|
fimmtudagur, janúar 29, 2004
Vá hvað tíminn líður hratt vikan að verða búin og mánuðurinn líka. Þetta er alveg hætt að vera fyndið.
Kúkkí er komin tilbaka frá Miami og Sting tónleikunum, mér skilst að Sting hafi verðið frábær og af upptökubrotunum sem ég sá/heyrði verð ég að vera sammála. Vondandi kemst eitthvert okkar í tölvu nördaskap fljótlega og setur upptökurnar á netið. Ætti ég kannski að fara að sjá Sting í Portland þegar hann kemur ?
''If you only do what you do, you will only get what you got.'' með þennan frasa að leiðarljósi ákvað ég að skella mér til Hawaii í lok febrúar!
Tilefnið ? Þarf nokkuð tilefni annað en að ég hef aldrei komið til Hawaii og ef ég fer ekki meðan ég bý hér er ekki líklegt að ég fari nokkurntíman. Það er líka tilvalið að gera eitthvað ögn ''kreisý'' 29. febrúar, það er nú ekki á hverju ári sem við græðum auka dag.
Sól, sumar og blómakransar á Hawaii.....það er eins fallegt að við förum að birgja okkur upp að sólarvörn og marglitum ljótum skyrtum :)
posted by Big Bird a.k.a. BB 8:41 f.h.
mánudagur, janúar 26, 2004
Helgarpitsill ætti þetta að vera en verður það sjálfsagt ekki. Ég vil byrja á að benda áhugasömum á einkar ósanngjarna gagnrýni á ketti á blögg síðu Björgvins .
Ég hallast nefnilega frekar af kenningum ''hitshækars gæd tú þe galaxí'' að í raun stjórni kettir heiminum. Það er vissulega rétt að kettir eru ekki beinlínis gagnlegustu dýr jarðar. Hlutverk þeirra er oftast einfaldlega að vera sætir. Þó svo ýmisar þjóðir í Asíu hafi lært að leggja þá sér til matar er það óalgengt í norður Ameríku og Evrópu ( af mér vitandi allavega) samt sem áður eru kettir algengir í þessum heimsálfum.
Það er skiljanlegt að fólk sæki í ketti nú til dags enda standa þeir sig prýðilega í hlutverki sínu að vera sætir að mínu mati. Mér finnst það hinsvegar aðdáunarvert að þeir skildu ekki deyja út í þróuninni. Ekki var mannskepnan svona skörp. Ætli við hefðum komist upp með að eyða öllum deginum í að snyrta okkur, borða og sofa og þurfa ekki einnu sinni að veiða okkur til matar. Hvaða dýrtegund hefðum við hugsanlega getað fengið til þess að færa okkur mat og dáðst að okkur og jafnvel klóra okkur og kjassa.....og það aðeins þegar við kærðum okkur um og fá það eitt að launum að njóta návistar okkar annaðslagið.
Ég held því að Björgvin sé að stór vanmeta ketti því í rauninni er þetta stórsnjallt og til eftirbreytni fyrir okkur.
Ætli kettirnir stjórni ekki heiminum bak við tjöldin en leyfi okkur bara að halda að við höfum eitthvað um þetta að segja. Það kæmi mér ekki á óvart.
Travis voru frábærir og nú er bara Starsailor og Gomez næst !!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:00 f.h.
|
 |