|
sunnudagur, september 07, 2003
ég veit ég veit ég er rosa löt að skrifa núna, það er stundum svona.
En núna eru allvega smá breyting frá síðustu dögum, það er nefnilega farið að rigna. Eftir rúma tvo mánuði af stanslausu sólskini og stundum bara raka og mollu frameftir kvöld komu skúrir. Svei mér þá ef þær stóðu ekki í næstum 3 mínútur, er það ekki nóg til þess að við sleppum við að vökva garðinn ???
Annars voru tónleikarnir með R.E.M. náttúrulega alger snilld, þeir spiluð fullt af gömlu lögunum sínum sem gerði þetta ennþá skemmtilegra. Svo hefur bæst nýr blöggari í hópinn, ''auststrendingarnir'' Ármann og Ása í Íþöku. Það væri ekki amalegt núna að hafa ögn betra minni, þá myndi ég kannski slóðina en því er ekki að skipta í þetta skiptið allavega.
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:29 f.h.
mánudagur, september 01, 2003
Þriggja daga helgar eru æðislegar. Við eyddum laugardeginum á bumbershoot að horfa á Stand up og hlusta á Marcy Gray. Mér finnst hún hafa alveg geggjað rödd, svona eins og hún sé alltaf hás.
Á sunnudaginn fórum við svo í stærðstu buxurnar sem voru í skápnum til þess að fall betur inn í hópinn á hipp hopp tónleikunum, þetta voru eflaust þekktar hljómsveitir sem voru að spila en ekki þekkti ég þær samt. Eftir hipp hopp og chill í brekkunni á hlusta á blús og jazz fórum við í grill til Evgeniu og Gunnars.
Við prufukeyrðum nýja golfsettið á heimilu, það var víst eitthvað lítið til af golfkúlum svo við æfðum okkur bara á eplum í staðinn. Þegar eplin gengu til þurrðar sýndi Bjarni bara leikni sína á bjórdósunum í staðinn. Nágranninn hlýtur að verða glaður með eplatréin sem spretta upp hjá honum en ennþá glaðari sjálfsagt með bjórtréin...
nú erum við að fara á loka tónleikana á bumbershoot, R.E.M. !!!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 6:27 e.h.
|
 |