|
sunnudagur, mars 14, 2004
Eftir mikið jaml japp og fuður var mér falið að skrifa nokkur orð hér á Strætið. Ekki það að hinir íbúarnir séu afar uppteknir, annar situr t.d. hér í Meyjarhofinu og leggur kapal í tölvunni. En það er bara svona stundum, sumir strita á meðan aðrir eru skikkaðir til að vinna.
Hrikalega er langt síðan við skrifuðum eitthvað hér, sýnist það hafa verið á þriðjudaginn síðast svo ætli sé ekki best að reyna að rifja upp hvað hefur á daga okkar drifið síðan þá.
Miðvikudagur, tja ég mætti allavega galvösk í skólann um kl 8 þar sem ég átti að halda fyrirlestur um kvíðastillandi lyf fyrir fólkið sem er með mér í lyfjafræði. Prófessorinn hefur þann einkennilega hátt á að skipta nemendunum upp í hópa og láta þá halda 2.5 klukkutíma fyrirlestra um hin ýmsu geðlyfjaflokka fyrir hina nemana. Á meðan situr hún bara og hlustar og besservissast þegar það á við. Já þessu hef ég ekki lent í áður en þeir sem þetta lesa og eru að kenna er velkomið að skoða þennan möguleika......þarna er alveg lágmarks áreynsla kennarans en samt peningur í vasann. Svo var ég bara í skólanum allan daginn en þegar heim var komið átti ég eftir að klára ritgerð í lyfjafræðinni sem ég rétt náði að skila kl 4 mín í miðnætti, náði því á deadline....ne ne ne ne ne. Ekki veit ég hvað BB var annað að gera á labbinu en að bræða tilraunatól sín og brjóta......Murphy er held ég bara fluttur inn á labbið til hennar :Þ
Fimmtudagur, þar sem ég var komin í frí svaf ég út.... sökum aldurs kallast það víst nú orðið hjá mér að sofa út ef að ég næ að opna augun ekki fyrir kl 10. Hvert er þetta eiginlega að stefna.......mamma sem sagði alltaf að ég gæti bara sofið þegar ég væri orðin gömul....tuhhh það sýnist mér bara vera helber lygi og vitleysa. Þannig að ég hvet ykkur, mér yngra fólk að grípa tækifærið núna á meðan þið eruð enn ung og sofa, og sofa og sofa, því ekki kemur ykkur dúr á auga þegar þið verðið komin á minn aldur.
Föstudagur, humm....já nú man ég hvað var fyrir stafni. Ég mætti í síðasta verknámsgeðviðtalið mitt kl 10 en þá hafði skjólstæðingurinn einmitt afboðað. Já klukkutíma strætó ferð til einskis. Tja ekki alveg til einskis því á leiðinni í skólann um morguninn með strætó leystum við BB atvinnuleysis vanda Íslendinga. Þannig er að hér í Seattle er merkileg starfstétt ein sem við teljum rétt að innleiða á Íslandi og skapa þannig óteljandi störf. Þessa starfstétt höfum við nefnt Skiltahaldara, já og þú spyrð hvað gerir skiltahaldari? Jú hún/hann heldur á skilti. Alls staðar þar sem að vegavinna er hér í Seattle eru amk 3-6 skiltahaldara að störfum með vegavinnuflokknum. Þeir hafa það hlutverk að passa að við, gangandi og akandi vegfarendur keyrum og göngum ekki á vegavinnuflokksmennina, hvað þá dettum ofan í holur sem þeir hafa grafið. Sem sagt, ábyrðamikið starf og bráðnauðsynlegt. Við BB erum um þessar mundir að hanna námsskrá fyrir þessa iðngrein og verða m.a. eftirfarandi tímar: Klæðnaður 101, Handahreyfingar 104-bóklegt/verklegt, Stöður 105- bóklegt/verklegt og Brostækni-verklegt. Nú svo komumst við að því að æskilegt er að bjóða upp á framhaldsnámi í þessari grein sem mun kallast: Skiltahald-myrkratækni. Jamm....áhugasamir eru vinsamlega beðnir að hafa samband.
Laugardagur, Morfeus (Hondan okkar) var orðin frekar þreyttur í bremsunum og var hugmyndin að fara með hann á verkstæði á mánudaginn en eitthvað fór BB að tjá sig um þetta við samlabbing sinn og kom þá upp úr kafinu að stúlka sú hafði einmitt unnið á bilvélaverkstæði og vildi ólm spara okkur pening með því að skipta um bremsuklossa fyrir okkur. Jú.....girl power sögðum við bara og þáðum boðið. Tja ég held að geðheilsu foreldra okkar vegna sé best að halda því leyndu hvernig klossarnir voru leiknir á bílnum svo ég tali ekki um bremsu diskana. Tek mér bara orð stúlkunnar í munn: I have NEVER seen anything like this, I´m surprised you guys could stop. Hehemmmm.........þetta var samt ekki eins auðvelt og stúlkan hélt að skipta um borða enda hafði hún sennilega ekki reiknað með að allt væri þarna ryðgað fast og við búin að búa til fínar málmflísar úr bremsudiskunum. Þannig að hún tók sér annan dag í viðgerðir en var svo elskuleg að lána okkur bílinn sinn á meðan. Á þessu spöruðum við heilmiklar fjárhæðir sem er vel þar sem við erum örugglega búin að eyða þeim fyrirfram hvort eða er. Bara ein kippa af Carlsber og stelpan sátt.
Og núna er smá loft á bremsunum en hvað er það milli vina........við pössum okkur bara að fara ekki langt og læðast um á nóttunni á bílnum. HIhihihihi þarna plataði ég ykkur, nei auðvitað látum við tæma allt loft af bremsunum um leið og við látum sjóða í pústið á morgun, þar sem Morfeus á að mæta til alvöru læknis kl 7.30 í fyrramálið.
Læt þetta nægja í bili, þið eruð örugglega orðin þreytt að lesa.
Þar til næst,
Góðar stundir
E.S. Ég fékk ábendingu frá Oscari að þetta yfirlit væri ekki tæmandi hjá mér þar sem ég talaði ekki um tónleikana sem við fórum að sjá á föstudagskvöldið. Ekki veit hvort þetta var Freudísk gloppa hjá mér eða bara að ég vilji sem fyrst gleyma ferð minni á þessa tónleika. Við Oscar kefluðum BB og drógum hana með á tónleikana en leystum hana úr böndunum þegar á staðinn var komið og ekki gat ég betur séð en hún væri farin að dansa í takt við tónlistina og syngja hástöfum: Úps I did it again!!!....En hafa skal það sem sannara reynist svo að þið verið að inna stúlkuna eftir frekari lýsingum á skemmtanagildi tónleikanna!!!!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:38 e.h.
þriðjudagur, mars 09, 2004
Tillaga að breyttri námsskrá í grunn- og framhaldsskólum:
Eitt er það sem mér finnst vanta í raunvísindakennslu á grunn- og framhaldsskóla stigi á Íslandi, allaveg í þeim skólum sem ég var í. Það er mikilvægi Murphy´s law, ég kannast varla við að það hafi verið nefnt hvorki í efna- né eðlisfærði. Það þykir mér mjög miður sér í lagi í ljósi þess að
i rannsóknunum mínum virðist Murphy´s law vera allsráðandi. Ég leyfi mér að fullyrða að ef ég hefði verið betur upplýst um þetta mikilvæga lögmál og hugsanlega fengið einhverja reynslu af því hefði ég haldið mér fjarri þessari grein.
Ég mælist því til þess að aukin áhersla verði lögð á kennslu þessa mikilvæga lögmál á komandi árum.
Ef það er einhver sem ekki þekkir þetta merka lögmál má sá hinn sami teljast afskaplega lánsamur endan líklegt að viðkomandi hafi ekki orðið illa fyrir barðinu á því.
Á fundi með leiðbeinanda mínum komust við að þeirri niðurstöðu að sjálfsagt væri Murphy´s law nátengt afstöðu stjarnanna og það eina sem við getum gert er að vona að afstaðan verði okkur hliðhollari á morgun.
Fyrir þá sem eru í sömu stöðu og ég hvað varðar baráttuna við Murphy´s law má alls ekki gleyma því að Murphy´s law gildir líka um Murphy´s law og einmitt þessvegna fáum við einstaka sinnum niðurstöður.
posted by Big Bird a.k.a. BB 3:42 e.h.
mánudagur, mars 08, 2004
Það er ýmislegt á seiði hér í landi frelsisins, hjónabönd samkynheigðra er mikið hitamál og kemur sjálfsagt til með vega þungt í komandi forsetakosningum. Eitthvað hlutu þeir að týna til fyrst almenningur er alveg búin að missa áhugan á stríðinu.
Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með þessari umræðu, andstæðingar lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra eru að lang stæðstum hluta mjög trúaðir kristnir menn og veifa þeir biblíunni stöðgut. Og ég sem hélt að hér ríkti trúfrelsi, ég botna því ekkert í því hvað kristin, frekar en önnur trúabrögð koma þessu máli við. Ég hélt að þetta væri er spurning um mannréttindi ekki trúarmál.
Eftir Jackson hneygslið hefur verið gerð atlaga að Howard Stern, þáttagerðarmanni sem talar mikið um kynlíf og gerir oft lítið úr fólki. Þátturinn hans er mjög vinsæll og er meira að segja sýndur í sjónvarpinu. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af þættinum hans en ólíkt flestum bandríkjamönnum, kann ég að skipta um stöð. Á leiðinni í skólan í morgun var verið að ræða þetta mál og þá kom upp úr dúrnum að til er listi yfir bönnuð orð í bandarísku sjónvarpi/útvarpi. Það eru alls 7 orð bönnuð og er þau að finna hér
Ég vil vara viðkvæma við þessari lesningu enda ekki af tilefnalausu að sett voru lög til þess að losa okkur við þennan sora.
p.s. öllum áformum um að þýða þessa síðu yfir á ensku hefur verið frestað um óákveðin tíma sökum kunnáttuleysis í löggjöf landsins. Síður vil ég þurfa að mæta fyrir rétt fyrir ósæmilegt orðfar.
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:33 e.h.
|
 |