|
miðvikudagur, maí 26, 2004
Í fréttum er þetta helst, föstudagurinn var ekki mikið skárri en fimmtudagurinn því kennarinn hafði víst ákveðið að halda próf. Þetta var tilkynnt á mánudegi en þá var ég í Kanada svo vonlaust fyrir mig að vita af því. Proffinn var hinsvegar hinn almennilegasti og leyfði mér að fresta því fram yfir helgi. Tja ég þarf því varla að útlist hér hvað ég gerði um helgina.......
Svipaða sögu er að segja af Kúkkí, hún var við skriftir alla helgina og fram eftir nóttu enda átti hún að skila masterritgerðinni sinni á mánudaginn.
Það kláraði hún náttúrulega með stæl eins og annað sem hún tekur sér fyrir hendur svo nú er masterinn hennar svo til í höfn, "bara" vörnin eftir.
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:18 f.h.
|
 |