|
föstudagur, nóvember 12, 2004
"Je je je je, may I please go vertigo". Kannast einhver við þennan texta? Ef ekki þá hafið þið hvorki séð nýjustu iPod auglýsinguna né heyrt eitt af þeim lögum sem verða á nýju U2 plötunni. Hvorugt tveggja höfum við íbúar í Sesame stræti reynt og getum varla beðið eftir útgáfu plötunnar. Svo að í kvöld googluðum við frasan "U2 new album" til að fá upplýsingar um útgáfudaginn. Og það verð ég að segja að ég vissi alltaf að Bono og félagar væru snilld en sannfærðist enn frekar þegar ég sá þessa síðu. Tékkið á albúm release date. Já já ykkur missýnist ekki frekar en mér. Platan kemur út 17.nóv í Japan en restin af heiminum fær gripinn í búðir þann 22. nóv. Svo kemur platan út 23. nóv í N.Ameríku. Ergo: N.Ameríka er ekki staðsett í heiminum. Hihihihihihihi...ég vissi það, ég vissi það....ég er í rauninni í geimnum umkringd skrítnum geimverum. Það hlaut eitthvað að vera því að varla klæðir venjulegt fólk sig svona :Þ
þar til næst, verið góð!
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:06 f.h.
mánudagur, nóvember 08, 2004
Þá er mánudagur runnin upp með allri sinni dýrð. Þoka og grámylgulegt veður en þokkalega hlýtt. Það hlýtur að vera djúplægð í aðsigi, þannig var stemmningin allavega í morgun en þeir spá sólskini seinni partinn, jeeeeiiiiiiii......
Helgin var rosa fín, á föstudaginn bauð skandinavíska deildin okkur í pinna mat og vín og eins og sönnum skandinövum sæmir fórum við náttúrulega á barinn á eftir. Fyrst á UW stúdentakjallaran svo yfir í mekka skemmtanlífsins á Capital Hill.
Á laugardaginn komumst við svo í hálfgert jólaskap þegar við töltum í róleg heitum um miðbæinn, keyptum okkur ný föt og fórum í bíó. Það er alltaf eitthvað svo jólalegt að slæpast í miðbænum og fylgjast með fólkinu tryllast í góðu kaupunum.
Um kvöldið fórum við svo til Snæbjörns til að setja saman matseðil fyrir þakkargjörðarhátíðina. Það er ekki nokkur spurning að þetta verður stórglæsileg þakkargjörð hjá okkur í ár.
Fyrst að við gerðum eitthvað lítið að gagni á laugardaginn ákváðum við bara að halda því áfram og notuðum sunnudaginn aðallega í að þvo þvott og dytta að hinu þessu smálegu sem setið hafði á hakanum. Um kvöldið fórum við svo í scanhouse að horfa á Nóa Albinóa, ég hafði aldrei séð hana en þetta er stórfín mynd.
Þetta var því afskaplega rógleg og notaleg helgi og það er sennileg skýring á hve erfiðlega gengur að koma sér í gang í dag. Verst við kæmust örugglega ekki upp með að halda sama tempói út vikuna :)
Eru annars einhverjar nýlegar íslenskar myndir sem ég ætti að horfa á ?
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:54 e.h.
|
 |