|
sunnudagur, apríl 25, 2004
Þá er sunnudagurinn runninn upp bjartur og fagur hér í Seattle. Klukkan er rétt eftir hádegið og ég nenni ekki að fara að skálda um niðurstöður rannsóknar minnar alveg strax svo að ég ætla bara að skálda hér í bili. Mér gengur svo miklu betur að koma fyrir mig orði á íslensku, allavega enn sem komið er.
En hvað skal segja nú? Það eru fremur tilbreytingalausir dagarnir hjá Sesame strætis búum þessa dagana þar sem allir eru að reyna að massa verkefni sín. Nú eru 5 vikur búnar af vorfjórðungi og 5 vikur eftir sem þýðir að við verðum að halda vel á spöðunum til að klára fjórðunginn með sóma. Reyndar tók Oscar upp á því að stinga af til Boston snemma á föstudagsmorgni í vinaheimsókn og við BB, erum að fara til Kaliforníu á fimmtudaginn á langflottustu tónleika eins og margt of hefur komið fram hér. Þannig að ég verð líklega að draga til baka yfirlýsingu mína um tilbreytingaleysi daga okkar........greinilega allt að gerast bara hjá okkur.
Svo að þá verð ég bara að hrista fram úr erminni eitthvað sem er satt og rétt til að bæta fyrir brot mitt. Hum.......látum okkur sjá, jú ég man eitt. Á fimmtudaginn fór ég í tíma í almennrilyfjafræði og verð ég að segja að þetta er ein af þeim fyndnustu kennslustundum sem ég hef farið í á mínum háskólaferli. Já þið hváið örugglega......hvernig getur lyfjafræði verið fyndi? En trúið mér, ég veltist um af hlátri þar sem kennarinn var að útskýra fyrir okkur hin ýmsu niðurbrotkerfi líkamans. Ok, ég sé það núna þegar ég les þetta yfir að þetta hljómar ekki mjög sennilega.......líklega er þetta svona eitt af "you had to be there" augnablikum. Læt ég þar við sitja að reyna að sannfæra ykkur um skemmtanagildi fyrirlestrarins en ætla hins vegar að segja ykkur eitt nytsamlegt sem ég lærði í tímanum.
Þannig er að það hefur löngum verið sagt að konur sem eru á pillunni ættu að nota aðrar getnaðarvarnir með ef þær eru settar á sýklalyf þar sem talið er að sýklalyfin minnki getnaðarvarnaráhrif pillunnar. En fyrirlesarinn sagði okkur að það væri engar vísindalegar rannsóknir sem styddu þessa kenningu þar sem að slíkar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar og er það aðallega vegna þess að ekki fást konur í tilraunahópinn, hver vill eiga á hættu að verða ólétt bara til að sanna vísindakenningu? En áfram með söguna, hvað eigum við þá að segja við konuna sem kemur á læknastofuna og fær sýklalyf við kvefinu og spyr hvort að það muni minnka áhrif pillunnar. Jú ráðlegging hans var stutt og einföld. Í Bandaríkjunum er það þannig að læknar bera ábyrgð á hegðun skjólstæðinga sinna svo að ef að konan verður ólétt eftir að hafa fengið sýklalyf hjá þér og þú sagðir henni ekki að nota aðrar getnaðarvarnir með pillunni þennan hring og næsta mun hún fara í mál við þig og fara fram á að þú borgir meðlag með barninu næstu 18 árin. Því það er jú þér að kenna að það varð til........hefur alls ekkert með það að gera að konan stundaði kynlíf. Svo að það eru greinilega margar leiðir mögulegar fyrir lækna til að eignast börn hér í landi frelsisins!
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:31 e.h.
miðvikudagur, apríl 21, 2004
Mér telst svo til að nú séu rétt rúmir 7 dagar að Kaliforníu ferðinni miklu. Ég hugsa að allflestir viti út á hvað þessi Kaliforníu ferð gengur og því vil ég síður vera að velta fólki uppúr því. En bara til öryggis nefni ég nokkur stikk-orð, sól, tjald, úti tónleikar heila helgi, Radiohead, Cure, Pixies.........gott-it ?
Jeyyyyy það verður vonandi ofsa gaman, þettir þýðir samt að næstu daga hef ég vart tíma til þess að sofa, heppilegt hvað ég bý að góðri æfingu í þeim efnum. Það er því fátt annað en skóli sem kemst að, undanfarna daga hefur allt verið að virka á labbinu......... hjá öllum nema mér. Þetta doktorsnám er því hægt og rólega að breytast í doktorsnám í þolinmæði í stað efnaverkfræði. Kannski ég sæki bara um auka gráðu í þolinmæði ?
Verkefna staða annara í Sesamestræti er áþekk minni svo kaffi neyslan hefur aukist gífurlega og Valentín Costco-fari sem hélt að við gætum aldrei klára kaffi sekkina tvo, ef hann bara vissi.....
Eitt að lokum áður en ég krúfi mig aftur niður í bækurnar, Scrubs er snild og ég skil ekkert í því að það skuli ekki vera vinsælla heima.
posted by Big Bird a.k.a. BB 6:51 e.h.
|
 |