|
laugardagur, október 30, 2004
Nú er komið að því....það er hrekkjavaka á morgun !!!!
Kúkkí var rétt í þessu að skera út glæsilegt grasker, Belle and Sebastian er í græjunum og búningarnir í stofunni. Úfff það sem maður kemur sér í :Þ
Við erum að fara í Hrekkjavökupartý, búningar alger skylda og við þáðum samt boðið. Sem betur fer var útsala í Kmart á Hrekkjavökubúningum svo við ættum að vera klárar í slaginn. Nú er bara að sjá hvort kjarkurinn bregðist okkur nokkuð ......
Þetta er reyndar ekki eins hrikalegt og það hljómar, partýið er í göngufæri og við þekkjum nánast engan á gestalistanum, sem í þessu tilfelli telst mikill kostur.
Jæja þá er stundin runnin upp, það er bara "galli" eins og Strúna myndi segja. Vel á minnst, Strúna verður Miss Iceland í kvöld og mun vera fulltrúi okkar á skemmtistöðum Miami Beach......bara að muna svo eftir að veifa að hætti fegurðadrottninga!
Þar til næst, lífið er leikur og við tökum þátt í því!
posted by Big Bird a.k.a. BB 6:17 e.h.
þriðjudagur, október 26, 2004
Þetta er ekki nokkur hemja, ég verð að fara að láta eitthvað spennandi gerast svo ég hafi eitthvað að skrifa um. Undanfarið hefur fátt markvert gerst ég fór reyndar á laugardaginn og hlustaði á Bill Mayer (stand brandarakarl) gera grín af Bush, trúarofstæki og almennt af íhaldssömum könum. Það fór furðu vel í fullt hús af könum og afskaplega vel í mig.
Kúkkí og ég fór í Costco í gær sem er svo sem ekki í frásögn færandi, við fórum sársvangar og beint úr ræktinni svo að sjálfsögðu voru þetta engin smá innkaup, það mætti halda að við værum að fæða heilan her. En við erum nú hátt í heilan her, stórar og stæðilegar svo með tilheyrandi skipulagi tekst okkur sjálfsagt að klára þetta fyrir jól.
Annars þakka ég mínu sæla fyrir tillitsemi ökumanni í Seattle, evrópski akstursstíllinn er ekki alveg að gera sig hérna. Okkur virðist ansi oft takast að sveiga óskrifaðar og stundum skrifaðar reglur í umferðinni og títstum svo eins og smástelpur þegar við áttum okkur á því.
Eftir verslunarferðina erum við svo tilbúinar fyrir hrekkjavökuna, grasker og nammi komið í hús en hugmyndir af búningum eru vel þegnar. Við erum búin að nota íslensku bónda hugmyndina og ég efast um að svarti plastpokinn telist til búninga.
Hláturinn lengir lífið segja ÞEIR.
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:08 f.h.
|
 |