|
sunnudagur, ágúst 01, 2004
Það hefur ýmislegt verið braksað um helgina hér á kyrrahafströndinni. Föstudagurinn var fyrsti dagurinn í skólanum eftir alllanga fjarveru og því skiljanlega að ýmsu að ditta en úthaldið var lítið eftir pestina svo ég skrópaði í partý hjá Hermansson familý og sofnaði snemma.
Allt aðra sögu er að segja af laugardeginum, ég spratt fram úr rúminum rétt fyrir átta og var komin á hjólið á leiðinni áleiðis út í skóla vel fyrir hádegi. Eftir að hafa klárað það allra nauðsynlegasta renndi ég mér heim.
Ég var rétt búin að ná andanum þegar Armin birtist og við ásamt nýja leigjandanum töltum í miðdegismollunni út að skipa/laxa stiganum að skoða snekjur og sockeye lax.
Á leiðinni til baka stopuðum við í fiskbúð og keyptum lax á grillið og hvítvín til þess að sötra með. Eftir góða máltíð og kjaftagang í garðinum stukkum við á hjólinn og heldum út í Fremount í útibíó. Þar sá ég mocumetary í fyrsta sinn, Waiting for Guffman héld ég að hún heiti og er góð skemmtun. Þetta er mynd í heimildamyndastíl en samt alls engin heimildamynd heldur grínmynd með skemmtilegum og eftirminnilegum persónum.
Á undan myndinni voru afhent verðlaun í ''flipbook'' samkeppni og ég verð að segja að þessar bækur voru hreint ótrúlegar. Flipbook er teiknimyndabók sem maður flippar í gengum svo úr verður einskonar hreyfimynd, það var hreint ótrúlegt hvað sumar voru skemmtilegar, hvernig stutt saga var sögð og oft á tíðum með mjög einföldum myndum.
Sunnudagurinn var öllu róglegri. Ég var náttúrulega ríg montin að hafa enga strengi eftir hjólreiðarnar daginn áður og ákvað því að hvíla hjólið í einn dag að minnsta kosti og koma þannig í veg fyrir að ég findi fyrir áður óuppgvötuðum stengjum.
Í stað þess að þeystast fram og tilbaka á hjólunum hófum við daginn á matar miklum morgunmat og horfðum á aðra mocumetary eftir sama leikstjóra. Uppúr hádegi töltum við um Woodland park, hlustuðum á útitónleika og horfðum á kanínurnar....það gerist ekki mikið róglegra. Svo er bara stefnt að því að fara snemma að sofa og vakna úthvíld í skólan á morgun.
posted by Big Bird a.k.a. BB 8:48 e.h.
föstudagur, júlí 30, 2004
Ég er komin "heim" í heiðadalinn ég er komin "heim".....
Seattle tók mér fagnandi eins og við var að búast, steikjandi hiti, hálf dauð grasflöt en skælbrosandi köttur. Fyrstu dagana eftir að ég kom heim notaði ég til þess að endurnýja kynni mín af stofu sofanum og kaplinum.
Flugið var með einsdæmum skemmtilegt að þessu sinni, allar leiðir fullbókaðar og fimm ára dama sá um skemmti atriði á milli stranda.....það er btw rúmlega fimm tíma flug. Það hefði bara verið í góðu lagi ef ég hefði ekki fengið þessa fínu flensu sem ferðafélaga. Millilending á miðnætti í Las Vegas var ekki beint það sem ég hefði óskað mér allavega ekki í mínu ástandi. Fullt af fólki allsstaðar og margir greinilega að koma beint af djamminum, flestir virðstu því vera í mun meiri stuði heldur en ég......
Ég er nú samt að skríða saman, að minnsta kosti er ég mætt á skrifstofuna og þykist ætla vinna eitthvað í dag.
Annars er það helst í fréttum að nýr íbúi flytti inn í Sesamestræti í gær, danskur sóma piltur sem stúderar efnifræði hvata og fleira. Svo fer að styttist í Cure tónleika og að sjálfsöguðu Pixies aftur hehehe
Er ekki lífið yndislegt
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:41 f.h.
|
 |