{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{þriðjudagur, janúar 25, 2005}

 
Jæja þá erum við búnar að koma okkur þokkalega fyrir á nýja staðnum, það vantar reyndar ennþá ýmislegt en þetta kemur allt saman.
Flutningarnir gengu hratt og vel fyrir sig enda hafði Kúkkí safnað saman flokki hraustra manna til þess að hjálpa okkur. Á laugardaginn pökkuðum við í kassa og töskur og fluttum á milli ýmist fótgangandi eða í Morfíusi. Allt gert með Íslenska laginu, þ.e. hamast eins og fjandinn sjálfur þar til svo til allt nema húsgöngin voru annað hvort komin niður í kassa eða yfir í nýju íbúðina.

Ekki þýddi að slá slöku við á sunnudegi heldur var risið árla úr rekkju, jamm meira að segja vekjaraklukkurnar voru stilltar.
Oscar og Armin voru tímabundið hnepptir í ánauð og með hjálp Morfíusar og Óla voru öll húsgögnin komin í nýja staðinn um miðjan dag.
Úfff hvað kaffið og vínabrauðið var gott.
Evgenia, Gunnar og strákarnir runnu á kaffilyktina og mættu beint í kaffi. He, he, he héldu þau að þau myndu sleppa svo auðvelda. Eftir kaffi var læknisfjöldskyldan virkuð í framkvæmdirnar og áður en ég vissi af voru allir kassarnir farnir, hillurnar komnar upp hlaðnar bókum og meira að segja kertaljós á arinhilluna.

Nú erum við að jafna okkur eftir helgina, skólinn sat náttúrulega á hakanum meðan á fluttingunum stóð svo á þeim vettvangi er í nógu að snúast. Flutingar upp á þriðju hæð með engir lyftu reyndist líka hin besta líkamsþjálfun nógar voru allavega harðsperrurnar.....

TAKK KÆRLEGA öllsömul fyrir hjálpina, á einu degi breyttist íbúðin úr tómri leigu íbúð í heimili.

posted by Big Bird a.k.a. BB 4:02 e.h.


spacer