{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{laugardagur, febrúar 19, 2005}

 
Ég er að hugsa um að bregða út af vananum og hafa skrifin í dag á öðru tungumáli en íslensku. Þessi hugmynd kemur til vegna þess að fyrir ekki svo löngu var ég sem oftar í tíma í skólanum og þá var lesinn upp texti sem hitti mig í hjartastað. Ég rauk á upplesarann í pásunni og fékk hana til að leyfa mér að skrifa þetta upp. Skilaboðin eiga erindi til okkar allra að mér vitanlega. Og hef ég þá skriftir.

" Like a river flows life, strong and deep and filled with fast little eddits. Letting go is part of life´s definition and receiving is part of letting go. We could, in security or comfort, cling to each bend in the river, hold on to each boulder along the way. We could shackle ourselves with old colflicts, or bind ourselves with past loves, wanting always to liner in familiar scenes along the way. But river sweeps into our view new mysteries and holy places to hold us for a moment, then to see us safely on our way."

Já við skulum ekki bíða eftir lífinu heldur, sleppa tökunum og leyfa okkur að fljóta í ánni að næsta áfangastað, þá gerast ævintýrin.

þar til næst, hvíldu þig en gefstu ekki upp.

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:47 f.h.



{mánudagur, febrúar 14, 2005}

 
Í tilefni dagsins er ég að hugsa um að skrifa hér nokkrar línur. Ekki ætla ég að hella úr viskubrunni mínum um tilurð þessa dags þar sem ég veit ekki hætis hót hvernig hann kom til. Og sem meira er, þeir ameríkanar sem ég hef spurt um málið vita ekkert nema það að þeir eiga að kaupa eitthvað sætt handa kærustunni sinni. Hummm......þetta er enn eitt verslunarkapphlaupið og finnst mér enn að fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það tekur þátt í því. Hvað er í raun verið að segja? Já ég varpa þessari spurningu fram og fólk getur vel henni fyrir sér ef það hefur absalút ekkert annað að gera.

En að öðru...við BB höfum hreinlega verið að drukkna í verkefnum í skólanum og því haldið okkur að mestu á háskólalóðinni eða á heimaslóðum fyrir framan tölvuna. En á sunnudaginn var nóg komið. Já sólin skein í heiði (það er reyndar engin heiði hér ;) og bar gluggaveðrinu vitni. Eins og sönnum Íslending sæmir trufluðu sólargeislanir einbeitingu mína og mér fannst lítill fugl hvísla að mér: "fljót fljót farðu út í sólina áður en hún fer aftur bak við fjöllin". Ég hélt þetta út til kl 14 en þá fór ég til BB og tók mér orð Stefáns Hilmarssonar í munn: "stingum af, hhuu". Hún var til og við rukum út, stukkum um borð í strætó og skelltum okkur í miðbæ Seattle. Úff þar var nú margt um mannin, allir að hlaupa út og suður að kaupa réttu Valentínusargjöfina. Svo kátar voru stelpurnar að komast út og sjá fólk sem ekki bar bakboka á bakinu fullan af bókum að barnslegt bros lék um varir og ekki þurrkaðist það af þó að byrjaði að rigna. Nei nei við röltum um allt, skelltum í okkur einum hammar (ekki með eggi samt) og fengum okkur svo kaffi í eftirrétt. Svo héldum við heim á leið glaðar og kátar í bragði. Meira segja var BB svo glöð að hún brast í söng á leiðinni heim frá strætóstoppustöðinni. Hún baðaði út öllum öngum, valhoppaði og söng: "daradadadadammm....darradarradarra......hvíhví" Eins gott að hún var ekki í hvítum buxum :)

Hafðu það einfalt,
góðar stundit

posted by Big Bird a.k.a. BB 10:53 f.h.


spacer