|
laugardagur, ágúst 16, 2003
Undirbúningur grillveislunnar er í fullum gangi. Stuðmenn hljóma í beinni úr miðbænum.....að sjálfsögðu er bara einn miðbær og það er miðbær Reykjvíkur. Annars held ég að fæstir hafi verið að velta fyrir sér hvaða miðbæ ég var að nefna heldur ferkar afhverju ég er að blögg í miðjum undurbúningnum ?
Það kallast leti held ég bara, var eitthvað að þykjast vinna í tölvunni og er að reyna að finna mér ástæði til þess að sitja hér ögn lengur. Þrátt fyrir þessa leti mína er köku ilmur sem læðist upp stigann úr eldhúsinu, já hann Oscar er svo sko betri en enginn, hann ofdekrar okkur held ég bara.
Afmælisdagurinn hefur hingað til verið eins og afmælisdagar eiga að vera eða voru allavega heima hjá mér, pakki strax þegar maður vaknar, grænt pasta í hádeginu fyrir þá sem það velja og kökur með kaffinu. Í kvöld er svo tún-/sverðfiskur á grillinu við erum óhrædd við að prófa nýjan fisk allavega.
''Hann sagði komdu sæll og blessaður ég hélt ég myndi fríka út dú dú drúu dú'' Egill spyr hvort við sjáum Esjuna, áiiiiiiii þetta endar með geggjaðri heimþrá ef ég fer ekki að slökkva á þessu.
þið sem eruð heima á Íslandi njótið björtu sumarnóttanna, þær geta verið svo yndislegar.
posted by Big Bird a.k.a. BB 3:41 e.h.
föstudagur, ágúst 15, 2003
Jibbý það er komin föstudagur !!
Þótt spilin í gær bentu til þess að við ættum eftir að vinna alla helgina hef ég litla trú á því, nema vera skildi við að undirbúa fyrirfram afmælis veislu fyirr Kúkkí. Eins og alþjóð veit og teljarinn sýnir svo skilmerkilega (ef þú ert ekki að nota mac) þá er Kúkkí á heimleið í sumarleyfi. Okkur fannst náttúrulega engan vegin fært að halda enga afmælisveislu enda við öll mikið kökuveislufólk ( þessi nýyrða smíð er nú ekki til eftirbreyttni), það verður því grill á morgun að því tilefni að 10 dagar eru í afmæli Kúkkís.
Í kvöld liggur hinsvegar ekkert sérstakt fyrir nema náttúrulega að lesa og læra. Ef við lesum hratt og fast er aldrei að vita nema við tökum einsog eina yatzi keppni í tilefni dagsins.
Það verður seint sagt að við séum ekki rokkara og partý ljón !!!!!! en við verðum jú að safna kröftum fyrir laugardagskvöldið ekki satt ?
spurning dagsins, hvað eigum við að grilla ?
posted by Big Bird a.k.a. BB 4:44 e.h.
miðvikudagur, ágúst 13, 2003
Einhverra hluta vegna varð þessi annars yndislegi dagur stíf æfing í æðruleysi fyrir mig og ég hélt ég að ég ætti töluvert af því. Við vorum öll komin á fætur fyrir allar aldri til þess að nýta daginn sem best. Glampandi sólskin og ,,seríósið'' því bara tekið með út í garð. Ræddum svo heimsins mál yfir morgunkaffinu og fórum svo sitt í hvora áttina. Það ég best veit gekk dagurinn vel fyrir sig hjá Kúkkí og Oscar fyrir utan vesenið sem ég reyndi að valda Oscari ; )
Hjá mér gekk svo sem allt eins og í sögu, allavega sögu úr mínu daglega lífi.....
Fyrri hluti þessara viku hefur farið meira og minna í að undirbúa verkefni dagsins í dag og gekk allt að óskum til að byrja með. Hlutirnir bara svínvirkuðu eftir svona fimm klukkutíma sem í mínum bransa þykir allavega nokkuð gott. Meira að segja fengust niðurstöður og allt saman. Þar sem ég hef aldrei gert þessa tilraun áður og veit ekki til þess að nokkur annar hafi gert hana heldur vissi ég ekki nákvæmlega við hverju var að búast, en sá ég þó ansi fljótt að eitthvað var ekki einsog það átti að vera. Það væri full langt mál að útskýra í smáatriðum hvernig ég leysti þetta en það væri sambærilegt og að ráðast á forritið sem stjórnar prentaranum og byrjar að djöflast í ,,kóðanum'' bara til þess að komast að því að hann væri ekki í sambandi.
Þar sem ég nú lifað með sjálfum mér og klaufaskapanum í rúmlega 26 ár sló þetta mig ekki út af laginu, heldur lagaði ég þetta og hélt áfram. Alls ekki slæmt að fá eins og 1/4 úr punkti á eins og 10 tímum sé bara takin dagurinn í dag. Svo byrjar ég bara á morgun að undirbúa sunnudaginn ?????
Hinsvegar ætlaði ég mér ekki að fara að skrifa einhverja vitleysu hérna heldur var ætlunin að setja upp myndirnar úr ferðinni. Nú kæmi sér vel að UBS tengin myndu virka, svo mætti líka skrifa diskana sem ég lofaði systur minni. Rautt ljós á skrifaranum og ég er búin að installa honum tvisvar án árangurs.
Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að DVD spilarinn virkar óaðfinnanlega og bókin Samúel er ennþá ókláruðu. Vísindagreinunum ,,gleymdi'' ég í skólanum og ætli ég ætti ekki að gefa Oscari frí í kvöld og hvíla útreikninga í bili.
Hinsvegar eru bæði Kúkkí og Oscar ennþá föst fyrir framan tövluskjáina þótt klukkan sé langt gengin ellefu, sannviskusemin að fara með þau eða bara verið að vinna sér inn smá frí um helgina ?
Ef við göngum nú út frá því að klaufaskapur og óheppni heimsins sé fasti er ljóst að einhverstaðar gekk allt upp í dag !!!!!
Svo kom líka þessi póstur í dag, 50 things that make you feel Good!!!
50 ástæður til þess að brosa og sjá hvað lífið getur verið yndislegt.
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:39 e.h.
þriðjudagur, ágúst 12, 2003
River rafting var geggjað gaman !!!!!
Þótt að áin væri frekar köld var svo heitt úti að við þornuðum strax, það var því bara kalt rétt á meðan vatnsgusan lent á okkur. Ég var hálf búin að lofa að taka einhverjar myndir og setja á vefin, jáááááá, ég tók nokkrar myndir og ég mun setja þær a netið fljótlega, hvað svo sem það þýðir.
Við erum sem sagt orðnar gersamlega ''húked'' á að busla í ám. Mér finnst það muna eiginlega öllu að verða ekki kalt. Hvað er gaman af vatnslag ef maður verður ísköld og kvefuð á eftir ??
Annars ætlaði ég bara að segja að við hefðum komist heim en skrifa kannski betri ferðasögu síðar.
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:23 f.h.
|
 |