|
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Svo ég eigni mér orð Alfreðs önd sem alltof sjaldan er vitnað í:
í dag er ég svo glaður, svo glaður, svo glaður,'eg er svo ofsa glaður sem aldrei var ég fyrr.
Það var rétt ákvörðun á sínum tíma að halda sig fjærri tölvuanfræðinni, það hef ég lært á undan förnum dögum og vikum. Það stefnir flest að því að sá lærdómur haldi áfram mér til ómældrar ánægju næstu daga en vonandi ekki vikur.
Það fór þó aldrei svo að ég læri ekki eitthvað af þessum tölvuvandræðum.
Fátt er svo að öllu illt, að ekki boði eitthvað gott :-)
Vonandi hefur engin gleymt því að Kúkkí á afmæli í dag !!!!!!!!!!!!!!!!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 2:28 e.h.
þriðjudagur, ágúst 24, 2004
Það væri lygi að segja að ég væri sérstaklega vel upplögð í dag. Á meðan enn eimir af hitabylgjunni heima er allt í einu komið oktober veður hér, rigningar suddi og allt hálf grátt ( nema náttúrulega bletturinn heima hjá mér sem er alveg upprifinn yfir þessu tíðafari).
Undanfarna daga hef ég unnið eins og brjálæðingur til þess að koma tilraununum aftur í gagnið og halda reikningunum gangandi og það helst fyrir grúppufundinn í dag.
Því miður tókst það ekki og því var próffinn minn ekkert sérstaklega upprifinn með afraksturinn. Það er þetta með að setja upp og laga sem tekur lang mestan tíma en svo þegar maður segir frá því er eins og maður hafi ekki gert handtak.
Ég verð að fara að kynna mér sjálfshælnis tækni kanans, þennan ótrúlega hæfileika til að láta minnst smáatriði hljóma eins og stórkostlegt afrek.
ARRRRRRRRRRRRRRRG
búff nú líður mér miklu betur
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:26 e.h.
|
 |