|
föstudagur, júlí 09, 2004
Hér í Sívætu hefur gengið á með skúrum undanfarna daga. Veðurguðirnir kreistu þó út sólskin á þjóðhátíðardag landans og frídaginn sem fylgdi í kjölfarið. Oft hef ég blótað gestgjöfum mínum hér en það verður ekki frá þeim tekið að þeir passa vel uppá að missa ekki frídagana sína. Fyrst 4 júlí, sem er jú frídagur, kemur upp á sunnudegi er frídagurinn einfaldlega færður yfir á mánudag, þetta geta þessar elskur.
Vætan hefur marga kosti, það er ekki eins óbærilega heitt á efri hæðinni, loftið er rakt og ferskt og engin þörf á það vökva garðinn. Ég efast um að það tengist rigningunni nokkuð en undanfarið hafa fjölfætlinga helv... leikið sér að því að pína mig. Þetta væri allt í lagi ef þeir tækju sig bara til og ætu mig nánast upp til agna eina nóttina en létu mig svo vera. Þá gæti ég gróið sára minna í nokkra erfiða daga en svo væri allt bú...
En nei, sjaldan fleiri en þrjú bit á nóttu en staðsetningin einkar vel valinn. Ég sé þær alveg fyrir mér ræða málin sína á milli:
"jæja við þurfum að finna stað þar sem húðin er þunn og helst þar sem bitið gæti hugsanlega nuddast við fötin eða eitthvað annað. Handabakið, milli fingranna og tánna, á ristarnar og kúlurnar á höklunum, þetta eru allt mjög góðir staðir. Ef þið neyðist til þess að bita hana í bakið reynið að tryggja að það nuddist við brjóstahaldarann."
Þessum leiðbeiningum fylgja fjölfætlingarnir í einu og öllu.
Það fór þó aldrei svo að ég hefði ekki einhvern félagskap eftir að Kúkkí og Oscar yfirgáfu mig.
Niður með bítandi fjölfætlinga !!!!!!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:25 f.h.
|
 |