|
laugardagur, febrúar 28, 2004
Þá er ég að huga um að skrifa smá hérna til að enda góðan dag. Ég hef setið við í allan dag að læra og vinna verkefni á meðan BB er vonandi að skemmta sér vel á Hawaii. Það verður gaman að skoða myndirnar sem þau koma með úr ævintýraleiðangri sínum.
Ég hef farið vítt og breytt um geðsviðið í dag þar sem að dagurinn hófst á að lesa verkefni nemendanna sem ég er að aðstoða við að kenna allt um leyndardóma geðsviðsins. Það verð ég að segja að mér finnst afar heillandi að sjá hvernig fólk þroskar þekkingu sína og rökhugsun. Ég er sannfærð um að þessir nemendur verða dýrmætir öllum sínum skjólstæðingum í framtíðinni.
Hvað mig varðar hef ég notað seinni partinn til að þroska sjálfa mig sem manneskju ekki síður en hjúkrunarfræðing. Ég er í kúrs um sorg og sorgarviðbrögð og hefur hann reynst mér afar erfiður en mikilvægur í senn. Kúrsinn hefur gefið mér tækifæri til að skoða mig og mín viðbrögð í sorg og hvernig ég get hjálpað skjólstæðingum mínum í framtíðinni í glímunni við sín sorgarferli. Í dag var ég að skrifa síðustu færsluna í net-umræðunni sem fer fram í hverri viku en lokaverkefnið bíður mín. Okkur er uppálagt að skrifa erfðarskrá og óskir um framkvæmd jarðarfarar okkar. Fyrstu viðbrögð mín voru í anda þeirra hugsunar sem einkennir ungt fólk, það er alveg óþarfi að hugsa um eigin jarðaför strax þar sem ég er svo ung enn. Erfðarskrá er bara eitthvað sem gamalt fólk gerir en þegar ég fór að hugsa málið betur þá sé ég að þetta er eitthvað sem hver og einn ætti að gera, óháð aldri. Við vitum aldrei hvað bíður handan hornsins og það eina sem er víst í lífinu er að við munum öll deyja. Hins vegar er það ekki viðurkennt umræðuefni í vestrænu samfélagi að tala um dauðann á unga aldri, neibb við eigum að bíða með slíkar umræður þar til við erum orðin grá fyrir hærum og södd lífdaga. Já við tökum lífinu sem sjálfsögðum hlut og gefum því lítinn sem engan gaum hversu dýrmætur tíminn okkar hér í raun er. Með því að gera erfðarskrá og skrifa niður óskir mínar um framkvæmd eigin jarðarfarar hef ég svo sannarlega komist að því hvað er dýrmætt í mínu lífi sem og upplifað hversu dýrmæt mín tilvera er öðrum (svolítið egocentrískt að segja þetta, en svona er það bara, og ekki bara í mínu tilfelli).
Því mæli ég svo sannarlega með að allir taki sér tíma og fari í gegnum þetta verkefni fyrr en síðar.
En til að enda þetta ekki á svona óþægilegum nótum verð ég hreinlega að segja ykkur að núna sit ég hér í nýja Kúkkí monster stuttermabolnum mínum!!! Hann er ljósblár með andlitsmynd af Cookie Moster að framan og aftan á stendur skrifað Cookie monster með stórum bláum stöfum, tihiiii.......best að fara og fá mér cookie með súkkulaðibitum :Þ
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:24 e.h.
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
Undirbúningur fyrir Hawaii ævintýrið er nú í fullum gangi þó bara hjá einum íbúa strætisins. Kúkkí og Oscar ætla hinsvegar að njóta þess að vera heima án stóra gula fulgsins, þau geta örugglega lesið heil ósköp. Ég er búin að monta mig nóg að þessu ferðalagi mínu og ætla ég því að hvíla það aðeins, ég vona bara að ferðasagan verði eins skemmtileg og tilhugsunin um að vera að fara.
Það er líka furðumargt sem þarf að gerast áður en ég fer, eins og til dæmis prófið sem ég ætlar að hrista fram úr erminni á morgun. Dagurinn í dag hefur hinsvegar verið einn af þessum dögum þar sem ég hleyp úr einu í annað, sennilega bara ofmikið eða of lítið kaffi. Ég fæ mig bara ekki til þess að sitja kyrr.
Núna um helgina eru nýir nemendur að heimsækja skólan, þetta eru nemendur sem stefna á masters eða doktorsnám í efnaverkfræði. Okkar hlutverk er að sýna þeim hvað við erum miklu skemmtilegri og betri en hinir skólarnir sem þeir sóttu um. Úkraníu búinn á labbinu mínu er að vinna í að fæla einn í burtu, hann er búin að fanga eitthvað strákgrey og er að gefa honum fyrirlestur um yfirborðsfræði. Ég veit ekki til þess að pilturinn hafi nokkurn bakgrunn í þessu en minn maður er komin dýpra í fræðin en ég hef skilning á, þó hef ég vinnuð með honum í rúm tvo ár.
Ég hef ekki mikla trú á að þessi piltur komi hingað allavega ekki í okkar grúppu. Ég dáist nú samt af pilti því hann er eitthvað að berjast við að spyrja spurninga en ég sé lítið samhengi milli spurningarinnar og svarsins. Ætli ég verði svona einhverndaginn, ætli ég vakni einn góðan veður dag og hafi algerlega gleymt hversu sérhæft námið mitt er. Það vita allri hversu áríðandi oxun methanóls á platinu yfirborði er og hvernig má skoða með mikró yfirborði og rafefnafræði ....... eða kannski ekki.
Þetta á sjálfsagt fyrir manni að liggja en það væri vel þegið ef einhver gæti pikkað í mig áður en ég hef flutning á óskiljanlegum fyrirlestrum í fjöldskylduboðum og partýium, plísssssssss
posted by Big Bird a.k.a. BB 3:21 e.h.
mánudagur, febrúar 23, 2004
Öfundin virðist vera farin að ná tökum á sumum félaga minna. Einn benti mér á að Ívarson væri skrifað Iverson með e-i, þessari ósanngjörnu gagnrýni svara ég fullum hálsi. Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera sérstaklega sleip í stafsetningu, ég minnst nú ekki á erlend staða og manna nöfn. Þetta ættu allir að vita sem einhverntíman hafa lesið þessa heimasíðu og því túlka ég þessa athugasemd sem hreinræktaða öfund.....ég sá Ivarson, ég sá Ivarson liggaliggalái.
Ný afstaðin helgi var alveg yndisleg, vor í loft og mikill hugur í mönnum. Við tókum því rólega og spiluðum bara fram eftir kvöldi á föstudaginn, ég held að einhverir ónefndir verði að baka með það að ég sé tapsár ?????
Eitthvað fór minna fyrir bókalestri á laugardaginn en til stóð enda alltof gott veður til þess að sitja inni og lesa. Við töltum í staðinn í bæinn og var sú bæjarferð að mörguleiti eftir minnileg. Við drifum okkur loksins í pimp-búðina en það hafði lengi staðið til. Þar er til dæmis hægt að kaup jakkaföt í öllum litum og nælonsokka fyrir karlmenn svo eitthvað sé nefnt. Þar rákumst við líka á fastagest um sextugt í netabol með mikið gull og glingur um hálsinni. Reyndist þetta vera Íslenduringur sem hafði búið hér vestra í um 40 ár. já það er nokk sama hvert maður fer það er varla þverfótað fyrir Íslendingum. Ég er farin að draga þessa 290 þúsund tölu verulega í efa.
Við lentum líka í útistöðum við þjófavarnarkerfi og var það hörð rimma, Kúkkí var farið að rifja upp númerið hjá ræðismanninum til þess að borga okkur út ef með þyrfti en sem betur fer kom ekki til þess.
Um kvöldið bauð herran í sesamestræti okkur á stand-up show í tilefni konudagssins sem var alveg frábært. David Cross og Greg e-ð gerðu sitt besta til að móðga sem felsta og verst held ég að aðdáendur Bush hafi farið út úr þessu, það angraði okkur hinsvegar ekkert.
Eftir stand-up fórum við í afmæli hjá Armin þar sem Polli og fleiri héldu stand upinu áfram.
Ég eiginilega verð að minnast á að Gunnhildur var svo yndisleg að baka vatnsdeigsbollur fyrir Armin á afmælinu hans, við nutum að sjálfsögðu góðs af því og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Konudaguirnn var svo alger dekur dagur. Oscar keypti bakkelsi með kaffinu og Evgenia og Gunnar litu við í kaffi með strákan uppá klædda eftir öskudagsgleði. Um kvöldið framreiddi Oscar svo dýrindis KJÚKLINGA RÉTT og ferska ávexti yfir sjónvarpinu seinna um kvöldið.
Hann spillir okkur strákurinn.
Svo er víst runninn upp mánudagur og nú þýðir ekkert slór því það er Hawaii um næstu helgi..
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:26 e.h.
|
 |