|
laugardagur, mars 06, 2004
Veeeeeiiiiiiiiiiiiii................Jói er að fara á Ólympíuleikana í Aþenu............innilega til hamingju með frábæra viðbót á glæstum íþróttamannsferli............svo er bara að massa þetta :o)
BB hefur hins vegar massa það í kvöld og má afraksturinn sjá í hlekknum Nýjar myndir, hvorki meira né minna en sex ný albúm komin inn til að kíkja á.......njótið vel........og endilega skrifið nú í gestabókina ef að langt er um liðið síðan þið kvittuð fyrir komu ykkar síðast.
Lifið heil
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:01 e.h.
föstudagur, mars 05, 2004
Enn er kominn föstudagur og ég ákvað eins og oft áður að taka mér frí frá námi og starfi seinni partinn og njóta þess að skrafa við vini mína á msn. Þar var margt um manninn en það stóð á endum að við kvöddumst og tími var kominn fyrir mig að halda í leiðangur á aðal verslunargötu Ballard hverfis. Tilgangurinn var að kaupa afmælisgjöf handa bróður mínum sem verður brátt sjö ára og fjárfesta í íslenskum fána fyrir stuðningslið knattspyrnuiðkandi unglings. Strax og út var komið var ljóst að þetta ferðalag yrði ævintýri fyrir mannskoðara eins og mig. Á vegi mínum varð hörundsdökkur maður sem að fyrra bragði kastaði á mig kveðju og vildi endilega bjóða mér í kaffi, ekki veit ég hvar sá kaffidrykkja átti að fara fram þar sem ég sýndi á mér alíslenska hlið og stormaði framhjá manninum með hökuna niður í brjóstið (það var svo kalt í veðri). Áfram arkaði ég og fann litla leikfangabúð þar sem ég frjárfesti í gjöf handa bróður mínum og konan við kassann tilkynnti mér í óspurðum fréttum að hún hefði verið að fara að loka og ætlaði sér bara að loka mig inn í búðinni en þar sem ég var mætt á kassan með varninginn rétt slapp ég við þá prísund. Við hlið búðarinnar var hárgreiðslustofa og datt mér í hug að fara í klippingu þar sem oft hef ég reynt að slíkt hressir og kætir. Ég brá mér inn og viti menn, var ekki einmitt laust fyrir mig og ég settist í stólin hjá honum Steve. Greinilega hefur hann ekki tekið vel eftir í "Talað við kúnnan" kúrsi hárgreiðsluskólans, alla vega ekki meðtekið hvaða pörtum einkalífsins væri gott að deila ekki með kúnnanum. Hann vatt sér í það að útskýra fyrir mér að hann hefði nú komið undir vegna framhjáhalds móður hans með bróður mannsins sem hún var gift en bætti því við að nú væru foreldra hans skilin að skiptum, humm það kom mér mikið á óvart ;o) Ég þakkaði mínum sæla fyrir að koma út með nokkuð álitlega klippingu og arkaði af stað heim. Það var margt um mannin á aðalgötunni og margir tóku það upp hjá sér að heilsa mér kumpánlega.........ég hef bara ekki lent í svona almennilegheitum áður og varð því brugðið og náði sjaldnast að svara þessum kveðjum.
En mig vantaði kort og pappír fyrir allar afmælisgjafirnar sem senda verður heim í mars svo ég endaði í apótekinu en þar er úrval korta sem nota má við öll tækifæri. Segir ekki meira af því fyrr en ég kem á kassann. Þar var ljóshærð kona að afgreiða og ég sverð það að hún var undir áhrifum lyfja.....hún var svo þvoglumælt að ég skildi varla orð í fyrstu. En það kom sér vel að vera vön af Voginu að hlusta á lyfjað fólk segja sögur svo að á endanum náði ég því sem hún var að reyna að segja mér. Já þannig var víst að meðleigjandi hennar sem er einmitt fyrrverandi eignmaður hennar, hellti upp á evrópskt kaffi um daginn sem var svo heitt að hún bara brenndist á vörum þegar hún smakkaði á því í bílnum. Og henni fannst svo afar skrítið að maðurinn sem er jú 15 árum yngri en hún nennti ekki að vakna fyrr en eftir hádegi og það væri ekki til að tala um að hann fengi sér vinnu. Hvað þetta kom mér við veit ég hreinlega ekki en ég kinkaði kolli og brosti "geðmeðferðarbrosinu" mínu.......aha já ég skil, alltílæ bless bless.......og út slapp ég hristandi hausinn yfir skrítnu fólki í afgreiðslustörfum. Kannski það að vinna afgreiðslustörf sé eina leiðin fyrir skrítið fólk að fá annað fólk til að tala við sig, tja hver veit? Önnur skýring gæti verið sú að mér sýndist ekki betur en það væri fullt tungl í kvöld en eins og allir vita gerist margt skrítið í henni veröld þá.
þar til næst
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 7:40 e.h.
fimmtudagur, mars 04, 2004
Ég get greinilega ekki hætt að skrifa hér þegar ég loksins byrja af einhverum krafti svo að núna langar mig að deilda með ykkur frábærri mynd sem ég fór að sjá í kvöld. Það verð ég að segja að ekki hef ég verið þekkt fyrir að horfa mikið á heimildamyndir heldur haldið mig meira við amerískt froðusnakk en í kvöld komst ég að því að þarna á ég nýjan heim eftir ókannaðan. Mér gafst tækifæri í kvöld til að fara á myndina Fog of War eftir Errol Morris sem hefur unnið Óskarinn fyrir bestu heimildamyndina. Í þetta sinn er hann að fást við hin ýmsu stríð Bandaríkjamanna og horfir á þau með augum Robert S. McNamara sem var varnarmálaráðherra í stjórnartíð J.F.K og Johnsons. Hrikalega áhrifamikil mynd sem enginn skyldi láta framhjá sér fara.
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:44 e.h.
miðvikudagur, mars 03, 2004
Mig langar bara til að láta ykkur vita að í gær fékk ég símtal frá skólanum þar sem ég var látin vita að umsókn mín um doktorsnám við skólan var samþykkt!!!!..........Ég mun fá formlegt bréf um það fljótlega en konan mæltist til þess að ég myndi láta vita eins fljótt og auðið er hvort ég ætlaði að þiggja plássið...........úff hvað er ég búin að koma mér í?
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 8:36 e.h.
|
 |