{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{föstudagur, september 17, 2004}

 
Þá er ég að hugsa um að láta í mér heyra hérna á Strætinu. Þögn sumarsins að minni hálfu er ekki vegna þess að lítið hafi verið um að vera í sumar, heldur hef ég frekar verið að þjáðst af hreinni leti og ekki viljað fara inn úr íslenskri sól í gluggalaust tölvuherbergið heima og skrifa. En nú er ég kominn aftur til Seattle og hér eru gluggar í öllum herbergjum svo engar hef ég afsakanir lengur.
Ferðalagið frá Íslandi var ævintýri eins og lög gera ráð fyrir þegar ég er að ferðast. Það byrjaði allt saman þegar ég var að tékka inn í Leifsstöð. Stúlkan sem var að græja þetta ætlaði að senda aðra töskuna mína til Las Vegas (þangað sem hún átti að fara) en hina ætlaði hún að senda til Baltimore. Og voru það vökul augu mín sem komu í veg fyrir að töskurnar týndust. En þar með var ævintýrið ekki búið. Fer ferðalangurinn í Fríhöfnina og segir ekki meira af honum fyrr en komið er um borð í flugvél frá NYC til Las Vegas. Þar í gegnum lausann svefn heyri ég að flugstjórinn er eitthvað að tuða um að hann nái engu sambandi við flugvöllinn í Vegas og lenda verði því vélinni í Phoenix og okkur verði svo bara reddað þaðan á áfangastað. Óánægjustunur heyrast um allt í flugvélinni og skömmu síðar talar flugstjórinn aftur við okkur og þá hafði hann náð einhverju sambandi við Vegas-flugvöll og jú við máttum koma. Við lentum svo í Vegas og þar var undarlega lítið af fólki í vellinum enda kom í ljós að öllum flugferðum frá flugvellinum hafði verið aflýst frá og með kl 22 þar sem að flugumferðastjórnunarkerfið virkaði ekki og varakerfið fór ekki nema að litlu leyti í gang. Hryðjuverk? tja ég veit ekki en frétti síðar er ég skrafaði við flugvallarstarfsmann að Bush forseti hefði einmitt verið í kostningarherferði í Vegas og átti Air Force One að fara af stað þaðan um kvöldmat en komst ekki í loftið fyrr en kl 22 vegna þessarar bilunar. En kannski hefur bara skúringarkonan tekið kerfið úr sambandi til að koma bónvélinni að :0) Ekki vildi ég sofa á vellinum svo ég fékk hótelherbergi í nokkra tíma og var svo mætt aftur í flug kl 8 á miðvikudagsmorgun og komin til Seattle kl 14 eða ca 12 tímum á eftir upphaflega áætluðum komutíma. Þar sem BB er á ferðalagi tók ég bara skutluna í Strætið og hitti þar fyrir dönsku stúlkuna sem verður meðleigjandi minn næstu 2 vikur. Ég náttúrulega rauk að taka í spaðann á henni og sagði: Hi I´m Helga.......bara svona til að koma í veg fyrir að hún færi að spjalla við mig á dönsku og það virkaði. Þau hjónin hafa ekki beint að mér einni einustu setningu á dönsku en ég verð að játa það að ég næ samhenginu þegar þau tala saman á sínu ástkæra máli. Kannski ég herði upp hugann og dusti rykið af dönskunni.

Þar til næst......farið varlega!

posted by Big Bird a.k.a. BB 7:54 f.h.


spacer