi á Starbuckskaffihús. Hann/hún stendur í röðinni og þykist vera að lesa á kaffivalstöfluna en í raun er viðkomandi að öskra innra með sér....."alltof margir möguleikar...ég get ekki valið". Svo þegar röðin kemur að valkvíðasjúklingum þá spyr kaffiþjónninn: hvað má bjóða þér? Með herkjum getur sjúklingurinn stundið upp: bara latte takk (og þykist góð/ur að hafa geta þetta) en þá byrjar ballið. Hversu stórt, hvernig mjólk, eitthver bragðefni.....möguleikarnir eru endalausir og það þyrmir yfir valkvíðasjúklinginn og hann segir: "ég vil bara það sama og hann" og bendir á viðskiptavininn fyrir framan sig. Hummmmm.......hver hefur ekki verið svona geðveikur?
En aftur að efninu. Ég sem sagt fann upp nýja geðgreiningu í dag og er einmitt þegar þetta er skrifað afar veik af henni. Já ég bara vaknaði í morgun og allt var í góðu en svo vissi ég ekki fyrr en ég var orðin fárveik um ll leytið. Einkenninn eru eftirfarandi: þarf að skila 14 bls ritgerð eftir 72 tíma, er með opið Word skjal fyrir framan mig og kaffi í bolla við hlið mér og klukkan tifar. Samt opna ég Sesame stræti og byrja að skrifa eitthvert rugl. Já ég er að hugsa um að kalla þessa geðveiki: skiladagsfrestunarveiki. Þar sem að einkennin eru komin til vegna þess að skiladagur verkefnis nálgast óðfluga og veldur því að tilhneigin mín til frestunar á framkvæmdum eykst til muna. Hummmmm..........hafið þið hugmynd um hvernig maður læknar þetta?
Já og ég er að hugsa um að stofna stuðningsgrúppu online.....þeir sem vilja vera með í Fresturunum er bent á að skrá sig í kommentakerfinu hér að neðan :o)
En this too shall pass!
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:56 e.h.
|
 |