|
þriðjudagur, júní 22, 2004
Ég er komin með nýja tölvu í skólanum svo núna get ég hlustað á rás tvö í skólanum. Rokkland og fréttir eru þættir að mínu skapi en ungmennafélagið eða hvað það nú heitir vekur ekki hjá mér eins mikla kæti. Ég get samt þakkað tíma mismuninum það að ég næ alltaf að hlusta á þessi ósköp. Ótalandi krakkaorma tala um allt og ekki neitt, óska þess sjálfsagt sum að verða uppgötvuð af dagskrár stjórunum á X-inu.
Ohhhh hvað það er gaman að tuða svona, verst ég get ekki hringt í þjóðarsálina og kveinað með hinum gömlu konunum....
Nýi b.s. neminn á labinu erfði gömlu tölvuna mína, mér tókst aldrei að láta hljóðkortið virka almennilega í henni svo ég hef notast við ferðageislaspilara og rafhlöður í næstum tvo ár. Ég ákvað nú samt að gera eina tilraun í viðbót, bara svona fyrir kurteisis sakir....það tók mig innan við fimm mínútur að laga það og nú situr stráksi hér og botnar græjurnar. Ég skil ekki ennþá hversvegna ég gat aldrei fengið þetta til þess að virka fyrir mig ????
nóg af tuði í bili.
posted by Big Bird a.k.a. BB 3:46 e.h.
|
 |