|
föstudagur, október 17, 2003
Vitrir menn segja að alltaf bætist í reynslubankann í hverjum degi og var dagurin í dag þar engin undantekning hjá mér, saklausri sveitastúlku frá Íslandi. Þannig er að íbúar í Sesame stræti fjárfestu í gamalli Hondu fyrir all nokkru en undanfarið hefur verið að slakna á öryggisbelti bílstjórans og undir það síðast var svo komið að allt beltið lág úti og vonlaust að láta það rúllast inn, jamm lítið öryggi þar á ferð. Svo við ákváðum að láta laga þetta og BB tók að sér að panta tíma á verkstæði. Í fyrsta símtali komst BB að því að hér í USA er það ekki svo einfalt...........fyrsta verkstæðið þjónustaði ekki Hondur og vísaði annað, það verkstæði benti BB á að öryggisbelti væru í ábyrgða á meðan bílinn lifir og benti því á Hondu-umboðið í Seattle. Þegar BB hringdi þangað kom í ljós að þetta var alveg satt, beltin voru í ábygð og umboðið ætlar að gera við þetta okkur að kostnaðarlausu. Við áttum bara að mæta með bílinn og meira að segja fá bílaleigubíl okkur að kostnaðarlausu á meðan á viðgerð stendur.
Nú þar sem ég hef mestan tíma til stúss af okkur íbúunum fékk ég það hlutverk að fara með bílinn niður í miðbæ þar sem umboðið er. Eftir að hafa villst um stund í einstefnugötum miðborgar Seattle (hver segir að Kópavogurinn sé gatnaskipulagsslys?) komst ég á réttan stað og lagði bílnum í stæði merkt Hondu viðskiptavinum sem voru hjá bílasölunni en ég þurfi að fara yfir götuna á verkstæðið. Ég lagði af stað frá bílnum og sá að á horninu stóðu tveir menn að tala saman. Ég nálgaðist þá og fór að skima eftir gangstétt en þá ávarpaði annar þeirra mig og spurði: ungfrú, getum við aðstoðað þig? Mér bara krossbrá enda ekki vön því að fólk úti á götu tali við mig að fyrrabragði, hvað þá að þjónustu fólk standi út á götu í þeim eina tilgangi að bjóða áttaviltum viðskiptavinum aðstoð. Ég hummaði eitthvað og sagðist eiga að koma með bílinn í sætisbeltaskipti og maðurinn benti mér á að verkstæðið væri hinum megin við 4 akreina götuna sem við stóðum við. Bara einn galli á gjöf Njarðar, ég mátti ekki beygja nema til hægri út af bílastæðinu og það var í gagnstæða átt við verkstæðið. Ég dróg upp kortið til að skoða hvernig ég gæti komist á þessa götu í gegnum allar einstefnunar þegar maðurinn mælti: Ekki hafa áhyggjur, við stoppum bara umferðina svo þú getir ekið beint af bílastæðinu inn á verkstæðið!...........o.m.g. manninum var alvara, hann gerði sig líklegan til að stökkva út á götu og ég hljóp af stað til að ræsa bílinn. Mér leið eins og prinsessu.........bara 4 akreinar stoppaðar svo ég komist hjá :o)
Er inn á verkstæðið tók ekki verra við.....neibb það kom stúlka aðvífandi til að aðstoða mig. Hún upplýsti mig um að það væri ólöglegt að keyra um með óvirkt bílbelti og því myndi Honda borga fyrir bílaleigubíl fyrir okkur þar til bílinn yrði til (líklega á miðvikudaginn) og svo benti hún mér að setjast inn í setustofu fyrir viðskiptavini á meðan ég biði eftir skutlunni sem færi með mig á bílaleiguna. hehehehehhe........jamm enn bara prinsessan......bílstjórinn kom svo og sótti mig inn, opnaði hurðina fyrir mig og lokaði aftur og keyrði mig svo á leiguna........ég var farin að leita að kórónunni minni! Á bíleigunni voru allir pappírar græjaðir og bílaleigustarfsmaðurinn fór út með mér til að sýna mér bílinn. Það var ekki fyrr en þá að hann minntist á að Honda borgar víst ekki tryggingarnar á bílaleigubílnum svo að það það sem átti ekki að kosta neitt skv umboðinu var nú orðið að $22 á dag, en auðvitað er afsláttur BARA fyrir mig. Ég brosti út í bæði, datt niður úr hásætinu og minnti mig á það að ég er í landi smáletrisins............jammmm hér er allt fljótandi í gylliboðum en aldrei er neitt sem sýnist eða heyrist!!!!
Þannig að nú er bara um að gera að nota þessa $22 á dag vel og skipuleggja keyrslur um víðan völl.
góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:33 e.h.
Hver sagði að það rigndi ekkert svo mikið í Seattle ??????
Today Oct 17 Rain / Wind 18°/13°
Sat Oct 18 Showers 18°/12°
Sun Oct 19 Rain 16°/9°
Mon Oct 20 Showers 17°/12°
Tue Oct 21 Few Showers 18°/12°
sem betur fer er hefð fyrir því að veðurfræðingar hafi rangt fyrir sér, ekki satt ;)
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:49 f.h.
þriðjudagur, október 14, 2003
Við komust klakklaust til baka frá Kaliforniu eftir frábæra ferð og við tók skólinn og sársangur og grútspældur kötturinn.
Ég gæti náttúrulega farið í smáatriðum í gegnum hverja mínútu ferðarinnar en í staðinn ætla ég að láta myndirnar tala. Sagði ekki einhver að ein mynd segði meira en þúsund orð, það er allavega alveg á hreinu að ég ætla ekki skrifa þúsund orð fyrir hverja mynd.
Í stuttmáli, flugum um miðjan dag til Kaliforniu svo ég hafði því miður ekki tækifæri til þess að sofa yfir mig. Stefnt var á létt partý á föstudagskvöldið, ef taldar eru flöskurnar sem lágu í valnum eftir það kvöld held ég að það verði seint kallað létt partý.
Gullni hringurinn var svo á laugardaginn, Hollywood og Mulholland drive og svo strandferð á sunnudeginum. Sólbrún, fótlúinn eftir göngur og ögn marinn eftir strandblakið komust við svo heim í Sesamestræti á mánudagsmorgni. Brosandi út að eyrum en eilítið syfjuð eftir góða ferð.
Nú er hinsvegar ekki seinna vænna en byrja að telja niður fyrir R.H.C. tónleikanna eftir nákvæmlega viku !!!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 8:46 e.h.
|
 |