{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{mánudagur, febrúar 21, 2005}

 
Já já nú ætla ég bara að skrifa hér í annað sinn á nokkrum dögum. Þannig er að mig langar til að deila með ykkur því sem ég hef verið að lesa undanfarna klukkutíma. BB færði mér í gær blaðið Time frá 17 janúar 2005 en það hefti er tileinkað hamingjunni og bíður uppá úrval áhugaverðra greina um hamingjuna. Af hverju eru sumir hamingjusamari en aðrir? Hvar er hamingjustöðvarnar í heilanum? Hvaða áhrif hefur hamingja á heilsu manna? Hvaða áhrif hefur hlátur á hamingjuna? Þessum og fleiri spurningum reyna greinahöfundar að svara. Ég googlaði Time og ætlaði að hlekkja eitthvað af þessum frábæru greinum hérna en því miður býður Time bara upp á fyrstu línur hverrar greinar á netinu en ef vilji er til að lesa meira þá þarf að borga $4.95. Svo að ég geri bara smá samantekt fyrir okkur á námsmannaprís ;)

Ef ég hef skilið greinarnar rétt þá er þeir hamingjusamastir sem umgangast annað fólk reglulega. Fólk sem eyðir góðum tíma með fjölskyldu og vinum var víst áberandi hamingjusamara en þeir sem einblíndu á græða sem mesta peninga. Einnig kom fram að fólk gaf sér tíma í lífsins önnum til að stoppa augnablik og dáðst að undursamlegum sköpunaverkum allt í kring, gaf sér tíma til að hlægja dátt og tíma til að slaka á var víst að meðaltali hærra á Hamingjuskalanum.

Sálfræðingurinn Sonja Lyubomirsky gerði rannsókn og byggt á niðurstöðum hefur hún tekið saman 8 þrep sem eru til þess ætluð að auka hamingjuna hjá þeim sem vilja. Þau eru:

1 - Gefðu gaum að því sem þú ert þakklát/ur fyrir.
2 - Sýndu góðvild, bæði óvænt og skipulega.
3 - Njóttu lífsins í allri sinni dýrð, í augnablikinu.
4 - Þakkaðu lærimóður/föður fyrir allt það sem þér var gefið.
5 - Lærðu að fyrirgefa.
6 - Fjárfestu tíma og orku í sambönd við fjölskyldu þína og vini.
7 - Hugsaðu vel um líkama þinn.
8 - Lærðu og notaðu aðferðir til að ráða við streitu og erfiðleika.


Jamm þar höfum við það.....og allir svo út að auka hamingju sína!

Don´t worry, be happy!

p.s. Til allra kvenna sem hingað kíkja í heimsókn: Gleðilegan Konudag í gær! hér er @-:-- í tilefni dagsins.

posted by Big Bird a.k.a. BB 9:15 e.h.


spacer