|
föstudagur, júní 18, 2004
Það er naumast blíðan hérna í Seattle þessa dagana, glampandi sól og hitamælirinn sýnir tæpar 30 gráður. Gestirnir bera sig vel þó ég gæti trúað að það væri svolítið volgt hjá þeim á nóttunni. Þær koma aldrei til með að efast um sannleiks gildi þess að hitinn leiti upp eftir dvölina hér.
Á svona björtum og fallegum degi er ósköp gott að hafa skrifstofu í kjallara, það verður ekkert of heitt hérna niðri og engir gluggar svo það er auðvelt að gleyma blíðunni úti.
Svarti Kisi hefur ekki látið sjá sig í dag enda eflaust alltof heitt fyrir svona kolsvartan og loðinn kött. Hann hefur því sjálfsagt bara ekki treyst sér út úr skygganum og heldur ekki viljað sjá á eftir Oscari. Því nú er Oscar farinn heim til Islands í bili til þess að reyna að koma nemunum heima á eitthvað skrið.
Það stefnir allt í áframhaldandi sólskin næstu daga og því um að gera að hlaupa út í búð að kaupa meiri sólarvörn því hér klárast þær víst, renna ekki bara út.
Tolvan sem eg sit vid er tvi midur ekki med uppsett islenskt lyklabord og eg hef ekki tolinmaedi i meira copy-paste i bili. Tar til naest......njotid dagsins
posted by Big Bird a.k.a. BB 6:35 e.h.
þriðjudagur, júní 15, 2004
Það er komið sumar sól í heiði skín ......
Það er í nógu að snúast, ég er loksins búin í kúrsum og get því einbeitt mér að rannsóknunum. Kúkkí fer með systur sínar og móður um Seattle og nágrenni og sýnir þeim allt að það borgin hefur upp á bjóða. Oscar er að pakka, vinnur eins og óður maður eins og hans er vandi til og sýnir foreldrum sínum borgina í hjáverkum.
Á laugardaginn var slegið upp herljarinnar veislu í Sesamestræti, útskriftar veislu fyrir Kúkkí, út úr skápum flæddi vín og grill matur svo engin fór heim svangur eða edrú....
Það er skondið að sjá að allir Íslendingarnir mættu í betri fötunum með glaðning fyrir ný útskrifaðan meistarann, kanarnir voru hinsvegar sjálfum sér líkir. Það er skrýtinn þessi menningarmunur.
Þetta var alvöru partý sem endist fram undir 6 að morgni þótt hlutfall Íslendinga eykist jafnt og þétt.
jæja tími til komin að fara út í sumarið.
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:25 f.h.
|
 |